Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.05.2006, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 06.05.2006, Qupperneq 30
Silvía er fulltrúi Sjónvarpsins, kosin af þjóðinni. Hún er eins tilbúin fyrir keppnina og hægt er. „Við gerum bara eitthvað flippað. Ég þarf ekki að skipu- leggja neitt, þú veist, því allt sem ég geri er gull. Ég hef tekið ákvörðun um að láta atriðið flæða, láta fegurðina flæða um sálina á mér,“ segir Silvía á nær lýtalausri ensku, en hún hefur lagt íslensk- una til hliðar í bili: „Ég lít ekkert frekar á mig sem Íslending en annað. Ég er, þú veist, guðleg vera sem talar þá tungu sem fólk talar í kringum mig, þú veist.“ Undankeppnin ekki hörð Silvía býst ekki við harðri keppni fimmtudagskvöldið 18. maí þegar undankeppnin í Eurovision fer fram. „Þetta verður rétt eins og að rífa sælgæti úr höndunum á barni,“ segir Silvía: „Það er vegna þess að lögin og keppendurnir eru ekki fyrsta flokks. Þetta er bara B-keppni, en ekki alvöru söngva- keppni, þú veist. Það er ekki hægt að vinna óskarinn í þessari undan- keppni, þetta verður bara virki- lega auðvelt; einhverjar rússneskar lesbíur og samkyn- hneigðir danskir gamlingar sem keppa. Þannig að það er augljóst hver er flottust,“ segir Silvía Night. Enginn skáki henni: „Þeir eru allir vondir, eða á ég kannski bara að segja að ég er svo fokking góð.“ Þarna segir Silvía orðið sem mörg- um hugnast ekki og hefur hún að verið beðin um að sleppa orðinu úr textanum á sviðinu í Aþenu: „Ein- hverjir gamlir homm- ar kvarta undan text- anum en ég mun aldrei breyta honum. Ég geri aldrei eitthvað sem aðrir segja mér að gera, þú veist,“ segir Silvía. Afleiðingarnar skipti þá ekki máli: „Ég stjórna þessu, þú veist. Ég stjórna öllu.“ Silvía slær á spennuna Silvía heimsótti Danmörku á miðvikudaginn, fór til Finn- lands og ætlar einnig að heim- sækja Írland og Bretland. Hún segist vera að svara gríðarlegri eftirspurn aðdáenda sinna: „Ég hef farið víða um heiminn, fór meðal annars til Japan. Þegar fólk vissi að ég ætlaði að taka þátt í Eurovision voru allir að springa úr eftirvæntingu og ég ætla að slá á spennuna með þessari ferð.“ Hún ætlar sér að vera í Litháen í dag. Spurð um litháenska atriðið, þar sem keppendurnir syngja hástöfum; We are the Winners, svarar hún: „Þeir eru þroskaheft- ir. Við klöppum bara fyrir þeim og látum þeim líða vel.“ Silvía sendi á dögunum bréf til Svía þar sem hún biður um stuðn- ing í keppninni. Hún segir í bréf- inu að henni finnist lag Carolu það besta sem hún hafi heyrt. Pabbi hennar eigi símafyrirtæki. Hún ætli að sjá til þess að Carola fái tólf stig frá Íslendingum með hjálp símafyrir- tækisins. Spurð um Carolu og keppanda Grikklands Önnu Vissi, sem báðar eru þaulreyndar í Eurovision, eru komnar á fimmtugsaldur og er spáð góðu gengi, sparar Silvía ekki stóru orðin. Silvía hefur litla trú á sænsku söngkonunni Carolu sem vann Eurovisionkeppnia árið 1991 og keppti einnig 1983. Hvað þá að hún telji að gríska gyðjan Anna Vissi geri góða hluti. Anna hefur tvívegis áður tekið þátt í Eurovisision, árið 1980 og 1982 fyrir Kýpur: „Er Britney Spears fimmtug? Þær munu aldrei meik- aða. Kannski slá þær í gegn á elli- heimilum í Slóvakíu, þú veist. Kannski fá þær extra pönnukökur, en þær verða aldrei fokking stjörnur, það eru bara draum- órar.“ Sækir stuðning í Rómaríó Silvía verður ekki ein á sviðinu í Aþenu og nýtur stuðnings þaul- reyndra bakraddasöngvara og dansaranna Rómaríó og Estevez. Hún er, eins og alþjóð veit á föstu með Rómaríó: „Hann er dansari hjá mér. Eins og þú veist er hann atvinnudansari og fyrirsæta, þannig að hann mun styðja mig á sviðinu og utan, þú veist. Þegar ég er þreytt og einmana er hann sá heppni sem verður með mér og styður mig. Þú veist, horfir á DVD með mér og borð- ar dýran mat og allt.“ Spurn- ingin er hversu mikinn tíma Silvía fær til að slaka á með kærastanum, stífar æfingar og kynn- ingarherferðir fyrir undankeppnina eru framundan. Hún er stígandi stjarna og hefur því lítinn tíma til afslöppun- ar. ■ 6. maí 2006 LAUGARDAGUR30 Silvía Night er sigurviss - Vinnur þó engin óskarsverðlaun í Eurovision, að eigin sögn. 1. BELGÍA Kate Ryan er fulltrúi Belga. Hún syngur lagið „Je t‘adore“ eða Ég dýrka þig. Hún er 25 ára gömul og hefur sungið fjölda vinsælla danslaga í heimalandinu. Hún sló í gegn alþjóðlega árið 2002 með útgáfu sinni af laginu „Dés- enchantée“. Lagið vermdi níunda sætið á Evrópulistanum. Hún hefur selt meira en milljón geisladiska á heimsvísu. 2. SVÍÞJÓÐ Svíar senda þaul- reynda konu til keppninnar, Carolu. Hún sigraði í keppninni árið 1991. Lagið var Fångad av en stormvind. Carola keppti líka fyrir Svía árið 1983 við góðan orðstír. Carola er súperstjarna. Hún varð fyrsti norræni tónlist- armaðurinn til að gefa út plötu í Kína. 3. BOSNÍA-HERSEGÓVÍNA Hari Mata Hari mætir með lag eftir Zeljko Joks- imovic, sem keppti fyrir Serbíu og Svartfjalla- land í hitti- fyrra og varð í öðru sæti á eftir Ruslönu. Hljómsveitin hefur verið þekkt í tvo áratugi í löndunum á Balkanskaga, spilað á yfir eitt þúsund tónleikum og gefið út tólf diska, sem selst hafa í fimm milljónum eintaka. 4. RÚSSLAND Dima Bilan fædd- ist á aðfangadag árið 1981. Hann er aðalpoppstjarnan í Rússlandi og flytur lagið Never Let You Go. Bilan hefur gefið út geisla- diska á rúss- nesku og einn á ensku. Hann hefur einnig tekið þátt í raunveruleika- þáttum, meðal annars Fear Factor í Armeníu. 5. PÓLLAND Hljómsveitin Ich Troje hefur selt yfir tíu milljón- ir geisladiska og er ein sú vin- sælasta í Póllandi. Hún keppti í Eurovision í Riga í Lettlandi árið 2003 og lenti þá í sjöunda sæti. Hljómsveitin á tíu ára afmæli. Af því tilefni syngja tvær fyrrverandi söngkonur bandsins með þeirri núverandi í laginu auk þess sem rapparinn O-Jay (Real McCoy) tekur nokkrar línur. Þessum er spáð áfram Helstu keppinautar Silvíu 18. MAÍ „Við vitum öll hvað gerist í Aþenu. Ég mun stjórna heiminum. Í Aþenu sér mig fleira fólk, fleiri munu hugsa um mig sem fyrirmynd og sem stjörnu, þú veist. Ég verð heimsfræg,“ svarar Silvía Nótt, eða Night eins og hún kallar sig núna, beðin um að meta afleiðingarnar af þátttöku sinni í Eurovison í höfuðborg Grikklands, Aþenu. Hún ræðir við Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttir um undirbúninginn fyrir keppnina, kærastann og keppinautana. SILVÍA NIGHT MEÐ DÖNSURUNUM SÍNUM Hún ætlar að gera eitthvað flippað á sviðinu og segist ekki þurfa að æfa neitt sérstaklega, því allt sem hún geri verði að gulli. MYND/EUR- OVISION.TV Enn eru lausir miðar í Ólympíuhöll- ina í Aþenu á undankeppnina 18. maí. Miðar á aðalkvöldið eru löngu uppseldir. Þeir seldust á tuttugu mínútum fyrr á árinu. Búist er við tvö þúsund blaða- mönnum til Aþenu vegna Eurovision-keppninnar. Vef- fréttasíðan doteurovision. com greinir frá því að 1.600 þeirra séu erlendir en 400 heimamenn. Fréttablaðið sendir einn á vettvang. Ísraelskir Eurovision- aðdáendur héldu á miðviku- dagskvöldið upphitunarkvöld fyrir keppnina. Kvöldið hófst með því að Eddie Butler, sem kepp- ir fyrir Ísraela í aðalkeppninni, ávarpaði aðdáendurna í saln- um. Á esctoday.com segir að hann hafi þakkað þeim fyrir fjölda ábendinga sem hann hefði fengið, aðallega í gegn- um tölvupóst, og gat þess að hann hefði breytt atriðinu eftir athuga- semdirnar. Lítilsháttar breytingar hafi einnig verið gerðar á laginu. Eddie er 34 ára og flutti með for- eldrum sínum frá Chigaco í Bandaríkj- unum til Ísrael sem barn. Hann vakti fyrst athygli í Ísrael sem söngvari í brúðkaupsbandi. Hollensku stúlkurnar í Treble mættu á upphitunarkvöld aðdá- endanna og tóku Amambanda- lagið sitt. Lagið er sungið á tilbúnu tungumáli sem og ensku. Hollensku stúlkurnar feta þar með í fótspor Belga. Þeir sungu á tilbúnu tungumáli í keppn- inni 2003 og lentu í öðru sæti; á eftir hinni tyrknesku Sertab Erener en á undan rússnesku TaTu-stúlkunum. Þær hollensku eru einn- ig óhræddar að nota trommur í atriði sínu, en keppnin í fyrra var full af trommuatriðum, í anda lags Russlönu sem vann 2004. Áber- andi trommusláttur sést aðeins hjá Hollendingum í ár. Aðdáendurnir í Ísrael kusu uppá- haldslagið sitt, utan þess ísraelska, á samkomunni á miðvikudag. Silvía Night var í topp tíu: Grikkland efst með 85 stig, Rúmenía með 80 stig, Belgía fékk 67 stig, Þýskaland 66 stig, Rússland og Svíþjóð með 60 stig, Ísland hlaut 59 stig, Finnland með 49 stig og Makedónía með 32 stig. Af þessum lönd- um keppa Grikkland, Rúmenía og Þýska- land í a ð a l - k e p p n - inni. EUROVISION 2006 GUNNHILDUR A. GUNNARSDÓTTIR SKRIFAR UM SILVÍU OG KEPPINAUTANA Uppselt á aðalkvöldið á tuttugu mínútum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.