Fréttablaðið - 06.05.2006, Síða 90
6. maí 2006 LAUGARDAGUR58
Við byggjum
barnaþorp
í Afríku
Vertu með
Vertu SPES
www.spes.is
FÓTBOLTI Thierry Henry hefur
bætt enn einni skrautfjöðrinni í
safnið sitt en hann var í gær
útnefndur besti leikmaður tíma-
bilsins í Englandi. Það var aðal-
styrktaraðili deildarinnar, Barc-
lays, sem útnefndi þennan
magnaða leikmann Arsenal sem
besta leikmann mótsins, og skal
engan undra.
„Henry hefur sett magnaðan
svip á síðasta tímabil Arsenal á
Highbury. Hann sameinar snilld
og skemmtun með mörkum sem
hafa úrslitaáhrif í leikjum liðsins.
Það er engin furða að knattspyrnu-
stjóri sem stýrði liði sínu gegn
Arsenal skyldi segja um Henry að
hann væri óviðráðanlegur,“ sagði
Matt Appleby, formaður dóm-
nefndar um Henry.
Frakkinn hefur skorað 24 mörk
í 30 leikjum fyrir Arsenal á tíma-
bilinu, 17 af þeim hafa komið á
Highbury. - hþh
Thierry Henry:
Valinn bestur í
úrvalsdeildinni
MAGNAÐUR Henry hefur enn og aftur
sannað að hann er meðal bestu leikmanna
heims. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES
HANDBOLTI Sigfús Sigurðsson er
líklega á leiðinni til þýska úrvals-
deildarliðsins Nordhorn. Framtíð
Sigfúsar hefur verið í lausu lofti
undanfarið, eftir að ljóst var að
hann myndi fara frá Magdeburg. Í
það minnsta tíu lið sýndu Sigfúsi
áhuga en hann hitti forráðamenn
Nordhorn í gær og ber söguna
vel.
„Það sem þeir buðu var í raun-
inni betra en ég bjóst við. Þeir
voru að skoða hvernig landið ligg-
ur hjá Magdeburg, hvað starfs-
lokasamning minn varðar og slíkt.
Mér líst mjög vel á Nordhorn, þeir
missa báða línumennina sína og
því vantar menn í þá stöðu auk
þess sem þeir fá Borge Lund,
sterkan miðjumann frá Noregi,“
sagði Sigfús, sem einnig er spennt-
ur fyrir spænska liðinu Aragon
sem hefur verið í sambandi við
hann.
„Það er annar mjög spennandi
kostur. Gamla kempan Carlos
Ortega er að þjálfa liðið sem ætlar
sér stóra hluti á Spáni. Þeir eru að
sanka að sér leikmönnum og eru
mjög sterkir fjárhagslega. Ég bíð
bara og athuga hvað þeir segja. Ég
heyri líklega í þeim í næstu viku,
það væri gaman að fá gott sumar-
frí auk þess sem það væri spenn-
andi að prófa nýjan vettfang,“
sagði Sigfús.
„Ef mér líst ekkert á það sem
Spánverjarnir hafa að segja þá
sem ég bara við Nordhorn. Ekki
þá nema Magdeburg verði með
eitthvert vesen sem ég býst reynd-
ar ekki við. Þeir gætu tekið upp á
því að fara að heimta pening fyrir
mig sem gengur auðvitað ekki. Ef
svo er þá sit ég bara hérna út
samninginn minn og læt þá borga
mér laun,“ sagði Sigfús en framtíð
hans ætti að skýrast á næstu
vikum.
Sigfús var í viðræðum við
danska liðið Tvis Holstebro en
þær viðræður fuku út í veður og
vind. Sigfús var ekki alls kostar
sáttur við framkomu félagsins
sem bauð honum þrisvar samning,
og alltaf lækkuðu þeir launin auk
þess að ljúga að Sigfúsi hvað
skatta og fleira varðaði. - hþh
Línurnar farnar að skýrast hjá Sigfúsi Sigurðssyni, leikmanni Magdeburg:
Mun að öllum líkindum semja við Nordhorn
SIGFÚS Býst ekki við því að neitt mál verði að losna frá Magdeburg, sem gæti reynt að
krunka út einhverjar krónur fyrir kappann. FRÉTTBLAÐIÐ/PJETUR
Deildarbikar HSÍ - Karlar
VALUR-HAUKAR 27-29
Mörk Vals: Hjalti Pálmason 9, Fannar Friðgeirsson
6 (3), Elvar Friðriksson 3, Mohamadi Loutoufi 4,
Ingvar Árnason 2, Ægir Jónsson 1, Atli Rúnar Stein-
þórsson 1.
Varin skot: Pálmar Pétursson 24.
Mörk Hauka: Jón Karl Björnsson 8 (4), Gísli Jón
Þórisson 6, Árni Þór Sigtryggsson 5, Andri Stefan
4, Kári Kristján Kristjánsson 3, Halldór Ingólfsson
2, Ólafur Björnsson 2.
Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 7, Björn Viðar
Björnsson 2,
FYLKIR-FRAM 32-22
Mörk Fylkis: Arnar Jón Agnarsson 8, Heimir Örn
Árnason 6, Ingólfur Axelsson 6, Eymar Kruger 5,
Arnar Sæþórsson 3, Sigþór Hauksson 2, Ásbjörn
Stefánsson 1, Pétur Þorláksson 1.
Mörk Fram: Jóhann Gunnar Einarsson 4, Sergey
Serenko 3, Þorri Gunnarsson 3, Haraldur Þorvarð-
arson 3, Guðjón Drengsson 2, Grétar Steinþórs-
son 2, Rúnar Kárason 2, Björgvin Björgvinsson 2,
Sigfús Sigfússon 1, Gunnar Harðarson 1.
ÚRSLIT GÆRDAGSINS
HANDBOLTI Fylkismenn unnu
öruggan sigur á Íslandsmeistur-
um Fram á heimavelli sínum í
Árbænum í gær. Lokatölur í leikn-
um urðu 32-22, en það þýðir að
Fylksmenn spila til úrslita í deild-
arbikar HSÍ, við Val eða Hauka.
Leikurinn byrjaði fjörlega en
fljótlega tókst Fylkismönnum að
stinga Framarana af. Þeir náðu
þægilegu forskoti sem þeir héldu
út fyrri hálfleikinn, en eftir hann
var staðan 16-12 fyrir Fylki.
Árbæingar spýttu enn í lófana í
síðari hálfleik og gengu frá
Íslandsmeisturunum sem var
kippt niður á jörðina af ferskum
Fylkismönnum sem ætla ekki að
ljúka tímabilinu titilslausir.
Fylkismenn eiga hrós skilið
fyrir frábæran leik sem þeir
sýndu í gær, það skal alls ekki
tekið af þeim, en Framliðið var
engan veginn að sýna sitt rétta
andlit.
- hþh
Fylkir burstaði Fram, 32-22, í Árbænum í gær:
Fylkismenn í úrslit
DUGIR EKKI TIL Haraldur Þorvarðarson skorar hér eitt af þremur mörkum sínum í leiknum.
Það var engan veginn nóg fyrir Safamýrarpilta.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
HANDBBOLTI Valsmenn byrjuðu
leikinn mun betur á heimavelli
sínum í gær og greinilegt að þeir
höfðu áhuga á því að klára einvíg-
ið í Höllinni. Þeir höfðu öll völd á
vellinum og náðu fjögurra marka
forskoti á auðveldan hátt.
Markvarsla Hauka var skelfileg
og sóknarleikurinn í molum.
Þeir náðu þó að taka sig á og
eftir klaufagang Valsmanna náðu
þeir að jafna leikinn. Í hálfleik var
staðan jöfn, 13-13, og æsispenn-
andi síðari hálfleikur fór í gang.
Jafnt var á öllum tölum, en í
stöðunni 20-20, skildust leiðir.
Haukar náðu þá mjög góðum kafla
og röðuðu inn mörkunum, á meðan
Valsmenn horfðu á Hafnarfjarð-
arliðið leika við hvern sinn fingur.
Valsmenn réttu úr kútnum undir
lok leiksins, en náðu ekki að brúa
fimm marka forskot Hauka nema
niður í tvö mörk. Lokatölur urðu
27-29 og liðin mætast í oddaleik á
sunnudaginn um það hverjir mæta
Fylki í úrslitum keppninnar.
„Við byrjuðum leikinn mjög
illa, sérstaklega í sókninni þar
sem við náðum ekki að nýta færin
okkar. Við vorum óákveðnir og
hreinlega hræddir, við hvað veit
ég ekki en okkur tókst smám
saman að vinna okkur inn í leik-
inn,“ sagði Páll Ólafsson, þjálfari
Hauka, eftir leikinn en hann var
mjög ánægður með baráttuna í lið-
inu. „Við náðum góðum kafla í síð-
ari hálfleik og eftir það var ekki
spurning hvor megin sigurinn
lenti. Ég var orðinn nokkuð sigur-
viss undir lokin og strákarnir náðu
að sýna hvað í þeim býr,“ sagði
Páll sem prísaði sig sælan yfir
sigrinum því að markmenn Hauka
vörðu aðeins níu skot í leiknum, en
Pálmar varði 24 í Valsmarkinu.
„Markvarslan var skelfileg
allan leikinn, það er gott að vinna
leik með svona markvörslu. Það
sýnir bara hversu vel við náðum
að leika gegn Valsliðinu. Við
ætlum okkur klárlega sigur í
þessu móti, eins og öllum þeim
mótum sem við tökum þátt í,“
sagði Páll Ólafsson.
hjalti@frettabladid.is
Haukar knúðu fram oddaleik
Haukar báru sigurorð af Valsmönnum í hörkuleik liðanna í deildabikar HSÍ
í Laugardalshöll í gærkvöldi. Þrátt fyrir að Pálmar Pétursson ætti stórleik í
marki Vals tókst Haukum að innbyrða tveggja marka sigur í lokin, 29-27.
TEKINN FÖSTUM TÖKUM Valsmaðurinn Ægir Jónsson kallar ekki allt ömmu sína. Hér er
hann í hörkubaráttu í leiknum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
FÓTBOLTI Í gærkvöldi var gengið
frá því að Stoke City er ekki leng-
ur í eigu Íslendinga. Samkomulag
náðist á milli íslensku hluthaf-
anna og Petar Coates um yfirtöku
þess síðarnefnda á félaginu.
„Í kjölfar viðræðna milli Stoke
Holding SA og Peter Coates,
stjórnanda Stoke City, hafa aðilar
komist að samkomulagi um að
herra Coates eignist meirihluta
Stoke Holding SA í Stoke City,“
sagði í yfirlýsingu félagsins í
gærkvöldi en viðræðurnar hafa
staðið um nokkurn tíma.
Hafin er vinna við að ganga
formlega frá sölunni en á vefsíðu
félagsins sagði einnig að báðir
aðilar málsins gerðu sér grein
fyrir hversu mikilvægt það væri-
fyrir félagið að ganga frá slíkum
samningi innan nokkurra vikna.
Íslensku stjórnendurnir munu nú
segja af sér og Coates tekur við
félaginu en sjö ár eru síðan
Magnús Kristinsson leiddi hóp
íslenskra fjárfesta til kaupanna á
Stoke. - hþh
Enska liðið Stoke City:
Íslendingar
selja félagið
GUNNAR ÞÓR GÍSLASON Stjórnarformaður-
inn hefur selt félagið.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM