Fréttablaðið - 06.05.2006, Síða 82
6. maí 2006 LAUGARDAGUR50
menning@frettabladid.is
Kl. 13.00
Nína Margrét Grímsdóttir og Sólveig
Anna Jónsdóttir halda tónleika í
Salnum og leika pianótónlist fyrir
tvo flytjendur eftir Fauré, Debussy
og Milhaud. Tónleikarnir eru fimmtu
og síðustu tónleikarnir í TKTK-röð-
inni (Tónleikaröð kennara Tónlistar-
skóla Kópavogs).
!
> Ekki missa af...
Geðveiku kaffihúsi á
vegum Hugarafls og
Vesturports í Hinu húsinu
frá kl. 12. Klikkaðar kökur
og geggjuð karnival-
stemning með þung-
lyndislegu ívafi. Meðal
þátttakenda verða Ingvar
E. Sigurðsson og Nína
Dögg Filippusdóttir.
Hljómsveitunum Ourlives,
Gavin Portland og Oak
Society á Grand Rokki í
kvöld kl. 22.
Leik- og söngverkinu Ten-
órnum sem sýnt verður í
Borgarleikhúsinu í kvöld í
tilefni af Hláturtíð.
Álfar, álög og tröll verða
í forgrunni á málþinginu
Einu sinni var... sem er
haldið í dag. Þingið er
helgað minningu Hallfreðar
Arnar Eiríkssonar og verða
þar flutt fjölmörg erindi
sem bregða ólíku ljósi á
heim ævintýranna.
Félag þjóðfræðinga á Íslandi
stendur fyrir málþinginu í sam-
vinnu við Þjóðminjasafn Íslands
og stofnun Árna Magnússonar á
Íslandi. „Okkur langar til að sýna
fólki hvað er hægt að nálgast
ævintýrin frá mörgum ólíkum
sjónarhornum, þannig við reyn-
um að hafa fyrirlestrana sem fjöl-
breyttasta,“ segir Aðalheiður
Guðmundsdóttir, íslenskufræð-
ingur og einn skipuleggjenda
málþingsins.
Í ævintýrum kennir ýmissa
grasa og Aðalheiður segir að á
málþinginu verði reynt að koma
inn á flest svið. „Það er hin félags-
lega hlið og sú sálfræðilega, við
komum inn á þýðingar og svo er
mjög spennandi erindi um kynja-
hlutverk í ævintýrum.“ Allir fyr-
irlesarar hafa lagt fyrir sig ævin-
týrarannsóknir á Íslandi og
Aðalheiður segir það hafa legið
beint við að helga dagskrána
minningu Hallfreðar Arnar
Eiríkssonar, fyrrum sérfræðings
á Árnastofnun, sem lést í fyrra.
„Hann safnaði um 300 ævintýrum
sem eru aðeins til á segulböndum
hér á Árnastofnun. Þetta er mikill
fjársjóður og sem dæmi má nefna
að Rósa Þorsteinsdóttir þjóðfræð-
ingur, sem heldur meðal annarra
fyrirlestur í dag, vinnur nánast
eingöngu úr þessum segulbands-
upptökum.“
Sjálf ætlar Aðalheiður að fjalla
um álög. „Þau eru óvenju algeng í
sögum okkar sem segir okkur að
álög hafi átt erindi við Íslendinga.
Þá vakna merkilegar spurningar
á borð við hvað bjó að baki; trúði
fólk að aðrir gætu ráðskast með
hug þeirra og hvernig eru álög
lögð á?“
Málþingið fer fram í fyrir-
lestrasal Þjóðminjasafnins og
stendur frá klukkan 13 til 16.45. Í
tengslum við málþingið verður
sett upp örsýning á munum sem
tengjast ævinýrum á einhvern
hátt, skráningu þeirra, útgáfu og
rannsóknum. Aðgangur er ókeyp-
is og allir eru velkomnir. Nánari
upplýsingar um dagskrána má
finna á vef Félags þjóðfræðinga:
akademia.is/thjodfraedingar.
bergsteinn@frettabladid.is
Ótal hliðar ævintýranna
AÐALHEIÐUR OG RÓSA Aðalheiður ætlar að fjalla um álög í sínu erindi en Rósa talar um ævintýri og sagnafólk. FRÉTTABLAÐIÐ/ HEIÐA
Yfir hundrað listamenn munu koma
fram á sérstakri fjölskylduhátíð sem
efnt verður til í Loftkastalanum í
dag. Hátíðin er haldin til styrktar
fólki sem misst hefur heimili sín í
flóðunum sem orðið hafa í Tékk-
landi á undanförnum mánuðum.
Anna Kristine Magnúsdóttir
stofnaði góðgerðarfyrirtækið
Neyðarhjálp úr norðri þegar
flóð brutust út í Tékklandi
fyrir níu árum en frá þeim
tíma hafa tvívegis orðið
alvarleg flóð í landinu
og hefur sama fólkið
misst heimili sín í þrí-
gang á stuttum tíma.
Nafn fyrirtækisins
var síðan lánað
tímabundið þegar
safnað var fyrir fórnarlömb flóða í Asíu.
Meðal þeirra sem koma fram í
dag eru Ragnheiður Gröndal, Rósa
Guðmundsdóttir, Bubbi Morthens,
Hjörleifur Valsson fiðluleikari, Snorri
Snorrason, South River band og
félagar úr Stúlknakór og Gospel-
systrum Reykjavíkur.
Miðaverð á hátíðina er 1.500
krónur og hefst miðasalan í
Loftkastalanum á hádegi en
ágóðinn rennur óskertur til
hjálparstarfsins.
Hjartahlý fjölskylduhátíð
RAGNHEIÐUR GRÖNDAL
Syngur á tónleikum til
styrktar bágstöddum
í Tékklandi.
FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR
Skuolfi
– samísk joikópera.
Einstök upplifun í leikhústjaldi
í sal Norræna hússins.
Laugardag 6. maí og sunnudag
7. maí kl 17:00 báða dagana.
Aðeins þessar tvær sýningar.
Miðaverð 2000 kr / stúdentar
og eldri borgarar 1000 kr.