Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.05.2006, Qupperneq 82

Fréttablaðið - 06.05.2006, Qupperneq 82
 6. maí 2006 LAUGARDAGUR50 menning@frettabladid.is Kl. 13.00 Nína Margrét Grímsdóttir og Sólveig Anna Jónsdóttir halda tónleika í Salnum og leika pianótónlist fyrir tvo flytjendur eftir Fauré, Debussy og Milhaud. Tónleikarnir eru fimmtu og síðustu tónleikarnir í TKTK-röð- inni (Tónleikaröð kennara Tónlistar- skóla Kópavogs). ! > Ekki missa af... Geðveiku kaffihúsi á vegum Hugarafls og Vesturports í Hinu húsinu frá kl. 12. Klikkaðar kökur og geggjuð karnival- stemning með þung- lyndislegu ívafi. Meðal þátttakenda verða Ingvar E. Sigurðsson og Nína Dögg Filippusdóttir. Hljómsveitunum Ourlives, Gavin Portland og Oak Society á Grand Rokki í kvöld kl. 22. Leik- og söngverkinu Ten- órnum sem sýnt verður í Borgarleikhúsinu í kvöld í tilefni af Hláturtíð. Álfar, álög og tröll verða í forgrunni á málþinginu Einu sinni var... sem er haldið í dag. Þingið er helgað minningu Hallfreðar Arnar Eiríkssonar og verða þar flutt fjölmörg erindi sem bregða ólíku ljósi á heim ævintýranna. Félag þjóðfræðinga á Íslandi stendur fyrir málþinginu í sam- vinnu við Þjóðminjasafn Íslands og stofnun Árna Magnússonar á Íslandi. „Okkur langar til að sýna fólki hvað er hægt að nálgast ævintýrin frá mörgum ólíkum sjónarhornum, þannig við reyn- um að hafa fyrirlestrana sem fjöl- breyttasta,“ segir Aðalheiður Guðmundsdóttir, íslenskufræð- ingur og einn skipuleggjenda málþingsins. Í ævintýrum kennir ýmissa grasa og Aðalheiður segir að á málþinginu verði reynt að koma inn á flest svið. „Það er hin félags- lega hlið og sú sálfræðilega, við komum inn á þýðingar og svo er mjög spennandi erindi um kynja- hlutverk í ævintýrum.“ Allir fyr- irlesarar hafa lagt fyrir sig ævin- týrarannsóknir á Íslandi og Aðalheiður segir það hafa legið beint við að helga dagskrána minningu Hallfreðar Arnar Eiríkssonar, fyrrum sérfræðings á Árnastofnun, sem lést í fyrra. „Hann safnaði um 300 ævintýrum sem eru aðeins til á segulböndum hér á Árnastofnun. Þetta er mikill fjársjóður og sem dæmi má nefna að Rósa Þorsteinsdóttir þjóðfræð- ingur, sem heldur meðal annarra fyrirlestur í dag, vinnur nánast eingöngu úr þessum segulbands- upptökum.“ Sjálf ætlar Aðalheiður að fjalla um álög. „Þau eru óvenju algeng í sögum okkar sem segir okkur að álög hafi átt erindi við Íslendinga. Þá vakna merkilegar spurningar á borð við hvað bjó að baki; trúði fólk að aðrir gætu ráðskast með hug þeirra og hvernig eru álög lögð á?“ Málþingið fer fram í fyrir- lestrasal Þjóðminjasafnins og stendur frá klukkan 13 til 16.45. Í tengslum við málþingið verður sett upp örsýning á munum sem tengjast ævinýrum á einhvern hátt, skráningu þeirra, útgáfu og rannsóknum. Aðgangur er ókeyp- is og allir eru velkomnir. Nánari upplýsingar um dagskrána má finna á vef Félags þjóðfræðinga: akademia.is/thjodfraedingar. bergsteinn@frettabladid.is Ótal hliðar ævintýranna AÐALHEIÐUR OG RÓSA Aðalheiður ætlar að fjalla um álög í sínu erindi en Rósa talar um ævintýri og sagnafólk. FRÉTTABLAÐIÐ/ HEIÐA Yfir hundrað listamenn munu koma fram á sérstakri fjölskylduhátíð sem efnt verður til í Loftkastalanum í dag. Hátíðin er haldin til styrktar fólki sem misst hefur heimili sín í flóðunum sem orðið hafa í Tékk- landi á undanförnum mánuðum. Anna Kristine Magnúsdóttir stofnaði góðgerðarfyrirtækið Neyðarhjálp úr norðri þegar flóð brutust út í Tékklandi fyrir níu árum en frá þeim tíma hafa tvívegis orðið alvarleg flóð í landinu og hefur sama fólkið misst heimili sín í þrí- gang á stuttum tíma. Nafn fyrirtækisins var síðan lánað tímabundið þegar safnað var fyrir fórnarlömb flóða í Asíu. Meðal þeirra sem koma fram í dag eru Ragnheiður Gröndal, Rósa Guðmundsdóttir, Bubbi Morthens, Hjörleifur Valsson fiðluleikari, Snorri Snorrason, South River band og félagar úr Stúlknakór og Gospel- systrum Reykjavíkur. Miðaverð á hátíðina er 1.500 krónur og hefst miðasalan í Loftkastalanum á hádegi en ágóðinn rennur óskertur til hjálparstarfsins. Hjartahlý fjölskylduhátíð RAGNHEIÐUR GRÖNDAL Syngur á tónleikum til styrktar bágstöddum í Tékklandi. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR Skuolfi – samísk joikópera. Einstök upplifun í leikhústjaldi í sal Norræna hússins. Laugardag 6. maí og sunnudag 7. maí kl 17:00 báða dagana. Aðeins þessar tvær sýningar. Miðaverð 2000 kr / stúdentar og eldri borgarar 1000 kr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.