Fréttablaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 10
10 6. maí 2006 LAUGARDAGUR
Nýtt sveitarfélag verður til í sumar með
sameiningu Siglufjarðarkaupstaðar og
Ólafsfjarðarbæjar. Samhliða kosningunum
27. maí næstkomandi verður gerð skoð-
anakönnun á meðal íbúa sveitarfélaganna
varðandi nafn á sameinað sveitarfélag en
ekki liggur fyrir hvaða nöfn verða í boði.
Samanlagður íbúafjöldi sveitarfélaganna
hinn 1. desember síðastliðinn var 2.298.
ÚRSLIT KOSNINGANNA 2002
Á Siglufirði fékk S-listinn, Siglufjarðarlist-
inn, hreinan meirihluta; fimm bæjarfull-
trúa. D-listi Sjálfstæðisflokks hlaut þrjá
bæjarfulltrúa og B-listi Framsóknarflokks
einn.
Í Ólafsfirði voru einungis tveir framboðs-
listar: K-listi sjálfstæðismanna og annarra
framfarasinnaðra Ólafsfirðinga og Ó-list-
inn, óháð framboð. Ó-listinn hlaut fjóra
bæjarfulltrúa en K-listinn þrjá.
Bæjarfulltrúar Siglufirði:
B-listi:
Skarphéðinn Guðmundsson
D-listi:
Haukur Ómarsson
Unnar Már Pétursson
Margrét Ósk Harðardóttir
S-listi:
Ólafur Kárason
Guðný Pálsdóttir
Sigurður Egill Rögnvaldsson
Guðrún Árnadóttir
Sigurður Jóhannesson
Bæjarstjóri: Runólfur Birgisson
Bæjarfulltrúar Ólafsfirði:
K-listi:
Ásgeir Logi Ásgeirsson
Snjólaug Ásta Sigurfinnsdóttir
Helgi Jónsson
Ó-listi:
Rögnvaldur Ingólfsson
Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir
Gunnar Reynir Kristinsson
Júlíanna Ingvadóttir
Bæjarstjóri: Stefanía Traustadóttir
KOSNINGAR 2006
Efstu menn B-listans:
1. Hermann Einarsson, innkaupastjóri
Siglufirði.
2. Birkir J. Jónsson, alþingism. Siglu-
firði.
3. Helga Jónsdóttir, starfsmaður Horn-
brekku Ólafsfirði.
4. Katrín Freysdóttir, fulltrúi Siglufirði.
5. Ásdís Pálmadóttir, umsjónamaður
dagvistar Ólafsfirði.
Efstu menn H-listans:
1. Jóna V. Héðinsd., aðst.skólastj.
Ólafsf..
2. Sigurður Egill Rögnvaldsson,
símsmíðameistari Siglufirði.
3. Bjarkey Gunnarsdóttir, kennari
Ólafsf.
4. Ólafur Kárason, byggingarm. Siglu-
firði.
5. Runólfur Birgisson, bæjarstjóri
Siglufirði
Efstu menn D-listans:
1. Jónína Magnúsdóttir skólastj.
Siglufirði.
2. Þorsteinn Ásgeirsson aðalbókari
SIGLUFJÖRÐUR/
ÓLAFSFJÖRÐUR
KOSNINGAR Meirihluti íbúa Siglu-
fjarðarkaupstaðar og Ólafsfjarð-
arbæjar samþykkti í vetur sam-
einingu sveitarfélaganna.
Íbúafjöldi nýja sveitarfélagsins
verður um 2.300 en þar af munu
um 1.350 búa á Siglufirði og um
950 í Ólafsfirði.
Framboðslistarnir eru þrír: B-
listi, listi Framsóknarflokks, H-
listi, listi félagshyggjufólks og
óháðra, og D-listinn, listi Sjálf-
stæðisflokks.
Kynjahlutföll og skipting milli
byggðarkjarna eru eins jöfn og
frekast er unnt hvað varðar efstu
sætin en á meðal fimm efstu fram-
bjóðendanna af öllum listunum
eru sjö konur og átta karlar; sjö
Ólafsfirðingar og átta Siglfirðing-
ar.
Fólksfækkun og tekjusam-
dráttur í kjölfarið hefur verið eitt
helsta vandamál beggja sveitarfé-
laga undanfarna áratugi. Á hálf-
um öðrum áratug, frá 1990 til
2005, fækkaði íbúum Siglufjarðar
um tæplega fjórðung; úr 1.815 í
1.352. Á sama árabili fækkaði
íbúum Ólafsfjarðar um tæp tut-
tugu prósent; úr 1.171 í 946.
Bæði sveitarfélögin eru tölu-
vert skuldsett en skuldir beggja
lækkuðu þó í fyrra og bæði skil-
uðu rekstrarafgangi.
Væntingar íbúanna til samein-
aðs sveitarfélags eru miklar og
því mikilvægt að sameiningar-
ferlið gangi áfallalítið fyrir sig.
Rannsóknarstofnun Háskólans á
Akureyri hefur lagt til að miðstöð
stjórnsýslu í sameinuðu sveitarfé-
lagi verði á Siglufirði og þar verði
skrifstofa bæjarstjóra og flestra
lykilstarfsmanna sveitarfélags-
ins. Engir ásteytingarsteinar
komu fram í undanfara samein-
ingarkosninganna og nýrrar bæj-
arstjórnar bíður það verk að
tryggja að þeir líti ekki dagsins
ljós. - kk
Siglfirðingar og Ólafsfirðingar kjósa saman í sveitarstjórn:
Sameinuð stöndum við
SIGLUFJÖRÐUR Miðstöð stjórnsýslu hins
nýja sameinaða sveitarfélags Siglufjarðar
og Ólafsfjarðar verður að öllum líkindum
á Siglufirði.
Jónína Magnúsdóttir D-lista:
Sameiningin mun efla okkur
Jónína Magnúsdóttir, skóla-
stjóri á Siglufirði, er efst á lista
Sjálfstæðisflokksins. Hún var
ekki í framboði 2002. Hún segir
stærsta verkefni nýrrar bæjar-
stjórnar að tryggja snurðulausa
sameiningu. „Fram
undan eru möguleikar
til hagræðingar í rekstri
og aukinnar þjónustu. Mik-
ilvægt er að við tileinkum okkur
þá hugsun að samhliða sameiningunni
verði samfélagsbreyting sem
nær að fullu fram að ganga
þegar göngin verða opnuð. Hug-
arfar okkar þarf að vera jákvætt
því sameiningin á eftir að efla
okkur á margan hátt.“
Atvinna er undirstaða
byggðar og sjálfstæðismenn
ætla að stuðla að því að skapa
atvinnulífinu aðstæður til að
blómstra. „Án atvinnu vill enginn búa á
þessum stöðum,“ segir Jónína.
Hermann Einarsson,
innkaupastjóri á
Siglufirði, leiðir lista
Framsóknarflokks-
ins. Hann flutti til
Siglufjarðar á ný fyrir
tveimur árum.
„Þegar ég kom
aftur sá ég að
ýmislegt mætti
betur fara í stjórn bæjarins. Þess vegna
fór ég í framboð og ætla að leggja mitt
af mörkum til að bæta þar úr.“
Hann segir framsóknarmenn leggja
höfuðáherslu á atvinnumál í kosning-
unum, ásamt því að sameiningin gangi
áfallalaust fyrir sig. „Við viljum auka
fjölbreytni í atvinnulífinu og viljum
tryggja að hagsmunir íbúa beggja
sveitarfélaga verði hafðir að leiðarljósi.
Við erum í framboði til að vinna fyrir
og með fólkinu á báðum stöðum en á
það hefur töluvert vantað, að minnsta
kosti hér á Siglufirði,“ segir Hermann.
Hermann Einarsson B-lista:
Í framboði
fyrir fólkið
Jóna Vilhelmína Héð-
insdóttir, aðstoðar-
skólastjóri í Ólafsfirði,
er í efsta sæti H-lista,
lista félagshyggju-
fólks og óháðra, en
hún skipaði efsta
sæti Ó-listans í Ólafs-
firði 2002. Hún segir
listann leggja mikla
áherslu á að efla atvinnulíf á báðum
stöðum. „Við viljum fá framhaldsskóla
í sveitarfélagið en það yrði mikilvæg
þjónustubót og myndi fjölga störfum.“
Jóna segir rekstur beggja sveitarfélaga
hafa batnað á undanförnum árum og
segir H-listann stefna á að gera enn
betur í þeim efnum. „Þar til göngin
verða tekin í notkun viljum við að
Vegagerðin tryggi að Lágheiði verði
greiðfær eins og frekast er unnt. Þá vill
H-listinn bæta nýtingu íþróttamann-
virkja og forðast að byggja upp svipuð
mannvirki á báðum stöðum.“
Jóna V. Héðinsdóttir H-lista:
Viljum fá
framhaldsskóla
LIFANDI TEIKNIMYNDAFÍGÚRA Ferðamenn-
irnir stóðu afar kurteisir í biðröð til að fá að
taka mynd af þessari ungu stúlku, sem var
klædd eins og japönsk teiknimyndafígúra
á teiknimyndahátíð sem haldin var í Tókýó
fyrir helgi. Þúsundir manna sóttu hátíðina.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Siglufjörður
og Ólafsfjörður
SVEITARSTJÓRNAR-
KOSNINGAR
2006
Kópavogsbúar!
Samfylkingin í Kópavogi opnar kosningamiðstöð sína í
Hamraborg 10 kl. 15.00 í dag laugardag.
VIÐ BJÓÐUM TIL VEISLU!
grillblöðrur sápukúlur ferskir
ávextir
gos
NOREGUR, AP Norsk stjórnvöld hafa
keypt lénsnafnið smk.no af stjórn-
málamanninum Allan Strand til
þess að koma í veg fyrir að við-
væmar uplýsingar, sem ætlaðar
eru forsætisráðherranum Jens
Stoltenberg, lendi í tölvupóstfangi
Strands.
Strand, sem er félagi í norska
Framfaraflokknum, á fyrirtæki
sem heitir Skandinavisk Miniatyr
Kulelager og notar veffangið smk.
no, en skrifstofa forsætisráðherr-
ans, eða „Statsministerens kont-
or,“ er með vefslóðina smk.dep.no.
Strand hefur í það minnsta einu
sinni lekið trúnaðarupplýsingun-
um til fjölmiðla. - gb
Allur er varinn góður:
Stoltenberg
stöðvar netleka
LÖGREGLUMÁL Leit lögreglu að
gerendum í þremur ofbeldismál-
um gegn ungum stúlkum hefur
enn engan árangur borið, að sögn
Harðar Jóhannessonar yfirlög-
regluþjóns í Reykjavík.
Í einu málanna varð fimmtán
ára stúlka fyrir hrottalegri árás
við Holtaveg í Laugardal. Árás-
armaðurinn var vopnaður hafna-
boltakylfu og lét höggin dynja á
stúlkunni, meðal annars höfði
hennar. Stúlkan féll til jarðar,
þegar maðurinn réðst á hana og
hrifsaði af henni svarta íþrótta-
tösku sem hún hafði meðferðis. Í
töskunni voru einungis íþrótta-
föt. Hann flúði síðan á hlaupum í
átt að skautahöllinni Laugardal.
Stúlkan var flutt á sjúkrahús til
skoðunar og reyndist hún óbrot-
in en talsvert marin.
Í öðru málanna var um að
ræða 19 ára stúlku, sem ber að
tveir menn hafi stöðvað hana á
leið hennar til Mosfellsbæjar um
mánaðamótin mars/apríl. Annar
þeirra hafi rotað hana og hafi
hún vaknað við að hann var að
reyna að nauðga henni í aftur-
sæti bifreiðarinnar meðan hinn
maðurinn ók henni út fyrir
bæinn.
Í þriðja tilvikinu var um að
ræða stúlku sem var að bíða eftir
strætó á Sogavegi, þegar maður
veittist að henni og áreitti hana
alvarlega, áður en hún slapp frá
honum.
- jss
VESTURLANDSVEGUR Ein stúlknanna var á
leið í Mosfellsbæ þegar ráðist var á hana.
Þrjú árásarmál hjá lögreglunni í Reykjavík enn óupplýst:
Ofbeldismenn eru ófundnir