Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.05.2006, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 06.05.2006, Qupperneq 10
10 6. maí 2006 LAUGARDAGUR Nýtt sveitarfélag verður til í sumar með sameiningu Siglufjarðarkaupstaðar og Ólafsfjarðarbæjar. Samhliða kosningunum 27. maí næstkomandi verður gerð skoð- anakönnun á meðal íbúa sveitarfélaganna varðandi nafn á sameinað sveitarfélag en ekki liggur fyrir hvaða nöfn verða í boði. Samanlagður íbúafjöldi sveitarfélaganna hinn 1. desember síðastliðinn var 2.298. ÚRSLIT KOSNINGANNA 2002 Á Siglufirði fékk S-listinn, Siglufjarðarlist- inn, hreinan meirihluta; fimm bæjarfull- trúa. D-listi Sjálfstæðisflokks hlaut þrjá bæjarfulltrúa og B-listi Framsóknarflokks einn. Í Ólafsfirði voru einungis tveir framboðs- listar: K-listi sjálfstæðismanna og annarra framfarasinnaðra Ólafsfirðinga og Ó-list- inn, óháð framboð. Ó-listinn hlaut fjóra bæjarfulltrúa en K-listinn þrjá. Bæjarfulltrúar Siglufirði: B-listi: Skarphéðinn Guðmundsson D-listi: Haukur Ómarsson Unnar Már Pétursson Margrét Ósk Harðardóttir S-listi: Ólafur Kárason Guðný Pálsdóttir Sigurður Egill Rögnvaldsson Guðrún Árnadóttir Sigurður Jóhannesson Bæjarstjóri: Runólfur Birgisson Bæjarfulltrúar Ólafsfirði: K-listi: Ásgeir Logi Ásgeirsson Snjólaug Ásta Sigurfinnsdóttir Helgi Jónsson Ó-listi: Rögnvaldur Ingólfsson Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir Gunnar Reynir Kristinsson Júlíanna Ingvadóttir Bæjarstjóri: Stefanía Traustadóttir KOSNINGAR 2006 Efstu menn B-listans: 1. Hermann Einarsson, innkaupastjóri Siglufirði. 2. Birkir J. Jónsson, alþingism. Siglu- firði. 3. Helga Jónsdóttir, starfsmaður Horn- brekku Ólafsfirði. 4. Katrín Freysdóttir, fulltrúi Siglufirði. 5. Ásdís Pálmadóttir, umsjónamaður dagvistar Ólafsfirði. Efstu menn H-listans: 1. Jóna V. Héðinsd., aðst.skólastj. Ólafsf.. 2. Sigurður Egill Rögnvaldsson, símsmíðameistari Siglufirði. 3. Bjarkey Gunnarsdóttir, kennari Ólafsf. 4. Ólafur Kárason, byggingarm. Siglu- firði. 5. Runólfur Birgisson, bæjarstjóri Siglufirði Efstu menn D-listans: 1. Jónína Magnúsdóttir skólastj. Siglufirði. 2. Þorsteinn Ásgeirsson aðalbókari SIGLUFJÖRÐUR/ ÓLAFSFJÖRÐUR KOSNINGAR Meirihluti íbúa Siglu- fjarðarkaupstaðar og Ólafsfjarð- arbæjar samþykkti í vetur sam- einingu sveitarfélaganna. Íbúafjöldi nýja sveitarfélagsins verður um 2.300 en þar af munu um 1.350 búa á Siglufirði og um 950 í Ólafsfirði. Framboðslistarnir eru þrír: B- listi, listi Framsóknarflokks, H- listi, listi félagshyggjufólks og óháðra, og D-listinn, listi Sjálf- stæðisflokks. Kynjahlutföll og skipting milli byggðarkjarna eru eins jöfn og frekast er unnt hvað varðar efstu sætin en á meðal fimm efstu fram- bjóðendanna af öllum listunum eru sjö konur og átta karlar; sjö Ólafsfirðingar og átta Siglfirðing- ar. Fólksfækkun og tekjusam- dráttur í kjölfarið hefur verið eitt helsta vandamál beggja sveitarfé- laga undanfarna áratugi. Á hálf- um öðrum áratug, frá 1990 til 2005, fækkaði íbúum Siglufjarðar um tæplega fjórðung; úr 1.815 í 1.352. Á sama árabili fækkaði íbúum Ólafsfjarðar um tæp tut- tugu prósent; úr 1.171 í 946. Bæði sveitarfélögin eru tölu- vert skuldsett en skuldir beggja lækkuðu þó í fyrra og bæði skil- uðu rekstrarafgangi. Væntingar íbúanna til samein- aðs sveitarfélags eru miklar og því mikilvægt að sameiningar- ferlið gangi áfallalítið fyrir sig. Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri hefur lagt til að miðstöð stjórnsýslu í sameinuðu sveitarfé- lagi verði á Siglufirði og þar verði skrifstofa bæjarstjóra og flestra lykilstarfsmanna sveitarfélags- ins. Engir ásteytingarsteinar komu fram í undanfara samein- ingarkosninganna og nýrrar bæj- arstjórnar bíður það verk að tryggja að þeir líti ekki dagsins ljós. - kk Siglfirðingar og Ólafsfirðingar kjósa saman í sveitarstjórn: Sameinuð stöndum við SIGLUFJÖRÐUR Miðstöð stjórnsýslu hins nýja sameinaða sveitarfélags Siglufjarðar og Ólafsfjarðar verður að öllum líkindum á Siglufirði. Jónína Magnúsdóttir D-lista: Sameiningin mun efla okkur Jónína Magnúsdóttir, skóla- stjóri á Siglufirði, er efst á lista Sjálfstæðisflokksins. Hún var ekki í framboði 2002. Hún segir stærsta verkefni nýrrar bæjar- stjórnar að tryggja snurðulausa sameiningu. „Fram undan eru möguleikar til hagræðingar í rekstri og aukinnar þjónustu. Mik- ilvægt er að við tileinkum okkur þá hugsun að samhliða sameiningunni verði samfélagsbreyting sem nær að fullu fram að ganga þegar göngin verða opnuð. Hug- arfar okkar þarf að vera jákvætt því sameiningin á eftir að efla okkur á margan hátt.“ Atvinna er undirstaða byggðar og sjálfstæðismenn ætla að stuðla að því að skapa atvinnulífinu aðstæður til að blómstra. „Án atvinnu vill enginn búa á þessum stöðum,“ segir Jónína. Hermann Einarsson, innkaupastjóri á Siglufirði, leiðir lista Framsóknarflokks- ins. Hann flutti til Siglufjarðar á ný fyrir tveimur árum. „Þegar ég kom aftur sá ég að ýmislegt mætti betur fara í stjórn bæjarins. Þess vegna fór ég í framboð og ætla að leggja mitt af mörkum til að bæta þar úr.“ Hann segir framsóknarmenn leggja höfuðáherslu á atvinnumál í kosning- unum, ásamt því að sameiningin gangi áfallalaust fyrir sig. „Við viljum auka fjölbreytni í atvinnulífinu og viljum tryggja að hagsmunir íbúa beggja sveitarfélaga verði hafðir að leiðarljósi. Við erum í framboði til að vinna fyrir og með fólkinu á báðum stöðum en á það hefur töluvert vantað, að minnsta kosti hér á Siglufirði,“ segir Hermann. Hermann Einarsson B-lista: Í framboði fyrir fólkið Jóna Vilhelmína Héð- insdóttir, aðstoðar- skólastjóri í Ólafsfirði, er í efsta sæti H-lista, lista félagshyggju- fólks og óháðra, en hún skipaði efsta sæti Ó-listans í Ólafs- firði 2002. Hún segir listann leggja mikla áherslu á að efla atvinnulíf á báðum stöðum. „Við viljum fá framhaldsskóla í sveitarfélagið en það yrði mikilvæg þjónustubót og myndi fjölga störfum.“ Jóna segir rekstur beggja sveitarfélaga hafa batnað á undanförnum árum og segir H-listann stefna á að gera enn betur í þeim efnum. „Þar til göngin verða tekin í notkun viljum við að Vegagerðin tryggi að Lágheiði verði greiðfær eins og frekast er unnt. Þá vill H-listinn bæta nýtingu íþróttamann- virkja og forðast að byggja upp svipuð mannvirki á báðum stöðum.“ Jóna V. Héðinsdóttir H-lista: Viljum fá framhaldsskóla LIFANDI TEIKNIMYNDAFÍGÚRA Ferðamenn- irnir stóðu afar kurteisir í biðröð til að fá að taka mynd af þessari ungu stúlku, sem var klædd eins og japönsk teiknimyndafígúra á teiknimyndahátíð sem haldin var í Tókýó fyrir helgi. Þúsundir manna sóttu hátíðina. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Siglufjörður og Ólafsfjörður SVEITARSTJÓRNAR- KOSNINGAR 2006 Kópavogsbúar! Samfylkingin í Kópavogi opnar kosningamiðstöð sína í Hamraborg 10 kl. 15.00 í dag laugardag. VIÐ BJÓÐUM TIL VEISLU! grillblöðrur sápukúlur ferskir ávextir gos NOREGUR, AP Norsk stjórnvöld hafa keypt lénsnafnið smk.no af stjórn- málamanninum Allan Strand til þess að koma í veg fyrir að við- væmar uplýsingar, sem ætlaðar eru forsætisráðherranum Jens Stoltenberg, lendi í tölvupóstfangi Strands. Strand, sem er félagi í norska Framfaraflokknum, á fyrirtæki sem heitir Skandinavisk Miniatyr Kulelager og notar veffangið smk. no, en skrifstofa forsætisráðherr- ans, eða „Statsministerens kont- or,“ er með vefslóðina smk.dep.no. Strand hefur í það minnsta einu sinni lekið trúnaðarupplýsingun- um til fjölmiðla. - gb Allur er varinn góður: Stoltenberg stöðvar netleka LÖGREGLUMÁL Leit lögreglu að gerendum í þremur ofbeldismál- um gegn ungum stúlkum hefur enn engan árangur borið, að sögn Harðar Jóhannessonar yfirlög- regluþjóns í Reykjavík. Í einu málanna varð fimmtán ára stúlka fyrir hrottalegri árás við Holtaveg í Laugardal. Árás- armaðurinn var vopnaður hafna- boltakylfu og lét höggin dynja á stúlkunni, meðal annars höfði hennar. Stúlkan féll til jarðar, þegar maðurinn réðst á hana og hrifsaði af henni svarta íþrótta- tösku sem hún hafði meðferðis. Í töskunni voru einungis íþrótta- föt. Hann flúði síðan á hlaupum í átt að skautahöllinni Laugardal. Stúlkan var flutt á sjúkrahús til skoðunar og reyndist hún óbrot- in en talsvert marin. Í öðru málanna var um að ræða 19 ára stúlku, sem ber að tveir menn hafi stöðvað hana á leið hennar til Mosfellsbæjar um mánaðamótin mars/apríl. Annar þeirra hafi rotað hana og hafi hún vaknað við að hann var að reyna að nauðga henni í aftur- sæti bifreiðarinnar meðan hinn maðurinn ók henni út fyrir bæinn. Í þriðja tilvikinu var um að ræða stúlku sem var að bíða eftir strætó á Sogavegi, þegar maður veittist að henni og áreitti hana alvarlega, áður en hún slapp frá honum. - jss VESTURLANDSVEGUR Ein stúlknanna var á leið í Mosfellsbæ þegar ráðist var á hana. Þrjú árásarmál hjá lögreglunni í Reykjavík enn óupplýst: Ofbeldismenn eru ófundnir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.