Fréttablaðið - 06.05.2006, Qupperneq 86
Breska hljómsveitin Supergrass
kemur fram á tónlistarhátíðinni
Reykjavík Trópík sem fer fram 2.
til 4. júní í Skeifunni fyrir framan
Aðalbyggingu Háskóla Íslands.
Supergrass hefur allt síðan
fyrsta plata hljómsveitarinnar, I
Should Coco sem kom út árið
1995, átt sér tryggan samastað í
hugum tónlistaráhugamanna um
heim allan. Nú rúmum tíu árum
síðar hefur nýjasta plata þeirra,
Road to Rouen, átt góðu gengi að
fagna.
Hermigervill, The Foghorns
og Flís & Bogomil Font hafa einn-
ig bæst í hóp þeirra sem munu
koma fram á hátíðinni.
Áður höfðu staðfest komu sína:
Apparat Organ Kvartett, Bang
Gang, Benni Hemm Hemm, Cynic
Guru, Daníel Ágúst, Dr. Spock,
ESG, Forgotten Lores, Ghostigi-
tal, Girls In Hawaii, Jakobínarína,
Jan Mayen, Jeff Who?, Kimono,
Leaves, Nortón, President Bongo
(GusGus DJ Set), Skátar, Stillupp-
steypa og Úlpa.
Miðasala á tónlistarhátíðina
hefst eftir helgina á midi.is.
Supergrass mætir til leiks á Reykjavík Trópik
SUPERGRASS Hljómsveitin Supergrass
spilar á Íslandi í byrjun næsta mánaðar.
Í húsnæði Marels í Garðabæ er nú
í gangi sýning á lokaverkefnum
nemenda í fata- og textílhönnun
og myndlist við Fjölbrautaskólann
í Garðabæ. Verk eftir hina tvítugu
Elísabetu Sveinbjörnsdóttur, sem
gengur dagsdaglega undir nafn-
inu Lísa, hefur þar vakið mikla
athygli en hún sýnir þrjá kjóla
sem hannaðir eru með Þjóðleik-
húsið að fyrirmynd. „Þema loka-
verkefnisins var arkitektúr á
Íslandi og áttum við að leita inn-
blásturs í einhverri ákveðinni
byggingu og hafa bæði innra og
ytra rýmið að leiðarljósi fyrir
fatalínu,“ segir Lísa en glöggt má
sjá hvernig útlit leikhússins
speglast í línum kjólanna sem og
litavalinu. „Kjólarnir minna líka á
leikhúsið á þann hátt að þeir eru
ögrandi eins og leiklistin sjálf og
þannig endurspegla þeir einnig
lífið í byggingunni,“ segir Lísa en
bendir jafnframt á að kjólanrnir
séu samt varla nothæfir þar sem
þeir eru mjög skúlptúrlegir og
ýktir. Aðrar byggingar sem nem-
endurnir völdu sér voru t.d. Orku-
veituhúsið og Gamla Eimskips-
húsið.
Sjálf stefnir Lísa á áframhald-
andi nám í fatahönnun á danskri
grund en fyrst ætlar hún að taka
sér árs frí og vinna sér inn smá
pening.
„Ég hef lengi haft mikinn áhuga
á hönnun svo það kemur ekkert
annað til greina en að ég fari í
áframhaldandi nám á þessu sviði,“
segir Lísa sem hefur gaman af því
að setja fötin sín saman á óvenju-
legan hátt. „Vinir mínir kalla mig
oft Silvíu Nótt í gríni þar sem ég
hef í mörg ár klætt mig mjög flipp-
að. Mér leiðist að ganga í venju-
legum fötum,“ segir Lísa en segist
þó ekki vera alveg eins ýkt í fata-
valinu og Silvía Nótt. Fatnað Lísu
og verk hinna nemendanna má sjá
fram á sunnudag en sýningin er
opin frá kl. 10-16. - snæ
Þjóðleikhúsið var inn-
blásturinn fyrir kjólana
EFNILEGUR HÖNNUÐUR Lísa leitaði innblásturs í Þjóðleikhúsið í lokaverkefni sínu í fata- og
textílhönnun við FG. Línur og litir kjólanna minna óneitanlega á Þjóðleikhúsið og þeir eru
einnig ögrandi eins og leiklistin sjálf. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Hið árlega voruppboð óskiladeild-
ar lögreglunnar í Reykjavík verð-
ur haldið á laugardag. Að venju er
nóg af hlutum sem hægt verður
að bjóða í en uppboðið byrjar kl.
14.30 í portinu við Borgartún 7.
„Við erum með um 230 reiðhjól og
170 hluti,“ segir Benedikt H.
Benediktsson, yfirmaður rekstr-
ardeildar lögreglunnar. Að hans
sögn er þetta svipað magn af hjól-
um og síðustu ár en reiðhjólin eru
af öllum stærðum og gerðum. „Þá
verður boðið upp stykki úr horn-
sófa, þetta er svona hornstykki úr
leðri og hefur líklega dottið af
vörubíl sem hefur verið að flytja
sófann á milli staða. Síðan erum
við með mikið af verkfærum, hjól-
börðum, felgum, sjónvörpum og
bílaútvörpum, svo eitthvað sé
nefnt,“ segir Benedikt. Einnig er
eitthvað um óskilafatnað sem skil-
inn hefur verið eftir á hótelum
borgarinnar og skartgripir eru
einnig nokkrir.
Hvað verðið á þessum hlutum
varðar er það svo gott að það er
aldrei neinn afgangur. „Nei, á
uppboðum selst alltaf allt upp,“
segir Benedikt. Rétt er að minna
þá sem sakna einhvers á það að
síðasti séns er að leita eigna sinna
hjá lögreglunni því allir þeir
týndu hlutir sem eru í vörslu lög-
reglunnar eignast nýja eigendur á
laugardaginn.
- snæ
Reyfarakaup á reiðhjólum
ÝMISLEGT TIL Stykki úr hornsófa, verkfæri og sjónvörp eru meðal þess sem boðið verður
upp hjá lögreglunni í Reykjavík
SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500
400 kr. í bíó!
Gildir á allar sýningar í
Regnboganum merktar með rauðu
INSIDE MAN kl. 8 og 10.25 B.I. 16 ÁRA
RAUÐHETTA M/ÍSL. TALI kl. 2, (400 KR.) 4 og 6
ÍSÖLD 2 M/ÍSL. TALI kl. 2, (400 KR.) 4 og 6
LUCKY NUMBER SLEVIN kl. 8 og 10 B.I. 16 ÁRA
RAUÐHETTA M/ENSKU TALI kl. 3, 6, 8 og 10
RAUÐHETTA M/ÍSLENSKU TALI kl. 3 og 6
PRIME kl. 3, 5.30, 8 og 10.30
THE HILLS HAVE EYES kl. 8 og 10.30 B.I. 16 ÁRA
WHEN A STRANGER CALLS kl. 3, 6, 8 og 10 B.I. 16 ÁRA
MISSION IMPOSSIBLE 3 kl. 3.20, 6, 9 og 11.40
SÝND Í LÚXUS kl. 3.20, 6, 9 og 11.40
RAUÐHETTA M/ENSKU TALI kl. 2, 4, 6, 8 og 10
RAUÐHETTA M/ÍSLENSKU TALI kl. 2, 4 og 6
PRIME kl. 8 og 10.30
THE HILLS HAVE EYES kl. 10 B.I. 16 ÁRA
ICE AGE 2 M/ENSKU TALI kl. 8
ÍSÖLD 2 M/ÍSLENSKU TALI kl. 2, 4 og 6
Mannbætandi og þrælfyndin
rómantísk gamanmynd með
Uma Thurman og Meryl
Streep í fantaformi!
„Ég var ónýtur eftir
myndina. Hún var
svo fyndin“
- Svali á FM957
EIN FYNDNASTA MYND ÁRSINS
SEM ENGIN MÁ MISSA AF!
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
Birgitta Haukdal fer á
kostum sem Rauðhetta
í íslensku talsetningunni
ÓHUGNANLEGASTA MYND ÁRSINS!
FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA
HVAÐ SEM ÞÚ GERIR,
EKKI SVARA Í SÍMANN!
- SV, MBL - LIB, Topp5.isSÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
STÆRSTA MYND ÁRSINS
- VJV, Topp5.is
- HJ MBL
- JÞP Blaðið
- Ó.Ö.H. - DV
- SV - MBL
- LIB. - TOPP5.IS
STRANGLEGA BÖNN
UÐ
INNAN 16 ÁRA
DYRAVERÐIR VIÐ
SALINN!
FYRSTA STÓRMYND SUMARSINS ER KOMIN!
AF MÖRGUM TALIN VERA BESTA MISSION
IMPOSSIBLE MYNDIN TIL ÞESSA!
DOLBY DIGITAL
POWER
SÝNING Í SMÁR
ABÍÓ
KL. 23.40