Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.05.2006, Qupperneq 86

Fréttablaðið - 06.05.2006, Qupperneq 86
Breska hljómsveitin Supergrass kemur fram á tónlistarhátíðinni Reykjavík Trópík sem fer fram 2. til 4. júní í Skeifunni fyrir framan Aðalbyggingu Háskóla Íslands. Supergrass hefur allt síðan fyrsta plata hljómsveitarinnar, I Should Coco sem kom út árið 1995, átt sér tryggan samastað í hugum tónlistaráhugamanna um heim allan. Nú rúmum tíu árum síðar hefur nýjasta plata þeirra, Road to Rouen, átt góðu gengi að fagna. Hermigervill, The Foghorns og Flís & Bogomil Font hafa einn- ig bæst í hóp þeirra sem munu koma fram á hátíðinni. Áður höfðu staðfest komu sína: Apparat Organ Kvartett, Bang Gang, Benni Hemm Hemm, Cynic Guru, Daníel Ágúst, Dr. Spock, ESG, Forgotten Lores, Ghostigi- tal, Girls In Hawaii, Jakobínarína, Jan Mayen, Jeff Who?, Kimono, Leaves, Nortón, President Bongo (GusGus DJ Set), Skátar, Stillupp- steypa og Úlpa. Miðasala á tónlistarhátíðina hefst eftir helgina á midi.is. Supergrass mætir til leiks á Reykjavík Trópik SUPERGRASS Hljómsveitin Supergrass spilar á Íslandi í byrjun næsta mánaðar. Í húsnæði Marels í Garðabæ er nú í gangi sýning á lokaverkefnum nemenda í fata- og textílhönnun og myndlist við Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Verk eftir hina tvítugu Elísabetu Sveinbjörnsdóttur, sem gengur dagsdaglega undir nafn- inu Lísa, hefur þar vakið mikla athygli en hún sýnir þrjá kjóla sem hannaðir eru með Þjóðleik- húsið að fyrirmynd. „Þema loka- verkefnisins var arkitektúr á Íslandi og áttum við að leita inn- blásturs í einhverri ákveðinni byggingu og hafa bæði innra og ytra rýmið að leiðarljósi fyrir fatalínu,“ segir Lísa en glöggt má sjá hvernig útlit leikhússins speglast í línum kjólanna sem og litavalinu. „Kjólarnir minna líka á leikhúsið á þann hátt að þeir eru ögrandi eins og leiklistin sjálf og þannig endurspegla þeir einnig lífið í byggingunni,“ segir Lísa en bendir jafnframt á að kjólanrnir séu samt varla nothæfir þar sem þeir eru mjög skúlptúrlegir og ýktir. Aðrar byggingar sem nem- endurnir völdu sér voru t.d. Orku- veituhúsið og Gamla Eimskips- húsið. Sjálf stefnir Lísa á áframhald- andi nám í fatahönnun á danskri grund en fyrst ætlar hún að taka sér árs frí og vinna sér inn smá pening. „Ég hef lengi haft mikinn áhuga á hönnun svo það kemur ekkert annað til greina en að ég fari í áframhaldandi nám á þessu sviði,“ segir Lísa sem hefur gaman af því að setja fötin sín saman á óvenju- legan hátt. „Vinir mínir kalla mig oft Silvíu Nótt í gríni þar sem ég hef í mörg ár klætt mig mjög flipp- að. Mér leiðist að ganga í venju- legum fötum,“ segir Lísa en segist þó ekki vera alveg eins ýkt í fata- valinu og Silvía Nótt. Fatnað Lísu og verk hinna nemendanna má sjá fram á sunnudag en sýningin er opin frá kl. 10-16. - snæ Þjóðleikhúsið var inn- blásturinn fyrir kjólana EFNILEGUR HÖNNUÐUR Lísa leitaði innblásturs í Þjóðleikhúsið í lokaverkefni sínu í fata- og textílhönnun við FG. Línur og litir kjólanna minna óneitanlega á Þjóðleikhúsið og þeir eru einnig ögrandi eins og leiklistin sjálf. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hið árlega voruppboð óskiladeild- ar lögreglunnar í Reykjavík verð- ur haldið á laugardag. Að venju er nóg af hlutum sem hægt verður að bjóða í en uppboðið byrjar kl. 14.30 í portinu við Borgartún 7. „Við erum með um 230 reiðhjól og 170 hluti,“ segir Benedikt H. Benediktsson, yfirmaður rekstr- ardeildar lögreglunnar. Að hans sögn er þetta svipað magn af hjól- um og síðustu ár en reiðhjólin eru af öllum stærðum og gerðum. „Þá verður boðið upp stykki úr horn- sófa, þetta er svona hornstykki úr leðri og hefur líklega dottið af vörubíl sem hefur verið að flytja sófann á milli staða. Síðan erum við með mikið af verkfærum, hjól- börðum, felgum, sjónvörpum og bílaútvörpum, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Benedikt. Einnig er eitthvað um óskilafatnað sem skil- inn hefur verið eftir á hótelum borgarinnar og skartgripir eru einnig nokkrir. Hvað verðið á þessum hlutum varðar er það svo gott að það er aldrei neinn afgangur. „Nei, á uppboðum selst alltaf allt upp,“ segir Benedikt. Rétt er að minna þá sem sakna einhvers á það að síðasti séns er að leita eigna sinna hjá lögreglunni því allir þeir týndu hlutir sem eru í vörslu lög- reglunnar eignast nýja eigendur á laugardaginn. - snæ Reyfarakaup á reiðhjólum ÝMISLEGT TIL Stykki úr hornsófa, verkfæri og sjónvörp eru meðal þess sem boðið verður upp hjá lögreglunni í Reykjavík SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 400 kr. í bíó! Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu INSIDE MAN kl. 8 og 10.25 B.I. 16 ÁRA RAUÐHETTA M/ÍSL. TALI kl. 2, (400 KR.) 4 og 6 ÍSÖLD 2 M/ÍSL. TALI kl. 2, (400 KR.) 4 og 6 LUCKY NUMBER SLEVIN kl. 8 og 10 B.I. 16 ÁRA RAUÐHETTA M/ENSKU TALI kl. 3, 6, 8 og 10 RAUÐHETTA M/ÍSLENSKU TALI kl. 3 og 6 PRIME kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 THE HILLS HAVE EYES kl. 8 og 10.30 B.I. 16 ÁRA WHEN A STRANGER CALLS kl. 3, 6, 8 og 10 B.I. 16 ÁRA MISSION IMPOSSIBLE 3 kl. 3.20, 6, 9 og 11.40 SÝND Í LÚXUS kl. 3.20, 6, 9 og 11.40 RAUÐHETTA M/ENSKU TALI kl. 2, 4, 6, 8 og 10 RAUÐHETTA M/ÍSLENSKU TALI kl. 2, 4 og 6 PRIME kl. 8 og 10.30 THE HILLS HAVE EYES kl. 10 B.I. 16 ÁRA ICE AGE 2 M/ENSKU TALI kl. 8 ÍSÖLD 2 M/ÍSLENSKU TALI kl. 2, 4 og 6 Mannbætandi og þrælfyndin rómantísk gamanmynd með Uma Thurman og Meryl Streep í fantaformi! „Ég var ónýtur eftir myndina. Hún var svo fyndin“ - Svali á FM957 EIN FYNDNASTA MYND ÁRSINS SEM ENGIN MÁ MISSA AF! SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI Birgitta Haukdal fer á kostum sem Rauðhetta í íslensku talsetningunni ÓHUGNANLEGASTA MYND ÁRSINS! FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA HVAÐ SEM ÞÚ GERIR, EKKI SVARA Í SÍMANN! - SV, MBL - LIB, Topp5.isSÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI STÆRSTA MYND ÁRSINS - VJV, Topp5.is - HJ MBL - JÞP Blaðið - Ó.Ö.H. - DV - SV - MBL - LIB. - TOPP5.IS STRANGLEGA BÖNN UÐ INNAN 16 ÁRA DYRAVERÐIR VIÐ SALINN! FYRSTA STÓRMYND SUMARSINS ER KOMIN! AF MÖRGUM TALIN VERA BESTA MISSION IMPOSSIBLE MYNDIN TIL ÞESSA! DOLBY DIGITAL POWER SÝNING Í SMÁR ABÍÓ KL. 23.40
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.