Fréttablaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 94
 6. maí 2006 LAUGARDAGUR62 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 NÚNA BÚIÐ Megrunarlausi dagurinn er í dag en hann er alþjóðlegur baráttudag- ur gegn megrun, átröskunum og fordómum í garð feitra. Það eru þær Sigrún Daníelsdóttir sálfræð- ingur, Guðrún Beta Mánadóttir í Femínistafélagi Íslands, Edda Ýrr Einarsdóttir og Alma Dröfn Geir- dal sem standa fyrir deginum. „Dagurinn var stofnaður af Mary Evans Young, breskri konu sem átti við átröskun að stríða,“ segir Edda. „Deginum er ætlað að minna fólk á að virða líkamann og hætta að gagnrýna hann í öllu þessu heilsuæði sem ríkir í samfélaginu,“ segir Edda. Megrunarlausi dagurinn var stofnaður árið 1992 og síðan þá hefur skipulögð dagskrá verið haldin víða um heim árlega til þess að vekja athygli á þeim miklu þján- ingum sem hljótast af þráhyggju um grannan vöxt og almennri andúð á fitu. „Við bjóðum upp á dagskrá í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskólans, sem hefst klukkan 13.00 í dag. Þar sýnum við áhuga- verða heimildarmynd og bjóðum upp á fræðandi fyrirlestra um mál- efnið.“ „Við viljum fagna margbreyti- legum líkamsvexti og draga úr fituhræðslunni. Það er alltaf verið að tala um offitu og það að börnin séu alltaf að verða feitari en þetta gerir það að verkum að pressan á fullkomið útlit verður meiri. Þetta getur jafnvel valdið því að fólk fær átröskun. Aðalmarkmiðið er að stuðla að hamingjuríkum lifnaðar- háttum fólks og útrýma mismunun vegna holdafars.“ Nánari upplýs- ingar er að finna á www.likams- virding.is. Vilja útrýma mismunun EDDA ÝRR EINARSDÓTTIR OG SIGRÚN DANÍELSDÓTTIR Þær eru í hópi þeirra sem standa að Megrunarlausa deginum. Í Öskju munu þær bjóða upp á áhugaverða dagskrá tengda málefninu. Með tilkomu hækkandi sólar er vert að fólk fari að dusta rykið af grillinu og bjóði til allsherjar matarveislu. Að taka hárið frá andlitinu með marglitri og skemmtilegri hárspöng, þær fást í mörgum stærðum og gerðum og eru skemmtileg höfuðföt. Að sitja úti. Í stað þess að sitja inni eins og venjulega drífðu þig út með kaffibollann og andaðu að þér frísku lofti. Að klæðast svörtu. Verslanir bæjarins eru stútfullar af margvíslegum litum sem menn ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Skíðaiðkun. Nú er vert að pakka saman skíðagræjun- um og taka jafnvel fram gönguskóna í staðinn. Bílar fara að detta úr tísku enda bensín- verðið hækkað svo um munar. Ódýrast að ferðast um á tveimur jafn fljótum. opið alla laugardaga 10-14 GRILLPINNAR KRYDDLEGINN LAX LÚÐA, STEINBÍTUR, KEILA, LANGA OG SILUNGUR SIGNA GRÁSLEPPAN ER KOMIN Konungur íslenskrar rokksögu, Bubbi Morthens, verður fimmtugur þann sjötta júní og ætlar af því til- efni að halda þriggja tíma tónleika í Laugardalshöllinni þar sem hann mun koma fram ásamt öllum þeim hljómsveitum sem hann hefur spil- að með í gegnum tíðina. Um er að ræða Utangarðsmenn, Egó, Das Kapital, MX21 og GCD. Einnig mun Bubbi koma fram einn með gítarinn og flytja bæði ný og gömul lög. Bubbi segist hlakka mikið til tón- leikanna. Upphaflega ætlaði hann ekki að vera á landinu á fimmtugs- afmælinu en umboðsmaður hans, Páll Eyjólfsson, kom þá fram með hugmyndina um tónleikana sem Bubba leist strax vel á. Bakhjarlar tónleikanna eru OgVodafone og Glitnir og voru for- stjórar fyrirtækjanna, þeir Árni Pétur Jónsson og Bjarni Ármanns- son viðstaddir blaðamannafund í gær þar sem samningur við Bubba var undirritaður. Einnig tóku þeir lagið með Bubba, hið sígilda Stál og hnífur. „Það er alveg magnað að stærstu fyrirtækjum landsins finnist akkur í því að vinna með mér. Það sýnir breytt landslag hjá listamönnum á Íslandi að viðskiptafyrirtæki og listamenn geta slegið saman í púkk og báðir notið góðs af,“ segir Bubbi. „Þetta er ekkert nýtt og þekkist ef við skoðum listasöguna. Þetta er kannski dálítið nýtt hérna heima en er komið til að vera. Þetta samstarf við OgVodafone og Glitni um þessa tónleika á sér enga hliðstæðu. Kostnaðurinn er óheyrilega hár og greiðslan sem ég fæ er að sama skapi mjög há og á sér enga hlið- stæðu heldur í íslenskri tónlistar- sögu,“ segir Bubbi. „Ég vil meina að ég sé að einhverju leyti brautryðj- andi í þessu.“ Bubbi hefur á ferli sínum gefið út 35 sólóplötur og alls tekið þátt í gerð 169 platna af öllum stærðum og gerðum. Á afmælisdeginum kemur enn ein sólóplatan út sem nefnist einfaldlega 06.06.06. „Þetta eru lög af ferlinum sem mig langaði að spila,“ segir Bubbi. Þetta er mín einhvers konar „best of“ plata, bara með kassagítar og munnhörpu.“ Eitt nýtt lag verður á plötunni sem nefnist Grafir og bein þar sem Bubbi stiklar á stóru á viðburðar- ríkri ævi sinni. Önnur plata ein- göngu með nýjum lögum kemur síðan að öllum líkindum út fyrir næstu jól. Bubbi segist eiga mjög auðvelt með að semja lög og hafi í raun lítið fyrir því. „Fyrst tekur maður þessu með hroka og telur þetta vera sjálf- sagðasta hlut í heimi. Svo fara árin að líða og þetta heldur áfram og áfram. Þá fer maður að hugsa: „Kannski hefur mér verið gefið eitt- hvað sem öðrum er ekki gefið.“ Ég er kominn á þá niðurstöðu að ég hef notið mikillar blessunar. Þegar ég uppgötva að að menn séu að ströggla við að semja og allt það, þá hef ég á sama tíma eiginlega ekkert fyrir því. Það er alveg með ólíkindum,“ segir hann. „Ég er fullur þakklætis og auð- mýktar gagnvart því hvernig mér hefur vegnað og það er ótrúlegt þegar ég hugsa til baka og skoða ævi mína. Þetta lífshlaup mitt er auðvitað bara eitt stórt ævintýri.“ Hann segir það æðislegt að verða fimmtugur. „Að sama skapi finnur þú fyrir því að þú ert dauðlegur en um leið breytast gildi og áherslur. Maður nýtur dagsins í dag í miklu ríkari mæli og miklu dýpra en maður gerði áður fyrr,“ segir Bubbi sem æfir tvisvar á dag og segist vera í betra formi en fyrir tuttugu árum. freyr@frettabladid.is BUBBI MORTHENS: ÞRIGGJA TÍMA AFMÆLISTÓNLEIKAR 6. JÚNÍ Dauðlegur en þakklátur SAMNINGURINN Í HÖFN Bubbi, Bjarni Ármannsson og Árni Pétur Jónsson handsala samninginn vegna stórtónleikanna í Laugardalshöll á afmælisdegi Bubba, sjötta júní. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 1 dálkur 9.9.2005 15:17 Page 1 VEISTU SVARIÐ 1 Zacharias Moussaoui. 1 Starfsmenn 27 leikskóla. 1 Heimir Örn Árnason. HRÓSIÐ ...fær myndasögubúðin Nexus sem tók þátt í „Free Comic Book Day“ á laugardaginn og gaf yfir eitt þúsund blöð fyrir börn og fullorðna. FRÉTTIR AF FÓLKI Tískuspekúlantinn og bloggarinn Diane Pernet kom hingað til lands í gær og fylgdist með fatahönnuðum framtíðarinnar á útskriftarsýningu Listaháskólans í gærkvöldi og mun hún vera hér fram á sunnudag. Það er ekki beint hægt að kalla Pernet íslandsvin eftir komu hennar á Icelandic Fashion Week í fyrra. Pernet fór ekki fögrum orðum um íslenska tísku og kom meðal annars fram í tímaritinu Sirkus undir yfirskriftinni, „Pernet slátrar íslenskri tísku!“ . Henni hefur því verið boðið hingað til að bjarga orðspori landans og mun skrifa um þennan viðburð á bloggsíðunni sinni, www.ashadedvie- wonfashion.com. Pernet er mikill áhrifavaldur í tískuheiminum og er bloggið hennar víðles- ið. Fleiri blaðamenn eru hér samankomnir um helgina og eru þeir frá helstu tískusneplum heims svo sem Harpers Bazar, V- magazine, American Elle og i- D magazine. Verð- ur því forvitnilegt að fylgjast með þessum blöðum á næstunni. Ný stjarna fæddist í Meistaranum á fimmtudaginn þegar Jónas Örn Helgason lagði Illuga Jökulsson í magnaðri viðureign. Framganga þessa unga verkfræðinema hefur vakið mikla athygli úti í þjóðfélaginu enda hafði Illugi farið á kostum í keppninni hingað til. Næst mætast Erlingur Sigurðsson og Inga Dóra Ingvarsdóttir og eftir þann þátt kemur í ljós hverjir keppa um fimm milljónir íslenskra króna. Aðdá- endur þáttarins höfðu velt vöngum yfir hvort úrslitin yrðu 18. maí en þættirnir hafa verið vikulega hingað til. Þeir þurfa þó engu að kvíða því aðstandendur þáttarins gerðu sér fyllilega grein fyrir því að undankeppnin í Eurovision myndi ræna allri athygli og því hefur úrslitaþátturinn verið settur fimmtudaginn 25. maí. Fyrir þá sem geta ómögulega hugsað sér að horfa á Silvíu Nótt og félaga geta þeir huggað sig við að sérstakur upp- rifjunarþáttur verður á dagskrá þá. - fgg/áp LÁRÉTT: 2 vandræði 6 skammstöfun 8 keyra 9 bein 11 klafi 12 erfiði 14 hindrun 16 í röð 17 tal 18 enþá 20 tveir eins 21 velta. LÓÐRÉTT: 1 erindi 3 samtök 4 skotskífa 5 draup 7 markvís 10 af 13 angan 15 slæma 16 húðpoki 19 á líðandi stundu. LAUSN: LÁRÉTT: 2 basl, 6 eh, 8 aka, 9 rif, 11 ok, 12 strit, 14 tálmi, 16 hi, 17 mál, 18 enn, 20 ll, 21 snúa. LÓÐRÉTT: 1 vers, 3 aa, 4 skotmál, 5 lak, 7 hittinn, 10 frá, 13 ilm, 15 illa, 16 hes, 19 nú.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.