Fréttablaðið - 06.05.2006, Síða 39

Fréttablaðið - 06.05.2006, Síða 39
LAUGARDAGUR 6. maí 2006 7 Bændaferðir halda til Namibíu í lok nóvember í spennandi ævintýraferð. Namibía er ekki klassískur áfanga- staður hjá íslenskum ferðamönn- um og þegar tækifæri gefst til að heimsækja jafn framandi stað er vert að gefa sér tíma til að skoða málið. Bændaferðir ætla að halda til Namibíu dagana 26. nóvember til 8. desember. Margt er hægt að sjá og upplifa í Namibíu. Þar má meðal annars finna elstu eyðimörk í heimi, stærsta viðkomustað sela, stærstu sandöldurnar og svæði með flestum villtu dýrunum í Afr- íku svo fátt eitt sé nefnt. Í Namibíu má njóta þess að vera undir stjörnubjörtum himni í víðáttumikilli náttúru, sólarlagið málar landið rautt að kvöldi og að degi má sjá nashyrninga og fíla við vatnsbólin. Í ferðinni er höfuðborgin Wind- hoek skoðuð, þjóðgarðar og dýra- verndunarsvæði heimsótt, nátt- úrufyrirbrigði eins og loftsteinar verða skoðuð og hægt er að fara í sérstakar sólarlagsferðir. Farin er hringferð um landið og gist á hót- elum allan tímann. Ferðin kostar 298.700 krónur. Nánari ferðalýsingu má sjá á www.baendaferdir.is. Undraveröld Namibíu Íslendingum gefst nú kostur á að heim- sækja undraveröld Namibíu sem er eitt fallegasta land Afríku. Hvíluherbergjunum á Kastrup- flugvelli hefur verið lokað. Lengi vel hefur verið haldið úti svokölluðum hvíluherbergjum á Kastrup-flugvelli í Kaupmanna- höfn. Herbergin nýttust vel þeim sem voru á löngu ferðalagi því þar var bæði hægt að leggja sig og komast í sturtu. Margir Íslendingar hafa nýtt sér þessa aðstöðu á ferðum sínum en nú er svo komið að starfsemin leggst niður. Því eru engin hvílu- herbergi lengur í boði og þeir sem hafa hugsað sér að nota sturtuna fyrir viðskiptafund eða ná einum blundi áður en haldið er áfram í aðra álfu verða því að gera aðrar ráðstafanir. Þá er bara að taka þvottapok- ann með í handfarangri, nota sal- ernisvaskinn og leggja sig á nær- liggjandi bekk. Kastrup lok- ar á hvíluna Nýhöfn í Kaupmannahöfn. Enn fjölgar ferðamönnum til landsins. Mest var aukningin milli ára í apríl á þessu ári, tæp þrjátíu prósent. Samkvæmt tölum frá Keflavíkur- flugvelli hefur farþegum um flugvöllinn fjölgað töluvert á fyrsta ársfjórðungi. Miðað við sama tímabil í fyrra fjölgaði far- þegum um tæp ellefu prósent. Sé apríl mánuður þessa árs borinn saman við apríl í fyrra kemur í ljós að farþegum sem fóru um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um 29,6 prósent. Frá ársbyrjun til enda apríl fóru alls 418.485 farþegar um Keflavíkurflugvöll. Farþegum á leið til Íslands fjölgaði um 15,6 prósent á fyrsta ársfjórðungi. Frétt fengin af www.ferda- malastofa.is. Fleiri til landsins Farþegum á leið til landsins fjölgaði um 15,6 prósent á fyrsta ársfjórðungi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.