Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.05.2006, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 06.05.2006, Qupperneq 38
[ ]Ferðalag þarf ekki að vera langt. Bláa lónið, Þingvell-ir og Hvalfjörður eru allt fallegir áfangastaðir í nánd við höfuðborgarsvæðið. Kýr með bjöllur og blómum skrýdd hús, hattar og jóðl eru meðal þess sem í hugann kem- ur þegar minnst er á Týról. Týrol er töfraorð í eyrum þeirra sem til þekkja, nafnið kallar fram í hugann mynd af einstakri nátt- úrufegurð, fjöll, engi og fallegar gönguleiðir, kýr í haga með bjöll- ur um hálsinn, þjóðbúninga, Týr- ólahatta, góðan mat og síðast en ekki síst ljúft viðmót fólksins, lífsgleði og friðsæld. Týról skipt- ist í annars vegar hérað í Austur- ríki með Innsbrück sem höfuð- borg og hins vegar Suður-Týról sem er hérað nyrst á Ítalíu og nær langleiðina suður að Gardavatni. Heimsferðir bjóða upp á ferð á þessar fallegu slóðir í sumar. Í slíkri sérferð eru að öllu jöfnu tuttugu til fjörutíu manns og íslenskur fararstjóri er með hópnu. Flogið verður til München í Þýskalandi að kvöldi 22. júní og dvalið í fimm nætur í hinum ein- staklega fallega fjallabæ Seefeld í Austurríki í fimm daga. Þar gefst fólki kostur á að slaka á og njóta þeirra lystisemda sem stað- urinn býður upp á eða taka þátt í kynnisferðum með fararstjóra. Til boða stendur að fara í ferð um Alpana, meðal annars til Berchtes- gaden þar sem Arnarhreiður Hitl- ers er að finna, til Innsbruck, í Swarovsky-kristalsveröldina, á ekta Týrólakvöld og í gönguferð- ir. Eftir dvölina í Austurríki er haldið yfir Brennerskarðið til Ítalíu, ekið um Suður-Týról og Trentino og niður að hinu undurfagra Gardavatni þar sem dvalið verður í hinum líflega og fallega vínbæ Bardolino í fimm daga. Þar mun hægt að velja um að slaka á eða fara í kynnisferðir, til dæmis siglingu um vatnið, í gönguferðir eða til hinnar róm- antísku borgar Verona. Í Verona er hin heimsfræga Arena og eru fluttar þar á þessum árstíma óperusýningar á heimsmæli- kvarða. Það er einstök upplifun að hlýða á fallega tónlist í hlýju kvöldmyrkrinu undir stjörnu- björtum himni. Eftir dvölina við Gardavatn er farið til hinnar einu sönnu drottn- ingar hafsins, Feneyja, og dvalið þar í tvo daga áður en flogið er heim frá Bologna. Feneyjar eru einstakar í sinni röð, síkin, gond- ólarnir, glæsibyggingar með Markúsarkirkjuna fremsta meðal jafningja, sagan, kristallinn, fólk- ið og stemningin. Þessi ferð til Austurríkis og Ítalíu stendur yfir í þrettán daga, frá 22. júní til 5. júlí. Allar nánari upplýsingar eru hjá Heimsferðum, www. heimsferdir.is Vefslóðir: http://www.seefeld.at http://www.gardalake.com http://www.arena.it Sumar og sól í Týról Falleg fjöll og friðsæld einkenna Týról. Ekki þarf alltaf að fara marga kílómetra til að komast í fallega náttúruna. Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur tekið sig til og býður til spennandi göngu og fræðsluferða í Heiðmörk í maí og júní. Ferðirn- ar henta sérlega vel fjölskyldu- fólki og öllum þeim sem gaman hafa af fallegu umhverfi og stutt er að komast á staðinn frá höfuð- borginni. Í dag verður fyrsta ferðin farin og mun Jón Kristjánsson líffræð- ingur ganga um með náttúruunn- endum og fræða um Elliðavatn og lífríki þess. Göngugörpum er vel- komið að taka veiðistöngina með þar sem börn og unglingar í sveit- arfélögum sem tengjast Heiðmörk fá ókeypis veiðileyfi. Um næstu helgi, hinn 13. maí, mun Einar Þorgeirsson fuglafræð- ingur kynna fuglalífið í skóginum og við vatnið. Þann 20. maí verður farin vin- sæl og skemmtileg ganga en þá mun Valdór Bóasson vera leið- sögumaður í svokallaðari tálgun- argöngu sem er sérstaklega sniðin fyrir börn. Gengið er um skóginn og efniviði safnað. Að því loknu mun Valdór leiðbeina við að tálga úr viði. Síðustu helgina í maí ætla Erla Stefánsdóttir sjáandi og Frey- steinn Sigurðsson jarðfræðingur leiða þátttakendur um álfa- og hulduheima Heiðmerkur. Ókeypis er í allar ferðirnar og þær opnar öllum. Ferðirnar hefj- ast klukkan ellefu við gamla Ell- iðavatnsbæinn. Frétt fengin af www.utivera.is. Ferðalag í náttúru- perluna Heiðmörk Framundan eru skemmtilegar gönguferðir um Heiðmörk á vegum Skógræktarfélags Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/ÞORVALDUR Golfbílar.... Golfbílar.... „Ný sending“ Lexa býður uppá golfbíla frá Bandaríkjunum, Bílarnir eru uppgerðir af fagmönnum. Lexa býður einnig uppá yfirbyggingar með rennihurðum á allar tegundir Golfbíla, Kerrur fyrir golfbílinn og mikið úrval aukahluta Lexa veitir alla almenna þjónustu fyrir Golfbílinn þinn,, s.s. Skipta um olíu, reimar, kerti,þrif og fl. E-Z-GO.....Club Car…..Yamaha…..Melex…..City Car Sími 897 1100 www.lexa.ws Þann 1. júní verður nýtt 25 herbergja hótel opnað á Dalvík. - Hótel Sóley - Rými fyrir 50 manns í 2ja manna herbergjum, með baðherbergi og sturtu - fallegt útsýni til sjávar og sveita. Dalvík sem er í um 30 mínútna akstusfjarlægð frá Akureyri, er m.a. þekkt er fyrir Fiskidaginn mikla. Kjörinn staður til að stunda hvers kyns útvist, svo sem; hvalaskoðun, gönguferðir, hjólreiðaferðir, kajaksiglingar á Svarfaðardalsá, golf, fiskveiðar, hestamennsku o.fl. Sundlaug og heilsurækt er við hliðina á hótelinu. Láttu sjá þig fyrir norðan! Verið velkomin til Dalvíkurbyggðar! Kynningarverð í júní Nánari upplýsingar í síma:4663395 með tölvupósti á info@hotel-soley.com eða á heimasíðu www.hotel-soley.com Laxá á Ásum Tilboð óskast í veiðirétt í Laxá á Ásum árin 2007-2009. Nánari upplýsingar veitir Páll Þórðarson í síma 452-4353 netfang: saudanes@simnet.is 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.