Fréttablaðið - 06.05.2006, Side 50

Fréttablaðið - 06.05.2006, Side 50
8 ■■■■ { hús & heimili } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Lilja og Rósa eru báðar garðyrkju- fræðingar að mennt og kynntust þegar þær unnu saman í Blómavali. „Við höfðum lengi gengið með þá hugmynd að stofna saman fyrir- tæki og gera eitthvað saman,“ segir Lilja. „Fyrir ári síðan stofnuðum við heildsölu og fórum að flytja inn ýmsar barnavörur, meðal annars Bumbo-stólinn sem hefur verið afar vinsæll. Síðan byrjaði boltinn að rúlla og í mars síðastliðnum opnuð- um við vefverslunina.“ Vefverslunin hefur farið vel af stað og þar má finna ýmsa fallega hluti fyrir heimilið. „Þetta eru flott- ar vörur. Við erum ekkert að reyna að vera með það ódýrasta heldur leggjum við mikið upp úr hönnun og gæðum. Við viljum vera með háklassa netverslun sem selur vand- aða vöru,“ segir Lilja og bætir því við að vörurnar komi víða að. „Við erum til að mynda m e ð mikið a f nor- rænni hönnun, til dæmis svokallaða Cult-línu en það eru skemmtilegar sænskar heimilisvörur.“ Heimasíða Y-D-Design er aðgengileg og viðskiptavinir ættu ekki að eiga í nokkrum vandræð- um með að versla þar. Tím- inn frá því varan er keypt og þar til hún er afgreidd er ekki nema tveir til þrír virkir dagar. Allar nánari upplýsingar er að finna á: www. yd.is Mikið lagt upp úr hönnun og gæðum Stöllurnar Lilja Marteinsdóttir og Rósa Viggósdóttir reka saman vefversl- unina Y-D-Design. Þar eru meðal annars seldar fallegar vörur fyrir heimilið sem ekki fást annars staðar. Kristalsljósakrónur í nýjum búningi. Kristalsljósakrónur þykja alltaf glæsilegar. Þær hafa á sér hátíðlegt yfirbragð og glitra svo skemmti- lega þegar ljósið skín. Það er ekki óalgengt að nútíma hönnuðir sæki í þessar hefðbundnu ljósakrónur eftir innblæstri. Nú er hægt að fá ljósakrónur sem eru nýstárlegar og frumlegar en minna þó á gamlan glæsileika. Hér eru nokkur dæmi um skemmtilegar ljósakrónur. Gamalt mætir nýju Glæsileikinn í fyrirrúmi. Stílhrein hönnun eftir Tom Dixon. Þessi skemmtilega og nútímalega ljósa- króna heitir Ginetta og kemur frá Slamp. Hér hefur mynd af gamaldags ljósakrónu verið prentuð á látlausan hvítan skerm. Einfaldara verður það varla. Japaninn Shiro Kuramata (1934- 1991) var leiðandi í mínimalískri hönnun á níunda áratugnum. Verk hans eru sérstæð fyrir þær sakir að í þeim blandar hann saman abstrakt og mínimalískum þáttum. Japansk- ur uppruni Kuramata réði líka nálg- un hönnuðarins á verk sín, þannig að í þeim gætir bæði aust- og vest- rænna áhrifa. Sum verka hans virð- ast nánast vera efnislaus, þar sem hann notaði mikið af gleri í hönnun þeirra, og oft engu líkara en að þau hangi í lausu lofti eða séu föst í ein- hverju ástandi. Það á til dæmis við um glerstól sem hann hannaði og fyllti með rauðum rósum, þannig að útlit er fyrir að þær séu síblómstr- andi. Ljóst er að Kuramata var áhugaverður hönnuður og arfleifð hans merkileg. Leiðandi afl í mínimalisma Glerstóll fullur af rauðum rósum eftir Shiro Kuramata.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.