Fréttablaðið - 06.05.2006, Side 8

Fréttablaðið - 06.05.2006, Side 8
8 6. maí 2006 LAUGARDAGUR BRETLAND, AP Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, rak Charles Clarke innanríkisráðherra úr starfi í gær í kjölfar slaks árang- urs Verkamannaflokksins í sveit- arstjórnarkosningum sem fram fóru í landinu á fimmtudag. Jack Straw utanríkisráðherra var jafnframt gert að segja af sér og gerður forseti neðri deildar þingsins en John Prescott vara- forsætisráðherra fær að sitja áfram, þó að valdsvið hans verði þrengt. Blair tilkynnti um uppstokk- unina eftir að ljóst varð að flokk- ur hans hefði lent í þriðja sæti í kosningunum, sem varð til þess að sumir þingmenn stjórnarand- stöðunnar fóru enn og aftur fram á afsögn forsætisráðherrans. Fréttaskýrendur telja að með uppstokkuninni reyni Blair að sanna að hann hafi enn fullt vald yfir umsetinni ríkisstjórn sinni eftir mikil hneykslismál undan- farnar vikur. Clarke hefur sætt miklum ásökunum seinustu dagana eftir að upp komst að yfir þúsund glæpamenn af erlendum uppruna hefðu verið leystir úr haldi á Bretlandi á árunum 1999-2006 eftir afplánun dóma sinna, en yfirvöldum láðist að ígrunda hvort vísa bæri þeim úr landi. Blair studdi Clarke í fanga- málinu en sagði í gær að hann teldi að það myndi reynast Clar- ke erfitt að halda áfram starfi sínu. Clarke sjálfur sagðist hafa hafnað öðrum stöðum og ákveðið að vera bara óbreyttur þingmað- ur. Varnarmálaráðherrann John Reid mun taka við störfum Clar- kes og Des Browne aðstoðarfjár- málaráðherra verður varnar- málaráðherra. Í stað Straws verður Margaret Beckett utanríkisráðherra og er hún fyrsta konan sem gegnir því starfi. Geoff Hoon, fyrrum varn- armálaráðherra, verður aðstoð- arráðherra Evrópumála innan utanríkisráðuneytisins. Þó að Prescott fái að halda stöðu sinni sem aðstoðaforsætis- ráðherra þykir fækkun ábyrgð- arstarfa hans benda til refsingar, en Prescott viðurkenndi nýverið að hafa í tvö ár haldið framhjá eiginkonu sinni með samstarfs- konu sinni. Lítil þátttaka var í kosningun- um á fimmtudag, en samkvæmt bráðabirgðatölum fékk Verka- mannaflokkur Blairs 1.385 sæti í sveitarstjórnum og tapaði þar með 317, en Íhaldsflokkurinn styrkti stöðu sína um jafn mörg sæti og hlaut 1.830 sæti. Kosið var í 176 sveitarstjórnir, sem er tæpur helmingur sveitar- stjórna á Englandi, en þegar þessar tölur voru birtar síðdegis í gær var talningu enn ólokið í Tony Blair rak tvo ráðherra úr starfi Miklar sviptingar urðu í breskri pólitík í gær í kjölfar lélegs árangurs Verka- mannaflokksins. Telja fréttaskýrendur að Tony Blair forsætisráðherra sé að reyna að sanna styrk sinn innan stjórnarinnar. MARGARET BECKETT JOHN PRESCOTT TONY BLAIR Forsætisráðherra Bretlands mætir á kjörstað á fimmtudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP JACK STRAW Fyrrverandi utanríkisráðherra. CHARLES CLARKE Fyrrum innanríkisráðherra. Til sölu glæsilegt og vanda› sumarhús/ heilsárshús í landi Mi›engis, Grímsnesi • Húsi› er 105,7 m2. firjú svefnherbergi, stór stofa, eldhús, ba›herbergi og geymsla.a • Verönd er 160 m2. Gert er rá› fyrir heitum potti • Kjarri vaxi› eignarland 7500 m2. • Mjög gó› sta›setning. Í um fla› bil 1 klst akstursfjarlæg› frá Reykjavík • Húsi› er klætt a› utan me› Duropal plötum og har›vi›i. • Gluggar og útihur›ir úr mahony. • Hitalagnir í gólfplötu. Húsi› afhendist fokhelt og fullfrágengi› a› utan e›a fullklára› utan sem innan. Uppl‡singar í síma 894-0105 e›a á www.vidar-smidar.is ���������� ���������������������� ������������������� ���������������������������������������������������������� ��������������������������� F A B R IK A N 2 0 0 6 ���������������� ��������� ��� �������������������������� ���������������������������� � ��� ��������������������������������� ��� ������������� ��������������� ��� ������������������� � ����������������������������������������� � ����������������������������� ��������������������� �������������� � ������������������������� ��������� ������ ���������������������� ������������ VEISTU SVARIÐ 1 Hvað heitir maðurinn sem var dæmdur vegna árásanna 11. sept- ember 2001? 2 Hvaða starfsmenn Reykjavíkur-borgar hafa fengið ofgreidd laun í nokkra mánuði? 3 Hvar var valinn mikilvægasti leikmaður DHL-deildarinnar í handbolta karla? LÖGREGLUMÁL Þrír ungir Akureyr- ingar hafa verið ákærðir fyrir að hafa gert aðsúg að lögreglumönn- um og neitað að hlýta fyrirmælum lögreglu á brunavettvangi þegar eldur var kveiktur við hraðbanka KB banka á Akureyri í febrúar í fyrra. Einum þeirra er jafnframt gefið að sök að hafa slegið lög- reglumann, klórað og rekið fingur í auga hans og hótað tilteknum lög- reglumönnum og fjölskyldum þeirra líkamsmeiðingum og lífláti. Allir piltarnir neita sakargift- um og einn þeirra segist harðákveðinn í að kæra lögregluna fyrir ofbeldi og tilefnislaust harðræði við handtöku. Annar íhug- ar að leggja fram kæru. Við aðalmeðferð málsins fyrir Héraðs- dómi Norðurlands eystra í gær kom fram að til átaka hefði komið á brunavettvangi á milli piltanna og tveggja lögreglumanna. Þrjár tennur eins piltsins sködduðust í þeim átökum og annar kenndi sér ýmissa eymsla. Allir piltarnir báru fyrir dómi að annar lög- reglumannanna hefði sýnt þeim ógnandi til- burði með snjóskóflu, áður en til átaka kom, og upptök átakanna mætti rekja til þess að lögreglumaður sleit hálsfesti eins piltsins. - kk IÐNAÐUR Gunnar Guðni Tómasson, verkefnisstjóri við mat á umhverf- isáhrifum álvers Alcoa-Fjarðaáls, segir að þurrhreinsun verði alltaf til staðar í álverinu á Reyðarfirði og svo snúist umræðan um að bæta vothreinsun við. Gunnar segir að Alcoa-Fjarðaál uppfylli allar kröfur um loftgæði á Reyðarfirði. Samkvæmt reglugerð megi fara yfir viðmiðun á umhverf- ismörkum 24 sinnum á ári en aðeins verði farið allt að fimm sinnum á ári á nokkrum stöðum í firðinum, hvergi í þéttbýli. Þá bendir Gunnar á að reglur um styrk brennisteins- díoxíðs séu strangari á Íslandi en í Noregi. - ghs Alcoa-Fjarðaál: Uppfylla kröf- ur um loftgæði STJÓRNMÁL Fulltrúar stjórnmála- flokkanna hafa undanfarna daga kynnt stefnu sína fyrir útlend- ingum hér á landi á sérstökum kosningafundum sem Alþjóða- húsið stendur fyrir. Alls verða fundirnir ellefu og verða þeir túlkaðir á jafn mörg tungumál. Hingað til hafa fjórir fundir verið haldnir en Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahússins, segir að hann hafi vænst betri þátttöku en reyndin varð á þessum fundum. Innan við tíu manns mættu á fundinn sem túlkaður var á ensku. „Þess vegna höfum við ákveðið að breyta forminu á fundunum þannig að þetta verði frekar samræður en fundir með kynningarræðum,“ segir hann. Hinn 11. þessa mánaðar verðu svo haldinn kosningafundur í Ráðhúsinu þar sem oddvitar flokkana í Reykjavík munu kynna stefnu sína. Verða ræður þeirra og svör túlkuð á ensku. Um fjögur þúsund útlending- ar búsettir hér á landi eru með kosningarétt. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkir kosningafundir eru haldn- ir fyrir sveitarstjórnarkosning- ar en Alþjóðahúsið hefur einnig látið gefa út sérstakt kosninga- blað fyrir útlendinga þar sem stefnur flokkanna eru reifaðar. - jse Alþjóðahúsið stendur fyrir kosningafundum: Fundir á ellefu tungumálum HÓLMFRÍÐUR GARÐARSDÓTTIR OG BJÖRK VILHELMSDÓTTIR Björk kynnti stefnu Samfylkingarinnar fyrir spænskumælandi fundargestum fyrir skemmstu og Hólm- fríður Garðarsdottir, dósent í spænsku við Háskóla Íslands, fylgdist með. Þrír Akureyringar ákærðir fyrir að veitast að lögreglumönnum: Kæra lögregluna á móti

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.