Fréttablaðið - 31.05.2006, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 31.05.2006, Qupperneq 12
12 31. maí 2006 MIÐVIKUDAGUR E N N E M M / S ÍA / N M 2 17 15 EINU SINNI VAR… Ævintýralegir tilboðsdagar 20% af öllum vörum dagana 31. maí - 3. júní Fákafen 9, Sími 5331118 einusinnivar.is HEILBRIGÐISMÁL Alvarlegur hús- næðisvandi Landspítala - háskóla- sjúkrahúss getur ekki beðið þar til nýtt sjúkrahús verður reist, segir í ályktun aðalfundar læknaráðs spítalans sem haldinn var fyrr í vikunni. Því er nauðsynlegt að finna úrlausn til bráðabirgða, annað hvort með nýbyggingum eða nýtingu húsnæðis í námunda við sjúkrahúsið. Sérstaklega er brýnt að bæta aðstöðu fyrir sjúkl- inga. Þá verður að finna lausnir varðandi húsnæðisvanda rann- sóknadeilda. Þá fjallaði aðalfundurinn um gangainnlagnir og skort á starfs- fólki. Varðandi fyrra atriðið segir í ályktuninni að legurúm- um á spítalanum hafi markvisst fækkað á undanförnum árum. Ekki hafi verið brugðist við fyrirsjáanlegum afleiðingum þeirrar fækkunar með nægjan- legum úrræðum. Gangainnlagnir samrýmist ekki þeim kröfum sem gera eigi til þjónustu sjúk- linga á sjúkrahúsinu. Varðandi skort á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum skorar læknaráðið á heilbrigðisyfirvöld að leysa þann vanda. Loks bendir læknaráðið á að samkvæmt vinningstillögu um deiliskipulag nýs spítala sé starf- seminni dreift yfir stórt svæði og óhóflegar vegalengdir milli ein- inga. Telur ráðið nauðsynlegt að lagfæra slíka hnökra. - jss RÁÐNINGARVALD Læknaráð LSH ítrekar mikilvægi þess að ráðningarvald sé hjá yfirlæknum sérgreina. Húsnæðisvandi og mannekla á Landspítala - háskólasjúkrahúsi: Læknaráðið krefst aðgerða ÍRAN, AP Íransstjórn er reiðubúin að hefja á ný samningaviðræður við fulltrúa Evrópusambandsins um kjarnorkuáætlun hennar, að því er íranski utanríkisráðherr- ann greindi frá í gær. En hann úti- lokaði viðræður við Bandaríkja- menn. „Ég lýsi því yfir að Íran er til- búið að bregðast jákvætt við ákalli um að taka á ný upp viðræður um kjarnorkumál Írans án nokkurra skilyrða,“ tjáði utanríkisráðherr- ann, Manouchehr Mottaki, frétta- mönnum í Putrajaya í Malasíu, en þar var hann staddur á ráðherra- fundi ríkja utan hernaðarbanda- laga (NAM). „Í samræmi við þetta vil ég lýsa því yfir að við erum til- búnir til að hefja tafarlaust aftur viðræður við ESB-þríveldin til að finna lausn á málum,“ sagði hann. ESB-þríveldin eru Bretland, Frakkland og Þýskaland, en þau rufu samningaviðræður við Írana í ágúst í fyrra eftir að þeir ákváðu að taka aftur til við auðgun úrans. Yfirlýsingin jók bjartsýni á að Íranar muni bregðast jákvætt við fyrirhuguðu tilboði neitunarvalds- veldanna fimm í öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna, auk Þýskalands, um margvíslega aðstoð ef Íranar falla frá tilraunum sínum með auðgun úrans. Til stendur að ESB- þríveldin kynni tilboðspakkann fyrir Írönum mjög bráðlega. Talsmaður kjarnorkuáætlunar Írana tilkynnti annars á mánudag að þeir hefðu gert tilraunir með kjarnasamruna. Virtist yfirlýs- ingin ætluð til að undirstrika að Íranar séu staðráðnir í að halda kjanorkuáætlun sinni til streitu, hvað sem vaxandi andstöðu umheimsins líður. „Íranskir kjarnorkusérfræð- ingar eru að keppa við þróuðustu lönd heims hvað varðar fram- leiðslu kjarnorku með kjarnasam- runa,“ sagði talsmaðurinn, Sadat Hosseini, eftir því sem haft var eftir honum í íranska ríkissjón- varpinu. Hann sagði þessar til- raunir fyrst hafa verið gerðar fyrir fimm árum. Kjarnasamruni á sér einnig stað er vetnissprengja er sprengd. Það kann að vera skýringin á því að Íranar greina fyrst núna frá þessum rannsóknum sínum. Þeir halda því statt og stöðugt fram að kjarnorkuáætlun þeirra hafi það eitt að markmiði að framleiða raf- magn, en Bandaríkjamenn og fleiri þjóðir gruna klerkastjórn- ina í Teheran um að stefna að því að koma sér upp kjarnorkuvopn- um. audunn@frettabladid.is Íranar reiðubúnir til viðræðna við ESB Íranski utanríkisráðherrann lýsti því yfir í gær að Íranar væru reiðubúnir að hefja á ný viðræður, án skilyrða, við fulltrúa Evrópusambandins um kjarnorku- mál Írans. Yfirlýsingin vekur vonir um að samningalausn sé möguleg. KLERKAR KREFJAST KJARNORKU Frá útifundi í Teheran í byrjun vikunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP MANOUCHEHR MOTTAKI Utanríkisráðherra Írans. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.