Fréttablaðið - 31.05.2006, Side 12

Fréttablaðið - 31.05.2006, Side 12
12 31. maí 2006 MIÐVIKUDAGUR E N N E M M / S ÍA / N M 2 17 15 EINU SINNI VAR… Ævintýralegir tilboðsdagar 20% af öllum vörum dagana 31. maí - 3. júní Fákafen 9, Sími 5331118 einusinnivar.is HEILBRIGÐISMÁL Alvarlegur hús- næðisvandi Landspítala - háskóla- sjúkrahúss getur ekki beðið þar til nýtt sjúkrahús verður reist, segir í ályktun aðalfundar læknaráðs spítalans sem haldinn var fyrr í vikunni. Því er nauðsynlegt að finna úrlausn til bráðabirgða, annað hvort með nýbyggingum eða nýtingu húsnæðis í námunda við sjúkrahúsið. Sérstaklega er brýnt að bæta aðstöðu fyrir sjúkl- inga. Þá verður að finna lausnir varðandi húsnæðisvanda rann- sóknadeilda. Þá fjallaði aðalfundurinn um gangainnlagnir og skort á starfs- fólki. Varðandi fyrra atriðið segir í ályktuninni að legurúm- um á spítalanum hafi markvisst fækkað á undanförnum árum. Ekki hafi verið brugðist við fyrirsjáanlegum afleiðingum þeirrar fækkunar með nægjan- legum úrræðum. Gangainnlagnir samrýmist ekki þeim kröfum sem gera eigi til þjónustu sjúk- linga á sjúkrahúsinu. Varðandi skort á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum skorar læknaráðið á heilbrigðisyfirvöld að leysa þann vanda. Loks bendir læknaráðið á að samkvæmt vinningstillögu um deiliskipulag nýs spítala sé starf- seminni dreift yfir stórt svæði og óhóflegar vegalengdir milli ein- inga. Telur ráðið nauðsynlegt að lagfæra slíka hnökra. - jss RÁÐNINGARVALD Læknaráð LSH ítrekar mikilvægi þess að ráðningarvald sé hjá yfirlæknum sérgreina. Húsnæðisvandi og mannekla á Landspítala - háskólasjúkrahúsi: Læknaráðið krefst aðgerða ÍRAN, AP Íransstjórn er reiðubúin að hefja á ný samningaviðræður við fulltrúa Evrópusambandsins um kjarnorkuáætlun hennar, að því er íranski utanríkisráðherr- ann greindi frá í gær. En hann úti- lokaði viðræður við Bandaríkja- menn. „Ég lýsi því yfir að Íran er til- búið að bregðast jákvætt við ákalli um að taka á ný upp viðræður um kjarnorkumál Írans án nokkurra skilyrða,“ tjáði utanríkisráðherr- ann, Manouchehr Mottaki, frétta- mönnum í Putrajaya í Malasíu, en þar var hann staddur á ráðherra- fundi ríkja utan hernaðarbanda- laga (NAM). „Í samræmi við þetta vil ég lýsa því yfir að við erum til- búnir til að hefja tafarlaust aftur viðræður við ESB-þríveldin til að finna lausn á málum,“ sagði hann. ESB-þríveldin eru Bretland, Frakkland og Þýskaland, en þau rufu samningaviðræður við Írana í ágúst í fyrra eftir að þeir ákváðu að taka aftur til við auðgun úrans. Yfirlýsingin jók bjartsýni á að Íranar muni bregðast jákvætt við fyrirhuguðu tilboði neitunarvalds- veldanna fimm í öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna, auk Þýskalands, um margvíslega aðstoð ef Íranar falla frá tilraunum sínum með auðgun úrans. Til stendur að ESB- þríveldin kynni tilboðspakkann fyrir Írönum mjög bráðlega. Talsmaður kjarnorkuáætlunar Írana tilkynnti annars á mánudag að þeir hefðu gert tilraunir með kjarnasamruna. Virtist yfirlýs- ingin ætluð til að undirstrika að Íranar séu staðráðnir í að halda kjanorkuáætlun sinni til streitu, hvað sem vaxandi andstöðu umheimsins líður. „Íranskir kjarnorkusérfræð- ingar eru að keppa við þróuðustu lönd heims hvað varðar fram- leiðslu kjarnorku með kjarnasam- runa,“ sagði talsmaðurinn, Sadat Hosseini, eftir því sem haft var eftir honum í íranska ríkissjón- varpinu. Hann sagði þessar til- raunir fyrst hafa verið gerðar fyrir fimm árum. Kjarnasamruni á sér einnig stað er vetnissprengja er sprengd. Það kann að vera skýringin á því að Íranar greina fyrst núna frá þessum rannsóknum sínum. Þeir halda því statt og stöðugt fram að kjarnorkuáætlun þeirra hafi það eitt að markmiði að framleiða raf- magn, en Bandaríkjamenn og fleiri þjóðir gruna klerkastjórn- ina í Teheran um að stefna að því að koma sér upp kjarnorkuvopn- um. audunn@frettabladid.is Íranar reiðubúnir til viðræðna við ESB Íranski utanríkisráðherrann lýsti því yfir í gær að Íranar væru reiðubúnir að hefja á ný viðræður, án skilyrða, við fulltrúa Evrópusambandins um kjarnorku- mál Írans. Yfirlýsingin vekur vonir um að samningalausn sé möguleg. KLERKAR KREFJAST KJARNORKU Frá útifundi í Teheran í byrjun vikunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP MANOUCHEHR MOTTAKI Utanríkisráðherra Írans. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.