Fréttablaðið - 31.05.2006, Side 29

Fréttablaðið - 31.05.2006, Side 29
MARKAÐURINN G E N G I S Þ R Ó U N 31. MAÍ 2006 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R Vika Frá áramótum Actavis 0% 32% Alfesca 9% -3% Atorka Group 0% -14% Bakkavör 2% -4% Dagsbrún 5% -4% FL Group 7% 1% Flaga 4% -13% Glitnir 4% 0% KB banki 4% 3% Landsbankinn 6% -12% Marel -1% 7% Mosaic Fashions 1% -12% Straumur 7% 8% Össur 5% -4% Miðað við gengi í Kauphöll á mánudaginn Lysing_Sjónauki_5x100mm Sérð þú tækifæri á vexti? Fjármögnun í takt við þínar þarfir Suðurlandsbraut 22 Glerárgötu 24-26 Sími 540 1500 Fax 540 1505 www.lysing.is H in rik P ét ur ss on l w w w .m m ed ia .is /h ip Tækifæri leynast allsta›ar! "fiegar flú hefur komi› auga á atvinnu- tækifæri sem hentar flínum flörfum, getum vi› a›sto›a› me› sérsni›inni rá›gjöf í bland vi› persónulega fljónustu sem byggir á sérflekkingu okkar í fjármögnun atvinnutækja." Sveinn fiórarinsson Rá›gjafi, fyrirtækjasvi› Kaup Íslendinga á erlendum verð- bréfum námu 25,3 milljörðum króna í apríl samkvæmt tölum Seðlabankans. Það er rúmlega helmings aukning frá apríl í fyrra. Þetta eru fjórðu mestu hlutabréfa- kaup í einum mánuði frá upphafi mælinga árið 2004. Erlend verð- bréfakaup hafa verið mikil það sem af er ári. Lífeyrissjóðirnir hafa verið stórtækastir en hlut- ur innlánsstofnana og fyrirtækja hefur aukist. Í Morgunkornum Glitnis er því spáð að samdráttur verði á fjár- festingu lífeyrissjóða í erlendum verðbréfum með lækkandi gengi krónunnar. - jsk Mikil erlend verðbréfakaup Verðbólga á ársgrundvelli mældist 5,5 prósent á Íslandi fyrir tímabilið sem endaði í apríl 2006, samkvæmt nýjum tölum frá Efnahags- og framfara- stofnun Evrópu (OECD). Er það talsvert yfir heildarverðbólgu í ríkjum OECD, sem reyndist 2,7 prósent. Matarverð hækkaði um 6,2 prósent á Íslandi á tímabilinu sem var til skoðunar og eldsneyt- isverð um rúm ellefu prósent. Verð á öðrum nauðsynjavörum hækkaði um 4,7 prósentustig. Tyrkland er eina land OECD þar sem meiri verðbólga mælist en á Íslandi, 10,4 prósent. Slóvakía varð í þriðja sæti, þar mældist 4,5 prósenta verðbólga. Verðbólga í löndum evrunnar er 2,4 prósent. 3,5 prósenta verð- bólga mældist í Bandaríkjunum á tímabilinu og 0,4 prósent í Japan. Landsframleiðsla jókst um tæpt prósent í ríkjum OECD á fyrsta fjórðungi ársins 2006. - jsk Næstmest verðbólga á Íslandi Ísland er í öðru sæti á verðbólgulista OECD. Tyrkland vermir toppsætið. Lúðvík Bergvinsson alþingis- maður telur að mikill stuðn- ingur sé í þinginu fyrir frum- varpi hans og Einars Odds Kristjánssonar um breytingar á lögum um fjármálafyrir- tæki sem snúa að sparisjóðum. „Sparisjóðirnir eru hornsteinar í sínu samfélagi og það er frá- leit hugmynd að afdrif þeirra verði þau að menn komist yfir verðmætin sem sparisjóðirnir eru á þann hátt sem mér sýnist þróunin vera.“ Þingmaðurinn er spurður hvort þeir líti til einhvers ákveð- ins sparisjóðs í þessum efnum: „Við höfum horft á SPRON og séð hvernig þróunin er, að menn vilji jafnvel breyta þeim í hluta- félög til þess að færa verðmæti sjóðanna, sem er sjálfseignar- stofnun, yfir í bréfin.“ Lúðvík telur einnig mikil- vægt að ef menn séu sammála um það að leggja sjóðina niður renni verðmæti sjóðanna til samfélaganna eins og til var stofnað í upphafi en ekki að fjárfestar komist yfir þá. Vonast Lúðvík til að frum- varpið verði tekið til efnislegrar meðferðar á sumarþingi en það lá ekki ljóst fyrir þegar þing- hald hófst að nýju í gær. - eþa Stuðningur við sparisjóðalög ORF Líftækni hf. hefur nýlega gengið frá samningum um sölu á hlutafé fyrir um 350 millj- ónir króna til tuttugu íslenskra aðila. Stærsti einstaki fjárfestir- inn er Valiant Fjárfestingar ehf., dótturfélag Sunda ehf. Stofnendur og lykilstarfs- menn ORF Líftækni verða áfram hluthafar og leiða daglegan rekstur og þróunarstarf fyrir- tækisins. ORF Líftækni er sprotafyr- irtæki sem var stofnað árið 2000 og er leiðandi í beitingu plöntuerfðatækni til hagkvæmr- ar framleiðslu í plöntum á verð- mætum sérvirkum próteinum fyrir lyfjaþróun, rannsóknastarf- semi, iðnað og landbúnað. - jab Nýir hluthafar í ORF Líftækni Matsfyrirtækið Fitch hefur hækk- að lánshæfiseinkunn Heritable Bank í Bretlandi úr C/D í C og segir horfur í starfsemi bankans stöðugar. Heritable Bank er dótt- urfélag Landsbankans. Ástæðurnar sem Fitch gefur fyrir breyttu mati eru aukinn hagnaður bankans, góður vöxtur og dreifðari áhætta. Þá staðfesti fyrirtækið aðrar matseinkunnir bankans. Heritable er tiltölulega smár banki á breskan mælikvarða en hefur vaxið hratt síðustu þrjú ár. Bankinn var stofnaður árið 1877, en var keyptur að fullu af Landsbankanum árið 2000 og þá sem hluti af útrásarstefnu bank- ans. - óká Heritable Bank fær hærra lánshæfismat Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Björn Olegård, stjórnarformaður FlyMe, segir að sænska lággjaldaflugfélagið eigi í viðræðum við sex evrópsk flugfélög um hugsanlegan samruna eða kaup. Hann staðfestir að stjórnendur FlyMe ræði við forsvarsmenn FL Group, eiganda Sterling, en þrálátur orðrómur er á kreiki að FlyMe og Sterling ætli í „öfuga“ yfirtöku. Það þýðir að minna félagið, FlyMe, taki yfir stærra félagið, Sterling, sem verði móðurfélag FlyMe. Þar með geta menn nýtt skrán- ingu FlyMe, sem er skrásett í Stokkhólmi. „Það eina sem við höfum fast í hendi er samning- ur um kaup á Lithuanian Airlines en áreiðanleika- könnun stendur enn yfir,“ segir Björn. „Ég get sagt þér að við eigum í viðræðum við alla nema þriggja stafa félagið, sem byrjar á stafnum s og endar á s,“ bætir hann við hlæjandi og vísar þar til SAS. Ef FlyMe og Sterling renna saman verður FL Group, sem keypti Sterling í fyrra fyrir fimmt- án milljarða króna, langstærsti hluthafinn en Fons, félag Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, sem á fimmtungshlut í FlyMe, næsts- tærst. Fjölmargir íslenskir aðilar eiga einnig hluta- bréf í FlyMe, þar á meðal Straumur-Burðarás. Samkvæmt heimildum Markaðarins er jafnvel talið mögulegt að lággjaldaflugfélagið FlyNordic, dótturfélag Finnair, sameinist FlyMe, og hugsan- lega Sterling, en það hefur ekki fengist staðfest. Á dögunum tilkynnti Sterling að félagið ætli sér að hætta öllu flugi til Finnlands. Ekki er útilok- að að stjórnendur FlyMe hafi rætt við eigendur Norwegian, sem er norskt lággjaldaflugfélag. Björn bendir á að allt stefni í mikla fækkun evr- ópskra lággjaldaflugfélaga þar sem mestu skipti að stækka til að halda tilkostnaði niðri og ræða allir við alla. Í nóvember á síðasta ári mörkuðu stjórn- endur FlyMe þá stefnu að taka þátt í þessum slag auk þess sem félagið hefur vaxið hratt með innri vexti. FlyMe hefur fengið Glitni til liðs við sig til að leita fjárfestingartækifæra og hafa augun opin fyrir tilboðum í félagið sjálft. Stórsameining undirbúin á norrænum lággjaldamarkaði FlyMe á í viðræðum Sterling og fimm önnur flugfélög. SAS er ekki þar á meðal. Glitnir veitir FlyMe ráðgjöf. Baugur hefur staðfest að félag- ið eigi í yfirtökuviðræðum við stjórn House of Fraser sem á og rekur 61 verslun í Bretlandi og á Írlandi. Markaðurinn hefur fullyrt, allt frá því að stjórnin tilkynnti í byrjun mánaðarins um viðræður sem gætu leitt til yfir- töku keðjunnar, að Baugur standi að baki viðræðunum. „Viðræður eru á byrjunar- stigi og það er alls ekki víst að til yfirtökutilboðs komi,“ segir í fréttatilkynningu frá Baugi, sem keypti í apríl 9,48 prósenta hlut í House of Fraser. Komi til yfirtök- unnar er ekki ólíklegt að Baugur þurfi að greiða á bilinu 145 til 150 pens fyrir hlutinn eða sem nemur 56 milljörðum íslenskra króna, að meðtöldum skuldum upp á 13,5 milljarða króna. - hhs Baugur vill HoF SIGURJÓN ÁRNASON, BANKASTJÓRI LANDSBANKANS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.