Fréttablaðið - 31.05.2006, Qupperneq 29

Fréttablaðið - 31.05.2006, Qupperneq 29
MARKAÐURINN G E N G I S Þ R Ó U N 31. MAÍ 2006 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R Vika Frá áramótum Actavis 0% 32% Alfesca 9% -3% Atorka Group 0% -14% Bakkavör 2% -4% Dagsbrún 5% -4% FL Group 7% 1% Flaga 4% -13% Glitnir 4% 0% KB banki 4% 3% Landsbankinn 6% -12% Marel -1% 7% Mosaic Fashions 1% -12% Straumur 7% 8% Össur 5% -4% Miðað við gengi í Kauphöll á mánudaginn Lysing_Sjónauki_5x100mm Sérð þú tækifæri á vexti? Fjármögnun í takt við þínar þarfir Suðurlandsbraut 22 Glerárgötu 24-26 Sími 540 1500 Fax 540 1505 www.lysing.is H in rik P ét ur ss on l w w w .m m ed ia .is /h ip Tækifæri leynast allsta›ar! "fiegar flú hefur komi› auga á atvinnu- tækifæri sem hentar flínum flörfum, getum vi› a›sto›a› me› sérsni›inni rá›gjöf í bland vi› persónulega fljónustu sem byggir á sérflekkingu okkar í fjármögnun atvinnutækja." Sveinn fiórarinsson Rá›gjafi, fyrirtækjasvi› Kaup Íslendinga á erlendum verð- bréfum námu 25,3 milljörðum króna í apríl samkvæmt tölum Seðlabankans. Það er rúmlega helmings aukning frá apríl í fyrra. Þetta eru fjórðu mestu hlutabréfa- kaup í einum mánuði frá upphafi mælinga árið 2004. Erlend verð- bréfakaup hafa verið mikil það sem af er ári. Lífeyrissjóðirnir hafa verið stórtækastir en hlut- ur innlánsstofnana og fyrirtækja hefur aukist. Í Morgunkornum Glitnis er því spáð að samdráttur verði á fjár- festingu lífeyrissjóða í erlendum verðbréfum með lækkandi gengi krónunnar. - jsk Mikil erlend verðbréfakaup Verðbólga á ársgrundvelli mældist 5,5 prósent á Íslandi fyrir tímabilið sem endaði í apríl 2006, samkvæmt nýjum tölum frá Efnahags- og framfara- stofnun Evrópu (OECD). Er það talsvert yfir heildarverðbólgu í ríkjum OECD, sem reyndist 2,7 prósent. Matarverð hækkaði um 6,2 prósent á Íslandi á tímabilinu sem var til skoðunar og eldsneyt- isverð um rúm ellefu prósent. Verð á öðrum nauðsynjavörum hækkaði um 4,7 prósentustig. Tyrkland er eina land OECD þar sem meiri verðbólga mælist en á Íslandi, 10,4 prósent. Slóvakía varð í þriðja sæti, þar mældist 4,5 prósenta verðbólga. Verðbólga í löndum evrunnar er 2,4 prósent. 3,5 prósenta verð- bólga mældist í Bandaríkjunum á tímabilinu og 0,4 prósent í Japan. Landsframleiðsla jókst um tæpt prósent í ríkjum OECD á fyrsta fjórðungi ársins 2006. - jsk Næstmest verðbólga á Íslandi Ísland er í öðru sæti á verðbólgulista OECD. Tyrkland vermir toppsætið. Lúðvík Bergvinsson alþingis- maður telur að mikill stuðn- ingur sé í þinginu fyrir frum- varpi hans og Einars Odds Kristjánssonar um breytingar á lögum um fjármálafyrir- tæki sem snúa að sparisjóðum. „Sparisjóðirnir eru hornsteinar í sínu samfélagi og það er frá- leit hugmynd að afdrif þeirra verði þau að menn komist yfir verðmætin sem sparisjóðirnir eru á þann hátt sem mér sýnist þróunin vera.“ Þingmaðurinn er spurður hvort þeir líti til einhvers ákveð- ins sparisjóðs í þessum efnum: „Við höfum horft á SPRON og séð hvernig þróunin er, að menn vilji jafnvel breyta þeim í hluta- félög til þess að færa verðmæti sjóðanna, sem er sjálfseignar- stofnun, yfir í bréfin.“ Lúðvík telur einnig mikil- vægt að ef menn séu sammála um það að leggja sjóðina niður renni verðmæti sjóðanna til samfélaganna eins og til var stofnað í upphafi en ekki að fjárfestar komist yfir þá. Vonast Lúðvík til að frum- varpið verði tekið til efnislegrar meðferðar á sumarþingi en það lá ekki ljóst fyrir þegar þing- hald hófst að nýju í gær. - eþa Stuðningur við sparisjóðalög ORF Líftækni hf. hefur nýlega gengið frá samningum um sölu á hlutafé fyrir um 350 millj- ónir króna til tuttugu íslenskra aðila. Stærsti einstaki fjárfestir- inn er Valiant Fjárfestingar ehf., dótturfélag Sunda ehf. Stofnendur og lykilstarfs- menn ORF Líftækni verða áfram hluthafar og leiða daglegan rekstur og þróunarstarf fyrir- tækisins. ORF Líftækni er sprotafyr- irtæki sem var stofnað árið 2000 og er leiðandi í beitingu plöntuerfðatækni til hagkvæmr- ar framleiðslu í plöntum á verð- mætum sérvirkum próteinum fyrir lyfjaþróun, rannsóknastarf- semi, iðnað og landbúnað. - jab Nýir hluthafar í ORF Líftækni Matsfyrirtækið Fitch hefur hækk- að lánshæfiseinkunn Heritable Bank í Bretlandi úr C/D í C og segir horfur í starfsemi bankans stöðugar. Heritable Bank er dótt- urfélag Landsbankans. Ástæðurnar sem Fitch gefur fyrir breyttu mati eru aukinn hagnaður bankans, góður vöxtur og dreifðari áhætta. Þá staðfesti fyrirtækið aðrar matseinkunnir bankans. Heritable er tiltölulega smár banki á breskan mælikvarða en hefur vaxið hratt síðustu þrjú ár. Bankinn var stofnaður árið 1877, en var keyptur að fullu af Landsbankanum árið 2000 og þá sem hluti af útrásarstefnu bank- ans. - óká Heritable Bank fær hærra lánshæfismat Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Björn Olegård, stjórnarformaður FlyMe, segir að sænska lággjaldaflugfélagið eigi í viðræðum við sex evrópsk flugfélög um hugsanlegan samruna eða kaup. Hann staðfestir að stjórnendur FlyMe ræði við forsvarsmenn FL Group, eiganda Sterling, en þrálátur orðrómur er á kreiki að FlyMe og Sterling ætli í „öfuga“ yfirtöku. Það þýðir að minna félagið, FlyMe, taki yfir stærra félagið, Sterling, sem verði móðurfélag FlyMe. Þar með geta menn nýtt skrán- ingu FlyMe, sem er skrásett í Stokkhólmi. „Það eina sem við höfum fast í hendi er samning- ur um kaup á Lithuanian Airlines en áreiðanleika- könnun stendur enn yfir,“ segir Björn. „Ég get sagt þér að við eigum í viðræðum við alla nema þriggja stafa félagið, sem byrjar á stafnum s og endar á s,“ bætir hann við hlæjandi og vísar þar til SAS. Ef FlyMe og Sterling renna saman verður FL Group, sem keypti Sterling í fyrra fyrir fimmt- án milljarða króna, langstærsti hluthafinn en Fons, félag Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, sem á fimmtungshlut í FlyMe, næsts- tærst. Fjölmargir íslenskir aðilar eiga einnig hluta- bréf í FlyMe, þar á meðal Straumur-Burðarás. Samkvæmt heimildum Markaðarins er jafnvel talið mögulegt að lággjaldaflugfélagið FlyNordic, dótturfélag Finnair, sameinist FlyMe, og hugsan- lega Sterling, en það hefur ekki fengist staðfest. Á dögunum tilkynnti Sterling að félagið ætli sér að hætta öllu flugi til Finnlands. Ekki er útilok- að að stjórnendur FlyMe hafi rætt við eigendur Norwegian, sem er norskt lággjaldaflugfélag. Björn bendir á að allt stefni í mikla fækkun evr- ópskra lággjaldaflugfélaga þar sem mestu skipti að stækka til að halda tilkostnaði niðri og ræða allir við alla. Í nóvember á síðasta ári mörkuðu stjórn- endur FlyMe þá stefnu að taka þátt í þessum slag auk þess sem félagið hefur vaxið hratt með innri vexti. FlyMe hefur fengið Glitni til liðs við sig til að leita fjárfestingartækifæra og hafa augun opin fyrir tilboðum í félagið sjálft. Stórsameining undirbúin á norrænum lággjaldamarkaði FlyMe á í viðræðum Sterling og fimm önnur flugfélög. SAS er ekki þar á meðal. Glitnir veitir FlyMe ráðgjöf. Baugur hefur staðfest að félag- ið eigi í yfirtökuviðræðum við stjórn House of Fraser sem á og rekur 61 verslun í Bretlandi og á Írlandi. Markaðurinn hefur fullyrt, allt frá því að stjórnin tilkynnti í byrjun mánaðarins um viðræður sem gætu leitt til yfir- töku keðjunnar, að Baugur standi að baki viðræðunum. „Viðræður eru á byrjunar- stigi og það er alls ekki víst að til yfirtökutilboðs komi,“ segir í fréttatilkynningu frá Baugi, sem keypti í apríl 9,48 prósenta hlut í House of Fraser. Komi til yfirtök- unnar er ekki ólíklegt að Baugur þurfi að greiða á bilinu 145 til 150 pens fyrir hlutinn eða sem nemur 56 milljörðum íslenskra króna, að meðtöldum skuldum upp á 13,5 milljarða króna. - hhs Baugur vill HoF SIGURJÓN ÁRNASON, BANKASTJÓRI LANDSBANKANS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.