Fréttablaðið - 31.05.2006, Side 35

Fréttablaðið - 31.05.2006, Side 35
MARKAÐURINN 31. MAÍ 2006 MIÐVIKUDAGUR8 NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI Í dag eru liðin 122 ár síðan bandaríski læknirinn John Harvey Kellog fékk einkaleyfi fyrir morgunkorn sitt, Granose. Kellogg, sem fæddist 26. febrú- ar árið 1852, fluttist átta ára gamall með foreldrum sínum til Battle Creek í Michigan-ríki í Bandaríkjunum en þar setti faðir hans á laggirnar verk- smiðju sem framleiddi strák- ústa. Skólaganga Kelloggs var hefðbundin en hann útskrifaðist með gráðu í læknisfræði árið 1875, þá 23 ára gamall. Kellogg var aðventisti allt sitt líf og skráði nafn sitt á spjöld sögunnar þegar hann rak hressingarhæli í Battle Creek eftir hugmyndum aðventista. Hugmyndirnar gengu út á neyslu grænmetisfæðis í stað kjöts og engrar neyslu á víni, tóbaki og kaffi. Þá var reglubundin hreyf- ing í hávegum höfð. Kellogg giftist Ellu Ervillu Eaton árið 1879. Þeim hjónum varð engra barna auðið en ólu þess í stað upp rúmlega fjöru- tíu börn og ættleiddu sjö þeirra. Ekki liggur fyrir hver ástæða barnaleysisins var en Kellogg var mjög í nöp við kynlíf af hvaða tagi sem það nefndist og skrifaði harðorðar bækur og greinar um gildi þess að leggja það á hilluna. Þá mælti hann fyrir því að umskurður drengja yrði tekinn upp án deyfingar. Drengirnir myndu þannig leggja sársauka og kynlíf að jöfnu og myndi það forða þeim frá því að stunda kynlíf það sem eftir væri ævinnar, að mati Kelloggs. Það var á hressingarhælinu sem morgunkornið leit fyrst dagsins ljós, að því virðist fyrir mistök. John Kellogg hafði ásamt bróður sínum Will Keith Kellogg verið að sjóða hveitiflögur þegar þeir þurftu skyndlega að sinna aðkallandi málum á hressingar- hælinu. Þegar þeir komu til baka var hveitið orðið staðnað og að því er virtist óhæft til neyslu. En vegna fjárskorts gátu þeir ekki hugsað sér að henda því. Þeir brugðu því á það ráð að pressa hveitið og rista. Þeim til mikill- ar furðu brögðuðust flögurnar ágætlega og báru þeir þær fyrir sjúklinga sína. Árið 1897 var nokkuð afdrifa- ríkt í lífi Kellogg-bræðra en þá stofnuðu þeir matvælafyrirtækið Sanitas Food Company utan um framleiðslu á kornflögum með viðbættum sykri og vítamínum. Þetta þótti umtalsverð bylting í fæðuvali Bandaríkjamanna en á þessum tíma skiptist morg- unverður landsmanna í tvennt eftir efnahag. Þeir ríku snæddu egg og kjöt í morgunmat en þeir efnaminni hafragraut og soðið kornmeti. Bræðurnir deildu hins vegar hart um hversu mik- ill sykur ætti að vera á flög- unum og varð úr að þeir slitu samstarfinu. Will Keith stofnaði fyrirtækið Battle Creek Toasted Corn Flake Company, sem myndar grunninn að Kellogg Company og framleiðir morgun- kornið víðfræga, sem í dag er blandað saman við maískorn. John Kellogg stofnaði hins vegar matvælafyrirtækið Battle Creek Food Company, sem einbeitti sér að framleiðslu matvara úr soja- afurðum. Skemmst er frá því að segja að þeir bræðust ræddust aldrei aftur við. KORNFLÖGUR Bandaríski læknirinn John Harvey Kellogg fann morgunkornið upp, að því virðist fyrir mistök, fyrir 122 árum. Steve Ballmer, forstjóri banda- ríska hugbúnaðarrisans Micro- soft, greindi frá því á blaðamanna- fundi í Tókýó í Japan í síðustu viku að svo gæti farið að útgáfa á Windows Vista-stýrikerfinu fyrir einkatölvur drægist enn frekar frá áætluðum útgáfudegi. Stýrikerfið átti upphaflega að koma út í haust. Fyrir skömmu var útgáfunni frestað fram í janúar á næsta ári en nú eru líkur á að hún geti dreg- ist um nokkrar vikur til viðbótar. Meðal ástæðna fyrir þessu eru endurbætur á stýrikerfinu sem notendur beta-útgáfunnar kvört- uðu yfir. Að sögn alþjóðlega markaðs- rannsóknarfyrirtækisins Gartners mátti búast við þessu enda hafa útgáfudagsetningar Microsoft sjaldnast staðist. Áætluð útgáfa á Windows Vista fyrir fyrirtæki stendur hins vegar enn og munu fyrirtæki sem hafa hugbúnaðarleyfissamning við Microsoft uppfært stýrikerfi sitt í Windows Vista í nóvember á þessu ári. - jab STEVE BALLMER Framkvæmdastjóri Microsoft segir að útgáfa á Windows Vista fyrir einkatölvur geti dregist fram yfir janúar. MYND/AFP Útgáfa Windows Vista gæti dregist Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Tim Berners-Lee, sem fann upp HTTP-samskiptamátann og nefndur hefur verið einn af feðr- um netsins, lagði ríka áherslu á það á ráðstefnu um framtíð nets- ins í Edinborg í Skotlandi í síð- ustu viku að engar hömlur yrðu settar á það. Sérstaklega varaði hann við því að netið yrði brotið upp í einingar líkt og stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa lagt til. Tillögur stjórnvalda vestra eru viðbrögð við ákalli síma- fyrirtækja um skiptingu nets- ins í hluta. Kveða þær á um að gagnaveitur og stofnanir fái meiri möguleika á nýtingu nets- ins umfram lítil fyrirtæki og hinn almenna netverja. Á meðal þess sem gagnaveiturnar myndu fá umfram aðra eru meðal ann- ars auknir auglýsingakostir. Netverjar eru almennt mót- fallnir þessum tillögum en þeir segja að verði tillögurnar að veruleika geti gagnaveiturnar ráðið hvaða efni verði á netinu. Þá segja þeir að háskólar og góðgerðasamtök verði undir á netinu enda hafi þau ekki úr miklu að moða. Tillögurnar eru mótsögn við frelsið á netinu, líkt og lagt var upp með á upphafsdögum þess, að sögn Tim Berners-Lee. Hann óttast að verði tillögurnar að veruleika muni jafnræði á net- inu verða úr sögunni og dökk- ir dagar fyrir netverja ganga í garð. TIM BERNERS-LEE Einn af svokölluðum feðrum netsins vill ekki að því verði skipt í hluta og segir tillögur þess efnis geta ógnað jafnræði netverja. MYND/AFP Vill óbreytt net Einn af svokölluðum feðrum netsins er mótfallinn því að netinu verði skipt upp. Bandaríski íþróttavöruframleið- andinn Nike og tölvuframleið- andinn Apple hafa tekið hönd- um saman um að tæknivæða líf skokkara. Tæknivæðingin felst bæði í nýjum skóm frá Nike og sendi- tæki og móttakara frá Apple sem tengist iPod Nano-spilaranum. Munu skokkarar framtíðarinn- ar sem nýta sér tækjabúnaðinn framvegis geta hlustað á tónlist á meðan þeir hlaupa, jafnframt því að fylgjast bæði með því hversu langt og lengi þeir hlaupa. Þá geta skokkararnir enn fremur séð á skjá spilarans hversu mörg- um hitaeiningum þeir brenna á sprettinum auk þess sem hægt er að hlusta á upplýsingarnar í heyrnartólunum. Þegar skokkar- inn er kominn á leiðarenda getur hann sett upplýsingarnar á vefs- væði sitt hjá Nike. Fyrirtækið hefur áður reynt að tengja saman skokkara og tækni í samvinnu við hollenska tæknifyrirtækið Phillips. Sú til- raun fór út um þúfur en tilraun- in vakti hins vegar athygli for- svarsmanna Apple, sem leituðu til Nike með enn betri lausnir. Fyrsti skórinn í nýrri fatalínu Nike kallast Nike‘s Air+Zoom More og kemur á markað innan tveggja mánaða. Senditækið og móttakarinn kosta um 29 dali út úr búð í Bandaríkjunum en skórnir slétta 100 dali. Með virðisaukaskatti og gjöldum má gera ráð fyrir að saman muni tækin og skórnir kosta rúmar 18.000 krónur hér á landi. - jab SKÓR FRÁ NIKE OG IPOD Lítið sendi- tæki verður í nýju hlaupaskónum frá Nike og sendir það upplýsingar um sprettinn í iPod-spilarann. MYND/AP Nike og Apple taka sprettinn Forsvarsmenn bandaríska tölvu- fyrirtækisins Dell greindu frá því á fimmtudag í síðustu viku að tölvur fyrirtækis- ins yrðu framvegis seldar einstaklingum og litlum fyrirtækjum með hugbún- aði frá bandaríska fyrirtæk- inu Google. Á meðal þess sem verður í tölvum frá Dell er tólastika með leitarforritinu Google Desktop, sem gerir tölvunotendum kleift að leita að skjölum og gögnum í tölvum sínum með svipuðum hætti og netverjar geta leit- að upplýsinga með leit- arforriti Google. Þá er sömuleiðis hægt að nýta tólastikuna til að fylgjast með veðurspám og sjá þegar ný tölvuskeyti koma í pósthólfið. Gengi bréfa í bæði Dell og Google hækkuðu í kjölfar til- kynningar um samvinnu fyrir- tækjanna. - jab Google-tól hjá Dell S Ö G U H O R N I Ð Kellogg fær einkaleyfi fyrir morgunkorn Dagur án tóbaks - 31. maí! Viltu aðstoð við að hætta að reykja? Reyksíminn býður upp á faglega aðstoð við að hætta að reykja eða nota tóbak. Láttu drauminn rætast og losnaðu úr klóm tóbaksins. Það er rétt að þetta er að mjög miklu leyti spurning um hugarfar. Mikilvægt er að þú gerir þér grein fyrir því. Þú verður að byggja upp það hugarfar með sjálfum / sjálfri þér að þér muni takast þetta. Stappaðu í þig stálinu og segðu við sjálfan þig: Ég veit að ég get þetta! Mér mun takast þetta! Þú skalt líka þiggja allan þann stuðning sem þér býðst. Í tilefni dagsins höfum við opið frá kl. 10 - 22. Ertu tilbúinn að hefja nýtt líf án tóbaks? Bendum einnig á heimasíðu okkar www.8006030.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.