Fréttablaðið - 31.05.2006, Page 37

Fréttablaðið - 31.05.2006, Page 37
MARKAÐURINN 31. MAÍ 2006 MIÐVIKUDAGUR10 F R É T T A S K Ý R I N G Enron-hneykslið er það sem vakið hefur mesta athygli í runu hneykslismála sem riðið hafa yfir bandarískt viðskiptalíf á liðnum árum. Teflt var um hærri fjárhæðir í WorldCom- málinu þar sem Bernhard Ebbers, sem var forstjóri fjarskiptarisans, var dæmdur til 25 ára fangelsisvistar. Þá vakti sakfelling sjónvarpsstjörnunnar Mörthu Stewart fyrir innherjasvik gríðarlega athygli. Enron-málið þykir hins vegar táknrænt fyrir átakalínur í bandarísku þjóðlífi; breikk- andi bil milli hinna ríku og voldugu og þeirra sem vart eiga fyrir salti í grautinn. Lay og Skilling falla í fyrrnefnda hópinn og voru af mörgum taldir ósnertanlegir. Lay gegndi starfi forstjóra Enron frá 1985 til 2001 og voru auðæfi hans metin á tæpa þrjátíu milljarða króna. Hann var golffélagi George Bush eldri og kom til álita sem orku- málaráðherra í fyrstu ríkisstjórn þess yngri. Bush forseti hefur síðan snúið baki við Lay og kallar hann „fyrrum vin sinn“. Skilling var talinn maðurinn á bak við vel- gengni Enron. Hann hóf störf hjá fyrirtækinu árið 1990 og tók við starfi forstjóra af Lay árið 2001. Skilling varð hins vegar ekki lang- lífur í því starfi, hætti eftir einungis sex mán- uði. Skilling seldi hlutabréf í Enron fyrir 1,6 milljarða skömmu fyrir hrun fyrirtækisins. ÞÉTTOFINN BLEKKINGARVEFUR Höfuðstöðvar Enron voru í Texas og var fyrirtækið á sínum tíma það sjöunda stærsta í Bandaríkjunum, metið á 5.110 milljarða króna. Enron var margverðlaunað fyrir framsækni og góðan árangur. Lay og Skilling var hampað sem viðskiptasnillingum sem ávallt virtust finna nýjar leiðir til að ávaxta fé hluthafa. Í fjármálahverfinu Wall Street í New York var litið á Enron sem fyrirmynd- arfyrirtæki. Flestir hluthafa í Enron voru lágt settir starfsmenn fyrirtækisins; verkamenn sem unnu í rafveitum, vatnsvirkjunum eða við gasvinnslu. Starfsmönnum voru greidd góð laun og kaupréttur á hlutabréfum í fyrir- tækinu gerði mörgum kleift að efnast vel á skömmum tíma. Hvergi var að sjá vísbendingar um að Enron ætti í vandræðum. Á ársreikningum félagsins fyrir árið 2000 var hagnaður sagð- ur tæpir 26 milljarðar króna og skuldir 730 milljarðar. Þessi 26 milljarða hagnaður var hins vegar hvergi til nema í bókum félagsins og raunverulegar skuldir rúmir tvö þúsund milljarðar íslenskra króna. Með bókhaldsbrellum tókst forsvars- mönnum Enron að fela raunverulega stöðu fyrirtækisins. Margvíslegum hliðarverk- efnum, þar sem taprekstur var gríðarlegur, voru gefin undarleg nöfn á borð við Jedi og Chewco og aðskilin rekstri Enron. Hagnaður fyrirtækisins virtist sífellt aukast og vel- gengnin engan endi ætla að taka, þótt bak við tjöldin hrikti í stoðum. Svo flókinn vefur hafði verið spunninn að fjármálastjóri Enron, Andrew Fastow, gat dregið sér rúma þrjá milljarða króna úr sjóðum fyrirtækisins án þess að nokkurn grunaði. Það var fyrst þegar Skilling sagði for- stjórastarfinu lausu, að því er virtist fyr- irvaralaust, og seldi í kjölfarið hlutabréf sín að athygli yfirvalda beindist að Enron. Lögreglan komst fljótlega á snoðir um verkn- að Fastows, sem síðan var rekinn frá fyrir- tækinu. Fjandinn var laus. Fjárfestar misstu alla trú á Enron og hlutabréf í fyrirtækinu hríð- féllu. Forsvarsmenn Enron sóttu um greiðslu- stöðvun. 21 þúsund starfsmenn fyrirtækisins misstu vinnuna, lífeyrisréttindi og lífsviður- væri og urðu að öreigum á augnabliki. Svo fór að lokum að Enron var lýst gjaldþrota. MINNISMIÐINN RÉÐI ÚRSLITUM Lay og Skilling eru þó ekki þeir einu sem þurft hafa að sæta ábyrgð vegna Enron-hneykslis- ins. Fjölmargir lægra settir starfsmenn hafa verið ákærðir. Átta þeirra játuðu brot sín og samþykktu að vitna gegn Lay og Skilling gegn vægari dómi. Meðal þeirra er sjálfur fjármálastjórinn, Andrew Fastow, sem var eitt höfuðvitna ákæruvaldsins. Fastow hlýt- ur í staðinn tíu ára fangelsisdóm. Einungis einn fyrrum starfsmanna Enron hefur hafið afplánun; Ben Glisan gjaldkeri. Endurskoðunarfyrirtækið sem annaðist reikninga Enron, Arthur Andersen, leystist upp í kjölfar hneykslisins. Ekki þótti sann- að að starfsmenn fyrirtækisins hefðu haft rangt við. Hins vegar var fyrirtækið rúið trausti. Viðskiptavinir tóku til fótanna og erf- itt reyndist að lokka nýja að í staðinn. Orðspor manna sem tengdust Enron á einn eða annan hátt hefur orðið fyrir óbæt- anlegum skaða. Fyrrum orkumálaráðherra breska Íhaldsflokksins og stjórnarmaður í Enron, Wakeham lávarður, hætti afskiptum af stjórnmálum í kjölfar hneykslisins og á vart afturkvæmt. Jeffrey Skilling var fundinn sekur í nítján af 28 ákæruatriðum og gæti átt yfir höfði sér allt að 185 ára fangelsisdóm. Kenneth Lay var fundinn sekur af öllum ákærum og gæti verið dæmdur til 45 ára fangelsisvistar. Líklegt þykir að hvor um sig þurfi að sitja inni í tuttugu til þrjátíu ár. Lítið var um sönnunargögn sem bendluðu Skilling eða Lay beint við málið. Framburður millistjórnandans Sherron Watkins réði að lokum úrslit- um, en hún kvaðst hafa sent Lay minnismiða þar sem honum var gerð grein fyrir raunverulegu ástandi fyrirtækisins. Lay hafi þá sett af stað innanhússrannsókn á fjármál- um fyrirtækisins til málamynda en ekkert aðhafst. Þannig þótti sannað að bæði Lay og Skilling hefðu verið grandsamir. Báðir sögðust þeir félagar saklaus- ir af öllum ákærum. Enron hefði ein- ungis hrunið vegna óðagots fjárfesta. Lay tók þó sakfellingunni öllu betur en Skilling, enda sannkristinn sonur predikara frá Texas. „Ég er saklaus af öllum ákærum. Þeir sem elska guð þurfa ekki að kvíða örlögum sínum. Ég þarf einungis að svara fyrir guði.“ Enron-hneykslið hefur þó líklega hvergi haft meiri áhrif en á banda- ríska viðskiptalöggjöf. Reglur um endurskoðun hafa verið hertar og ábyrgð stjórnenda um leið. Afleiðingin er sú að kostnaður við skráningu á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum hefur aukist gríðarlega og er nú vart á færi smærri fyrirtækja. Margir hafa enda lýst áhyggjum af því að fyrirtæki gefist brátt upp á reglugerðar- farganinu og flýi annað; til Lundúna eða jafnvel Reykjavíkur, eins og sýndi sig á dög- unum þegar bandaríska líftæknifyrirtækið Cyntellect varð fyrst félaga til að skrá sig á hinn nýja iSEC-markað Kauphallar Íslands. Heimildir; The Guardian, The Independent, www.bbc.com Stórveldið sem byggt var á sandi Kenneth Lay og Jeffrey Skilling, æðstu stjórnendur hins fallna bandaríska orkurisa Enron, hafa verið fundnir sekir um margvísleg brot gegn bandarískri fyrirtækjalöggjöf. Dómur yfir félögunum verður kveðinn upp hinn 11. september næstkomandi. Þangað til ganga þeir lausir gegn 365 milljóna króna tryggingu. Jón Skaftason skrifar um fall óskabarnanna sem spiluðu golf við Bandaríkjaforseta. BAK VIÐ LÁS OG SLÁ Jeffrey Skilling er heldur niður- lútur bak við rimlana. Hann gæti átt von á allt að 185 ára fangelsisdómi fyrir þátt sinn í Enron-svikamyllunni. Í HANDJÁRNUM Kenneth Lay stofnaði Enron árið 1985 og gegndi lengi starfi forstjóra fyrirtækisins. Lay var af mörgum talinn ósnertanlegur. Hann var góður vinur Bush yngri Bandaríkjaforseta og spilaði golf með þeim eldri. KÓNGUR Í RÍKI SÍNU Jeffrey Skilling fyrir framan höfuðstöðvar Enron í Houston. Skilling var af flestum talinn maðurinn á bak við velgengni Enron. Síðar kom í ljós að sú velgengni var byggð á sandi. Skilling seldi hlutabréf fyrir 1,6 milljarða króna skömmu fyrir hrun fyrirtækisins. Á ársreikning- um félagsins fyrir árið 2000 var hagnaður sagður tæpir 26 milljarð- ar króna og skuldir 730 milljarðar. Þessi 26 millj- arða hagnaður var hins vegar hvergi til nema í bókum félagsins og raunverulegar skuldir rúmir tvö þúsund milljarðar íslenskra króna.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.