Fréttablaðið - 31.05.2006, Qupperneq 51

Fréttablaðið - 31.05.2006, Qupperneq 51
5,07% 1.337 3,7hlutur í French Connection sem FL Group hefur keypt. milljóna króna tap HB Granda á fyrsta ársfjórðungi. milljarða króna kaupverð sænska verð-bréfafyrirtækisins Fischer Partners sem Glitnir keypti. SÍMANÚMER MARKAÐARINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@markadurinn.is Veffang: visir.is B A N K A H Ó L F I Ð Nafngiftir eignarhaldsfélaga kalla oft á lestur í merkingu nafnanna og af því eru svo dregn- ar ályktanir. Björgólfsfeðgar stofnuðu eitt slíkt og nefndu það Óperu. Þegar tilkynning kom um kaup félagsins á hlut í Gretti, þá voru menn á því að enginn stofn- aði óperu nema til að syngja. Í ljós kom svo að kaupin í Gretti voru hluti af stærri fléttu þeirra feðga til að taka af tvímæli um tökin sem þeir ætla að hafa á Straumi Burðarási. Þessar hreyf- ingar vekja litla kátínu í her- búðum Magnúsar Kristinssonar, en grunnt er á því góða milli hans og feðganna í hluthafahópi Straums. Fram undan eru því sennilega frekari hræringar í hluthafahópnum og ekki séð fyrir endann á togstreitunni. Eins og sagt var til útskýringar í annarri óperu: „It ain‘t over till the fat lady sings.“ Söngur feitu konunnar Í málarabransanum forðast menn helgidagana og þeir þykja til marks um slaka frammistöðu í greininni. Allar stéttir þurfa að glíma við sína „helgidaga“ og blaðamenn ekki síður en aðrir. Þannig féll mbl.is í smá pytt á mánudaginn. Þar var um tíma uppi frétt þar sem greint var frá hækkun bandarískra hlutabréfa og hækkunin höfð til marks, að mati sérfræðinga, um hugsan- legan aukinn styrk eftir óróa undanfarinna vikna. Vandinn var bara sá að markaðir voru lokaðir á mánudag og því var fréttin væntanlega um það sem gerðist á föstudaginn. Í Bandaríkjunum heiðruðu menn minningu fall- inna hermanna á mánudag og almennur frídagur var í Bretlandi. Mistökin uppgötvuð- ust greinilega, því að morgni sást hvorki tangur né tetur af þessari frétt. Þetta er jú kostur þess að vera ekki alltaf þrykktur með prentsvertu á pappír. Helgidagar varasamir Tekjur danskra lögfræðinga námu á síðasta ári tæpum hundrað milljörðum íslenskra króna og hafa aukist um sex- tán prósent síðustu þrjú ár, samkvæmt tölum dönsku Hagstofunnar. Danskir lögfræð- ingar hafa gegnum árin helst sótt tekjur til prívatráðgjafar einstaklinga en nú er svo komið að um sjötíu prósent allra tekna koma af fyrirtækjaráðgjöf, tuttugu prósent frá einstakling- um og einungis tíu prósent frá ríkinu. Þykir þetta bera þéttofnu regluverki Evrópusambandsins fagurt vitni, enda eru það alþekkt sannindi innan lögfræðistéttar- innar að einungis lögfræðingar geta rekið fyrirtæki svo vel sé. Þéttofið regluverk „Ég hef alltaf veri› keppnisma›ur“ fiess vegna hef ég a›gang a› E*TRADE. Me› flátttöku í E*TRADE í gegnum Landsbankann b‡›st einstaklingum möguleiki á a› n‡ta sér beint og millili›alaust áhugaver› fjárfestingartækifæri. Á E*TRADE getur flú keypt og selt hlutabréf í Danmörku, Noregi, Svífljó›, Finnlandi og Bandaríkjunum. E*TRADE er einfalt í notkun, í bo›i eru ókeypis námskei› og allt vi›mót er á íslensku. Ert flú á ? Kynntu flér máli› á landsbanki.is e›a hringdu síma 410 4000.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.