Fréttablaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 20
 8. júní 2006 FIMMTUDAGUR20 fréttir og fróðleikur Hörð lending er hugtak sem heyrist oft í fjölmiðlum þessa dagana þegar fjallað er um efnahagsmál. Engin ákveðin tímasetning hefur heyrst en flestir eiga von á því að hægist á hag- kerfinu í haust og næsta vetur. Hvað er hörð lending og hvernig er hægt að forðast hana? Hvað er hörð lending? Hörð lending felur í sér harðnandi tíma í efnahagsmálum þjóðarinnar. Helstu einkennin eru aukið atvinnuleysi og vax- andi gjaldþrot einstaklinga og fyrirtækja. Fólk á erfitt með að fá vinnu eða skipta um vinnu og verðbólga gerir að verkum að kaupmátturinn minnkar. Þjóðarframleiðsla dregst harkalega saman. Margir geta átt í meiri vandræðum með að láta enda ná saman en svo eru margir sem finna ekki mikið fyrir áhrifum verra efnahags- ástands á pyngju sína. Hvað tekur hörð lending langan tíma? Nafnið gefur til kynna að hörð lending gerist tiltölulega hratt, til dæmis á einu ári, en enginn veit nú hve lengi hún varir. Verði lendingin harkaleg má búast við að það komi í ljós í haust eða næsta vetur þegar kaupmáttur dregst saman, atvinnuleysi eykst og fólk finnur meira fyrir verra efnahagsástandi. Hörð lending getur verið byrjunin á langvarandi kreppu en þó bendir ekkert sérstaklega til þess að svo verði. Framtíðarhorfur hvað hag- vöxt varðar eru ekki slæmar þannig að ekkert bendir til þess að þjóðin sé að sigla inn í langt kreppuástand. Aðalspurningin er hvort harða lend- ingin skellur á með látum eða hvort það takist að hægja á hagkerfinu og ná jafnvægi án þess að atvinnuleysi aukist og það komi til gjaldþrota. Hvenær skýrist þetta? Þróunin skýrist á þessu ári og því næsta. Óróleiki verður örugglega í hagkerfinu næstu mánuði og misseri, bæði út af þeim pólitísku breytingum og þróuninni á fjármálamörkuðum. Kosningar eru á næsta leyti og þeim fylgir oft óróleiki þannig að það má búast við óvissu fram á næsta ár. Hvernig er hægt að koma í veg fyrir harkalega lendingu? Stjórnvöld geta beitt sér í ríkisfjármálum, til dæmis með niðurskurði opinberra fram- kvæmda. Seðlabankinn getur hækkað stýrivexti. Seðlabankinn hefur staðið á bremsunni með vaxtaákvörðunum en nú er bolt- inn fyrst og fremst hjá þeim sem taka ákvörðun um ríkisfjármálin. Akstur utan vega og þær gríðarlegu skemmdir sem hann getur valdið á viðkvæmri náttúru hafa verið reglulega í fréttum að undanförnu. Ljóst er að þolinmæði umhverfisyfir- valda er þrotin og ákveðið hefur verið að auka eftirlit til muna. Landhelgisgæslan og lögregla hafa gert sam- komulag um notkun þyrlu til slíks eftirlits. Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra hefur látið þau boð út ganga að viðurlög við akstri utan vega verði þyngd og útilokar ekki að banna tilteknar tegundir vélhjóla ef önnur úrræði skila ekki tilætluðum árangri. Ekki ber þó að skilja það sem svo að vandamálið sé bundið við notkun torfæruvél- hjóla. Jeppa- og fjórhjólaeigendur eiga hér einnig sök þó hlutfallslega séu spjöll torfæruhjóla mikil. Fáar undanþágur í lögum Reglur um akstur utan vega eru skýrar. Samkvæmt 17. grein laga númer 44/1999 um náttúruvernd er það einfaldlega bannað, nema á jöklum og utan þéttbýlis svo lengi sem jörð er þakin snjó og frosin. Undanþágur eru fáar en þrátt fyrir tiltölulega skýrt lagaumhverfi hefur akstur utan vega lengi verið vandamál. Ein ástæðan er sú að þeir sem ferðast um landið gera sér ekki alltaf grein fyrir því hvaða leiðir má fara og hverjar ekki. Þetta á til dæmis við um þann útbreidda misskilning ökumanna torfæruvél- hjóla að þeim sé heimilt að aka fjárgötur, á hefðbundnum reiðleið- um og jafnvel göngustígum. Verstu málin um utanvegaakst- ur eru þó á landi þar sem hver ein- asti maður sér að ekki er ætlast til að ekið sé um. Þar getur eitt gönu- hlaup yfir mýri eða mosagróinn mel skilið eftir sig sár sem nær ekki að gróa að fullu fyrr en eftir marga áratugi, að því gefnu að aðstæður séu ákjósanlegar og ekk- ert frekara rask verði á landinu. Þó þarf ekki nema rennandi lindar- vatn að leita í slóðina eftir farar- tækið til að margfalda vandann. Svo viðkvæm er íslensk náttúra. Ráðherra vill vitundarvakningu Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, skipaði starfs- hóp í september 2004 til að gera til- lögur um hvaða vegir og slóðir í óbyggðum skyldu teljast til vega með hliðsjón af ákvæðum í náttúru- verndarlögum um akstur utan vega. Von er á nýrri reglugerð um akstur utan vega í sumar og þess utan er til skoðunar að fjalla sér- staklega um akstur torfæruvél- hjóla eins og komið hefur fram í máli núverandi umhverfisráð- herra, Sigríðar Önnu, að undan- förnu. Hún kveður fast að orði í þeirri umræðu og segir vel koma til greina að herða viðurlög mjög og jafnvel banna torfæruvélhjól ef aðrar aðferðir duga ekki til að ná settu marki. Sigríður höfðar til samvisku þeirra sem slík hjól eiga og leggur áherslu á hversu alvarleg landspjöllin eru. Hún telur þó mikilvæg- ast að efla kynningu og fræðslu um utanvegaakstur og bindur vonir við að umgengnin batni með vitundarvakningu um þau lýti sem utanvegaakstur skilur eftir á land- inu. Gífurleg fjölgun vélhjóla Innan torfæruvélhjólaíþróttarinn- ar eru starfræktir nokkrir klúbbar á landsvísu sem vinna að fram- gangi íþróttarinnar. Vélhjóla- íþróttaklúbburinn (VÍK) er þeirra stærstur og er hagsmunafélag þeirra sem keppa og ferðast á tor- færuvélhjólum. Tölur frá öku- tækjaskrá Umferðarstofu sýna vinsældir þessara tækja því árið 2003 voru 1.076 vélhjól skráð á Íslandi sem torfæruhjól en þau voru orðin 2.528 í árslok 2005. Þar með er ekki öll sagan sögð því samkvæmt upplýsingum Umferðarráðs skipta óskráð torfæruhjól hundruðum á Íslandi. Innan VÍK er starf- rækt umhverfisnefnd sem vinnur að bættri sam- vinnu við aðra útivistar- unnendur. Umhverfis- nefndin vinnur að því að vélhjólamenn sýni landinu og öðru útivist- arfólki tillitssemi og hvetur til fræðslu fyrir þá sem nýir eru í íþróttinni. Til að koma þessum skilaboðum á framfæri hefur verið gefið út ítarlegt kynningar- efni þar sem boðskapur umhverf- isverndar og virðingar gagnvart náunganum er haldið á lofti. Marg- ir vélhjólamenn fordæma utan- vegaakstur afdráttarlaust og hafa ber hugfast að oft þarf aðeins fáa til að koma vondu orði á stóran hóp. Vélhjólamenn vekja líka athygli á því að skortur á viðun- andi og varanlegri æfinga- og keppnisaðstöðu auki líkurnar á utanvegaakstri. Þá hvetja þeir til að skilgreiningar á aðgengi að vegum og slóðum verði skýrðar. Umhverfisráðherra tekur undir þau sjónarmið að aðstöðuna þurfi að bæta og hefur mælst til þess að sveitarstjórnir beiti sér fyrir slíkri uppbyggingu. Óskir torfæruvél- hjólamanna um skilgreiningar vega og slóða eru einnig á borði ráðherra og því má ætla að sjónar- mið íþróttarinnar og umhverfis- verndar fari saman. Svona erum við FRÉTTASKÝRING SVAVAR HÁVARÐSSON svavar@frettabladid.is Dalbraut 3, 105 Reykjavík • Nánari upplýsingar í síma 567-7773 og 893-6337 um kvöld og helgar MARKISUR www.markisur.com VILTU SKJÓL Á VERÖNDINA? Hafrannsóknastofnuinn lagði nýlega til að dregið yrði úr heildarafla á þorski og ýsu. Sjávarútvegsráðuneytið tekur lokaákvörðun um aflann á næsta fisk- veiðiári. Að sögn Þorsteins Sigurðsson- ar hjá Hafró fer ráðuneytið í mörgum tilfellum eftir ábendingum Hafró. Hvað gerir Hafró? Hafró starfar eftir lögum um að veita ráðgjöf til stjórnvalda um nýtingu á auðlindum hafsins. Hafró fylgist ekki bara með fiskistofnunum heldur öllu hafsvæð- inu í kringum Ísland. Af hverju að minnka aflann? Vegna þess að þorskurinn er minni núna, það er breyting í meðalþyngd og vegna umframafla íslenskra og erlendra skipa. Hvað ýsuna varðar þá er fjöldi fiska svipaður og í fyrra en hún hefur vaxið hægar. Áhrif tillagnanna? Hafró er að reyna að byggja upp hrygningarstofn þorsksins svo að hann geti gefið af sér fleiri fiska í framtíðinni. SPURT & SVARAÐ HAFRANNSÓKNASTOFNUNIN ÞORSTEINN SIGURÐSSON sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnuninni Ísland örum skorið DÆMI UM EYÐILEGGINGUNA Þessar tvær myndir voru teknar í ferð Umhverfisstofnunar á dögunum. Þær koma úr safni mynda sem allar sýna það sama; stórskemmd landsvæði eftir augna- bliks skemmtun. FRÁ REYKJANESI Á DÖGUNUM Starfsmenn Landhelgisgæslunnar og lögreglan á Selfossi tóku átta á torfæruhjólum í einni ferð. AKSTUR UTAN VEGA 2000-2006 - ÖLL LÖGREGLUUMDÆMI ■ 2006 45 mál ■ 2005 85 mál ■ 2004 113 mál ■ 2003 58 mál ■ 2002 57 mál ■ 2001 59 mál ■ 2000 51 mál ■ Mál sem tengjast jafnframt öðrum afbrotum eru ekki skráð sem akstur utan vega. Dæmi um slíkt er ölvunarakstur. ÁÆTLAÐUR FJÖLDI ERLENDRA FERÐAMANNA Á ÍSLANDI ■ 1950 4000 ■ 1980 66000 ■ 1990 130000 ■ 2000 300000 ■ 2004 365000 ■ 2020 1000000 ■ Mikið álag er á viðkvæmum svæðum á Íslandi. Helmingur erlendra gesta heimsótti hálendið árið 2003 að talið er. SIGRÍÐUR ANNA ÞÓRÐARDÓTTIR Umhverfisráðherra. FBL GREINING: HÖRÐ LENDING Í EFNAHAGSMÁLUM ÞJÓÐARINNAR Kosningum fylgir oft óróleiki Meðalþyngdin er minni > Bókaeign Íslendinga Heimild: Hagstofa Íslands 1. 94 6 .4 13 2. 09 .0 11 9 1. 76 7. 95 2 1995 2000 2005 ÚTI Í MÝRI Þessar aðfarir skilja eftir för í landinu sem gróa seint eða aldrei. MYND/UST
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.