Fréttablaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 87

Fréttablaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 87
FIMMTUDAGUR 8. júní 2006 55 410 4000 | landsbanki.is Í SL EN SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S L BI 3 30 53 06 /2 00 6 Í SL EN SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S L BI 3 30 53 06 /2 00 6 Tryggðu þér miða á betra verði á landsbankadeildin.is eða ksi.is fim. 8. júní kl. 19:15 fim. 8. júní kl. 19:15 fim. 8. júní kl. 19:15 lau. 10. júní kl. 16:00 sun. 11. júní kl. 19:15 lau. 10. júní kl. 16:00 mán. 12. júní kl. 19:15 mið. 14. júní kl. 19:15 mið. 14. júní kl. 19:15 Valur - Fylkir Víkingur - Grindavík Keflavík - ÍA ÍBV - KR Breiðablik - FH KR - Valur Breiðablik - Þór/KA Keflavík - FH Fylkir - Stjarnan 5. UMFERÐ | LANDSBANKADEILD KVENNA 6. UMFERÐ | LANDSBANKADEILD KARLA ������� ���������������� ����������������������������� �� ��������������������������� ������ ��������� FÓTBOLTI Forráðamenn Barcelona eru staddir í London þessa dagana þar sem þeir eru í viðræðum við Chelsea um kaupverðið á Eiði Smára Guðjohnsen. Eggert Skúla- son, talsmaður Eiðs, staðfesti þetta við Fréttablaðið í gær en ekki náðist í Arnór Guðjohnsen, föður og umboðsmann Eiðs, frek- ar en undanfarna daga. Líklegt er að risafélögin nái samkomulagi en talið er að Chel- sea vilji fá um fimmtán milljónir evra fyrir Eið en Barcelona sé að reyna að lækka það nær tíu millj- ónunum. Sá áhugi sem önnur félög hafa sýnt Eiði, til að mynda Manchester United, gerir það að verkum að forráðamenn Chelsea eiga auðveldara með að halda kaupverðinu uppi, þar sem þeir geta hótað Börsungum því að leita annað gangi þeir ekki að kröfum sínum. Arnór var í Barcelona á dögun- um en er nú kominn aftur til Eng- lands. Talið er að hann hafi verið að ræða við Barcelona um kaup og kjör fyrir son sinn, sem verður líklega að taka á sig launalækkun til að ganga til liðs við Spánar- og Evrópumeistarana. El Mundo Deportivo, staðar- blað í Barcelona, heldur því fram að þegar sé búið að semja um kaup og kjör um launamál Eiðs Smára. Samkvæmt blaðinu verður launa- greiðsla Eiðs 3,2 milljónir evra á ári, en það verða laun hans og bónusgreiðslur. Upphæðin er sú sama og hann fékk í laun hjá Chel- sea utan bónusgreiðslna og því lækka laun Eiðs lítillega. - hþh Landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen mun að öllum líkindum semja við Evrópumeistarana: Chelsea og Barcelona í samningaviðræðum EIÐUR SMÁRI Nokkuð ljóst er að hann hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Chelsea, eftir tvo Englandsmeistaratitla með félaginu. NORDICPHOTOS/AFP TENNIS Hinn ungi Spánverji Rafael Nadal komst í undanúrslit á opna franska meistaramótinu í tennis í gær. Þessi tvítugi piltur er hand- hafi titilsins á mótinu en andstæð- ingur hans, Novak Djokovic, neyddist til að hætta keppni vegna meiðsla þegar Nadal leiddi leikinn 2-0 í settum. „Það er aldrei skemmtilegt að vinna á þennan hátt. Ég var reynd- ar með fína stjórn á leiknum en svona er þetta,“ sagði Nadal. Þetta var 58. sigur hans á leirvelli í röð og virðist enginn geta skákað kappanum á þeirri tegund yfir- borðs. Í undanúrslitum á föstudag mætast annars vegar Svisslend- ingurinn Roger Federer og Arg- entínumaðurinn David Nalbandian og hins vegar Nadal og Ivan Ljubicic. - hþh Opna franska meistaramótið: Nadal kominn í undanúrslitin MEIDDIST Djokovic meiddist í leiknum gegn Nadal og lauk þar með keppni. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Allar líkur eru á því að franski sóknarmaðurinn Djibril Cisse yfirgefi herbúðir Liverpool og gangi í raðir Marseille í heima- landi sínu. Hann hefur gefið það út að hann vildi glaður spila fyrir liðið en forráðamenn Marseille hittu kumpána sína hjá Liverpool í gær vegna Cisse. Pape Diouf, forseti Marseille, gaf það út í gær að hann vonaðist til þess að tryggja sér Cisse að láni fyrst um sinn, með forkaupsrétt innifalinn í samningnum. Óvíst er hvort Liverpool samþykki það, þar sem félagið þarf væntanlega fjár- muni til að kaupa nýjan sóknar- mann í staðinn. - hþh Djibril Cisse: Á leiðinni til Marseille FÓTBOLTI Paul Robinson, mark- vörður enska landsliðsins, er ekki sáttur við eiginleika hins opinbera bolta heimsmeistaramótsins. „Þessi bolti minnir mann meira á sund- eða blakbolta. Hann er mjög léttur og hreyfist óþægilega mikið í loftinu, jafnvel þó það sé ekki Roberto Carlos eða Ronald- inho sem skjóti,“ sagði Robinson en England leikur fyrsta leikinn sinn á HM gegn Paragvæ á laugar- daginn. - egm Heimsmeistarakeppnin: Robinson ekki sáttur við bolta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.