Fréttablaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 6
6 8. júní 2006 FIMMTUDAGUR Allar nánari upplýsingar í Þjónustuveri Hafnarfjarðar, Strandgötu 6 Sími 585 5500 - www.hafnarfjordur.is ���������������� - Rativ - Tungur í leikhúsi - Míkróveröld og morgunstemningar Ljóð í lauginni - Leikskólalist - Sumarlestur - Brynja og börnin Aðgangur ókeypis á viðburði nema annað sé tekið fram �� �� �� �� � �� �� �� � ��� ����� 1.-10. júní 20068. júní Kl. 14:00 Opið hús í Hraunseli. Skemmtidagskrá eldri borgara. Hljómsveit Hjörleifs Valssonar, samkvæmisdansar og fl. � ��������������������� Kl. 17:15 Leiðsögn um útilistaverk fimm listnema við Listaháskóla Íslands. Listnemarnir Eva Ísleifsdóttir, Katrín Inga Jónsdóttir, Logi Bjarnason, Svala Ragnarsdóttir og Una Björk Sigurðardóttir segja frá verkum sínum. - Lagt af stað frá Firði. Kl. 18:00 Á Dökkumiðum/Krás á köldu svelli. Tónleikar Ingólfs Steinssonar og félaga í Bókasafni Hafnarfjarðar. Með Ingólfi leika Steingrímur Guðmundsson, Sunna Ingólfsdóttir og Arnljótur Sigurðsson. Kl. 20:00 Ljóðakvöld í Gamla bókasafninu. Ungskáld frá Nýhil koma fram. Lay Low spilar á milli. Kl. 21:00 Jazzað við sjóndeildarhringinn Kvintett Jakobsson og Möller í Golfskála Keilis. Á efnisskránni eru bæði þekkt jazzlög og frumsamið efni. ����������������������� Lista- og menningarhátíð Hafnarfjarðar � � � EFNAHAGSMÁL Ásgeir Jónsson, lekt- or við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, segir að mat Standard & Poor‘s hafi ekki komið mjög á óvart. Hvað hinn almenna neytanda varðar telur Ásgeir að áhrifin komi fram í lækkun á gengi íslensku krónunnar. „Aðal- áhrfin eru í lækkandi gengi sem getur hækkað verðbólgu ef það verður varanlegt,“ segir Ásgeir. Gengislækkun veldur því að utanlandsferðir almennings verða dýrari. Aukin verðbólga hefur áhrif á öll heimili landsins, sér- staklega þau sem skulda mikið. Matsfyrirtækið Standard & Poor‘s telur að aukin hætta sé á harðari lendingu íslenska hag- kerfisins eftir mikla útlána- og fjárfestingarþenslu undanfarin misseri. Í febrúar á þessu ári breytti matsfyrirtækið Fitch einnig horf- um sínum úr stöðugum í neikvæð- ar en það kom af stað mikilli gengislækkun og lækkun á íslenska hlutabréfamarkaðnum. Ljóst er að áhrifin verða minni núna vegna þess að markaðurinn er nær jafnvægi en hann var í febrúar. - gþg Breyttar horfur um lánshæfismat ríkissjóðs: Gengi krónunnar veikist ÁSGEIR JÓNSSON Telur að krónan veikist en það getur valdið hærri verðbólgu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KJÖRKASSINN Finnst þér að boða eigi til þing- kosninga vegna hræringa innan ríkisstjórnarinnar? Já 80% Nei 20% SPURNING DAGSINS Í DAG Ætlarðu að fylgjast með HM í fótbolta? Segðu þína skoðun á visir.is PARÍS, AP Svissneski þingmaðurinn Dick Marty, sem stýrði rannsókn á vegum Evrópuráðsins á ásökunum um meint leyni- flug og leyni- fangelsi á vegum bandarísku leyniþjónust- unnar í Evrópu, sagðist í gær hafa orðið þess vísari að stjórn- völd í fjórtán Evrópulöndum hefðu verið í vit- orði með hinum bandarísku útsend- urum í „kóngulóarvef mannrétt- indabrota“. Nefndi hann sérstaklega Pólland og Rúmeníu í þessu sam- bandi er hann kynnti niðurstöður rannsóknarinnar í París í gær. Marty nefndi herflugvelli í Rúmeníu og Póllandi sem líklega staði sem leynilegir fangaflutning- ar hefðu farið um. Pólski forsætis- ráðherrann Kazimierz Marcinki- ewicz vísaði ásökunum þessum á bug í samtali við fréttamenn fyrir brottför sína til Íslands í gær. Sagði hann þær „tóman róg“. Í 67 síðna skýrslu sinni um niðurstöður rann- sóknarinnar leggur Marty ekki fram beinharðar sannanir fyrir ályktunum sínum, en hann sagði það hafa valdið sér vonbrigðum að flestar ríkisstjórnir í Evrópu „virt- ust ekki sérlega áfram um að kom- ast að staðreyndum málsins“. „Jafnvel þótt beinharðar sann- anir, í sígildum skilningi þess hug- taks, liggi ekki fyrir að svo komnu máli benda margar og samverk- andi vísbendingar til þess að slík leynileg fangelsi hafi í raun verið til í Evrópu,“ segir í skýrslunni. Hann sakar yfirvöld í fjórtán lönd- um – Bretlandi, Þýskalandi, Ítalíu, Svíþjóð, Bosníu, Makedóníu, Tyrk- landi, Spáni, Kýpur, Írlandi, Grikk- landi, Portúgal, Rúmeníu og Pól- landi – um samsekt í „ólöglegum flutningi fólks milli landa“. Meginheimildir Martys eru flugdagbækur sem evrópska flug- umferðarmiðstöðin Eurocontrol lét honum í té, vitnisburður fólks sem segist hafa verið numið á brott af bandarískum leyniþjónustu- mönnum og rannsóknir á sams konar ásökunum sem gerðar voru á vegum þjóðþinga í hinum ýmsu löndum Evrópu. Marty segist hafa komist að því að í sumum löndum hafi útsendur- um CIA verið leyft að nema á brott einstaklinga sem dvöldust í viðkom- andi löndum. Í öðrum hafi þeim verið leyft að fljúga um lofthelgi landsins eða stjórnvöld látið sem þau vissu ekki af starfsemi erlendr- ar leyniþjónustu á yfirráðasvæði þeirra. audunn@frettabladid.is Evrópuríki sögð samsek Í niðurstöðum rannsóknar Evrópuráðsins á ásökunum um fangaflug og leynifangelsi CIA í Evrópu eru yfirvöld í fjórtán Evrópulöndum sögð samsek útsendurum Bandaríkjanna um mannréttindabrot. DICK MARTY ÍRAN, AP Stórveldi heims eru reiðu- búin að hverfa frá þeirri kröfu að Íranar skuldbindi sig til þess að auðga ekki úran og biðja þá nú aðeins um að hætta þeirri starf- semi tímabundið á meðan frekari viðræður um framtíð kjarnorku- áætlunar Írana fara fram. Ónafn- greindir erindrekar sem þátt eiga í sáttaumleitununum við Írana tjáðu AP-fréttastofunni þetta. Írönum hefur enn fremur verið boðin sú tilslökun að þeir megi halda áfram umbreytingu úrans, það er efnaferli sem er forstig auðgunar, ef þeir fallast á fjölhliða viðræður. Slíkar tilslakanir gefa til kynna að forsvarsmenn alþjóðasam- félagsins séu reiðubúnir að fallast á takmarkaða kjarnorkustarfsemi í Íran, þrátt fyrir áhyggjur af því að hún kunni að verða misnotuð til að framleiða efni í kjarnorku- sprengjur. Frá því að slitnaði upp úr viðræðum Evrópuveldanna þriggja, Breta, Frakka og Þjóð- verja, við Írana í ágúst í fyrra hefur opinber afstaða þeirra og Bandaríkjanna verið sú að for- senda fyrir endurupptöku við- ræðna sé að Íranar skuldbindi sig til langtímabanns við tilraunum með auðgun úrans. - aa Breytt stefna í viðræðum um kjarnorkuáætlun Írana: Slakað á banni SOLANA KYNNIR VIÐRÆÐUR Javier Solana, utanríkismálastjóri ESB, ásamt þýska kanslar- anum Angelu Merkel í Berlín í gær. Hann ræddi sáttatilboð stórveldanna við ráðamenn í Teheran fyrri part vikunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KJARAMÁL Læknanemar sem standa í kjaradeilu við Landspítalann hafa ákveðið að efna til mótmælasetu í anddyri spítalans við Hringbraut í hádeginu í dag. Í tilkynningu sem þeir sendu frá sér í gær segir að lítið hafi þok- ast í samningsátt og að þeir voni að ekki þurfi að koma til þess að öryggi sjúklinga sé stefnt í hættu. Þeir harma jafnframt það aukna álag á starfsfólk sem af þessu hlýst. Að gefnu tilefni benda þeir á að læknanemar séu „ekki að berj- ast fyrir auknum réttindum eða launahækkunum, heldur að halda þeim réttindum sem þeir hafa áður haft.“ - sh Læknanemar í kjarabaráttu: Mótmælaseta á spítalanum SAMFÉLAGSMÁL Svavar Sigurðsson, ellilífeyrisþegi frá Reykjavík, færði lögreglunni á Akranesi höfð- inglega gjöf í gær. Um er að ræða tækjabúnað sem nýtist lögreglu við rannsóknir brotamála og þá sérstaklega fíkniefnamála. Svavar hefur helgað líf sitt bar- áttu gegn fíkniefnavandanum um ellefu ára skeið og lagt lögreglu, tollgæslu og ýmsu forvarnarstarfi lið með gjöfum. Í upphafi lagði Svavar til fjármuni sem hann átti sjálfur en síðustu árin hefur hann fjármagnað baráttuna með fram- lögum frá fyrirtækjum og stofn- unum. - shá Lögreglan á Akranesi: Berst gegn fíkniefnavánni KOSNINGAR Skipuð var kærunefnd í gær sem ætlað er að skera úr um réttmæti kæru sem borist hefur sýslumannsembættinu í Reykja- vík vegna framkvæmdar sveitar- stjórnarkosninganna í lok maí. Nefndina skipa hæstaréttarlög- mennirnir Þorsteinn Einarsson, formaður, Viðar Lúðvíksson og Kristinn Bjarnason. Að sögn Ólafs Hannibalssonar, talsmanns Þjóðarhreyfingarinnar, sem kært hefur framkvæmd kosn- inganna, hefur nefndin viku til þess að leita umsagnar yfirkjör- stjórnar í Reykjavík og aðra viku til þess að skila niðurstöðu sinni. - jh Kosningarnar í Reykjavík: Nefnd skipuð ÞAKKAÐ FYRIR Ólafur Þór Hauksson, sýslu- maður á Akranesi, tekur hér við gjöfinni úr hendi Svavars Sigurðssonar. MYND/JSÓ Bæjarlistamaður Óperusöngkonan Elín Ósk Óskarsdóttir var útnefnd bæj- arlistamaður Hafnarfjarðar við setningu listahátíðarinnar Bjartir dagar á fimmtu- dag. Auður Vésteinsdóttir myndlistar- maður og Eyrún Ósk Jónsdóttir, leikstjóri og leikskáld, hlutu hvatningarstyrki. HAFNARFJÖRÐUR FRÁ HERFLUGVELLI Í RÚMENÍU Flugdagbækur benda til þess að Rúmenía sé eitt þeirra fjórtán Evrópulanda sem svissneski þingmaður- inn Dick Marty hefur grunuð um að hafa verið samsek CIA um meint leyniflug og leynifangelsi á vegum bandarísku leyniþjónustunnar í Evrópu. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL Aðalmeðferð í meiðyrða- máli Friðriks Þórs Guðmundsson- ar á hendur Sigurði Líndal vegna ummæla um Skerjafjarðarskýrsl- una svokölluðu fór fram í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær. Sigurður var formaður nefndar sem kannaði rannsókn flugslyss- ins í Skerjafirði á sínum tíma og vann skýrslu um málið. Greint var frá efni skýrslunnar í fréttum Stöðvar 2 tveimur dögum áður en kynna átti hana fyrir fjölmiðlum á blaðamannafundi. Sigurður aflýsti fundinum og sakaði Friðrik Þór um að hafa lekið skýrslunni. Frið- rik neitaði því og höfðaði meið- yrðamál á hendur Sigurði. - sh Meiðyrðamál í Héraðsdómi: Neitar leka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.