Fréttablaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 66
 8. júní 2006 FIMMTUDAGUR34 Þegar tekið er tillit til fánalaga, sem samþykkt voru á Alþingi Íslendinga árið 1991, þá blöskrar við mér oft notkun fánans okkar. Lög þessi eru á vef forsætisráðu- neytisins og eru hagnýt lesning fyrir þá sem eru í vafa um upp- setningu og röðun fána. Einnig var gefin út bók um þetta efni á sama tíma. Það er svo annað mál, að til eru fleiri tegundir íslenskra fána. Tjúgufáninn er fyrir ríkis- stofnanir og síðan á forsetinn sinn einkafána og svo tollgæslufáninn. Það sem vekur athygli mína er að í hátíðarsalnum að Bessastöð- um virðist mér vera flaggað rangt, miðað við lögin og er það fráleitt að ekki skuli finnast plattastórt pláss til að fánareglunum sé fram- fylgt. Svona uppröðun hefur verið þar í mörg ár og vona ég að ekki sé komin hefð á að fara ekki eftir lögum þar. Hægt væri að setja mynd af fánanun eða skjöld milli dyrana og málverksins og nota forsetafánann á stöng í stað þess sem verið hefur þar. Oft sjást við- töl í sjónvarpi t.d. um áramót, við mikilmenni annara þjóða og er þá passað upp á að þjóðfánarnir séu rétt staðsettir í mynd. Erindi forsætisráðherra okkar á gamlársdag var með sérkenni- legri umgerð. Umhverfið var frekar þröngt, en litli almenni borðfáninn var hvorki passandi, né á réttum stað. Er það von að RUV hafi notað þessa uppstillingu vikulega í Kastljósi á föstudögum, því þeir vita líklega ekki betur. Mér fannst það ávallt virðulegt hjá fyrrverandi forsætisráðherra að nota skjaldarmerkið (land- vættina) við sambærilegar athafn- ir. Þegar farið er að taka eftir þessum smáatriðum og þau lag- færð, þá verður það ekki til eftir- breytni fyrir aðra, um að lög séu ekki virt hjá þessum embættum. Þessar athugasemdir eiga líka við um fyrirtæki, félög, kirkjuþing og fleiri. Undantekning er salur Hæstaréttar, þar eru táknin til sóma, svo dæmi sé tekið. Ég er þess fullviss að þeir sem stóðu að undirbúningi fyrir lögin meintu vel og vönduðu af kost- gæfni verk sín enda hæfir mjög. Ég veit einnig að Þorsteinn Ein- arsson íþróttafulltrúi ríkisins var mikil hvatamaður til aukinar virð- ingar og réttrar meðferðar á þjóð- fánanum. Hann myndi vera mér sammála um þessar athugasemd- ir nú, ef hann lifði. Í sal háttvirts Alþingis okkar eru engin sjáanleg tákn lands okkar (nema á ráðherrastólunum) og þegar setið er í þeim hverfa þau sjónum. Það væri hægt að stað setja skjaldarmerkið ofan við háborð forseta, saumað eða á annan hátt og einnig mætti hafa fánann til hægri við háborðið (séð frá for- seta). Ég er þess fullviss að háttvirt- um alþingismönnum myndi líða betur við meðferð mála og atkvæðagreiðslur, með þjóðarták- in í sjónmáli. Þá mætti alveg hugsa sér að fáninn verði á ráð- herafundum, ríkisráðsfundum, í ráðherrabústaðnum og á fleirum fundarstöðum ríkissins. Þar sem nú fara fram ýmiskon- ar hátíðarhöld á næstu vikum, svo sem Sjómannadagur, Þjóðhátíðar- dagur 17.júní, 220 ára afmæli Reykjavíkurborgar og margir viðburðir aðrir, þar sem fáninn er notaður, er tilefni til að kynna notnun þjóðartáknana rækilega, svo allir séu vissir um tilgang lag- anna. Eins þarf að kynna röðun fánans með öðrum þjóðfánum og fara þar eftir íslenska stafrófinu við þá erlendu. Fánar Íslands UMRÆÐAN PÉTUR KRISTJÁNSSON RAFEINDAVIRKI SKRIFAR UM FÁNALÖG Undanfarið hefur talsverð umræða verið um verðtryggingu langtíma- lána á Íslandi og um ástæður þess að verðtryggingin er nauðsynleg á okkar óstöðugu krónu. Í hvert sinn þegar verðbólgan tekur smástökk má búast við fréttum í fjölmiðlum um það hve mikið verðtryggð lán heimilanna í landinu til 25 eða 40 ára hafa hækkað og oft eru nefnd- ar hækkanir um milljónir eða millj- arða en ekkert minnst á það að hækkanirnar séu oftast á einu ári ekki nema um kr. 2.000 eða 3.000 á hverri mánaðarlegri greiðslu hvers heimilis. Það kalla sumir ekki mikið samanborið við launahækk- anir. Þessar litlu hækkanir eru síðan blásnar upp í fréttum með því að margfalda þær með mánaðafjöld- anum sem eftir er af lánstímanum mínus hækkanir á vaxtahlutanum og fá þannig út risatölur sem jafn- gilda auðvitað hækkunum eftir- stöðvanna af lánunum sem dreifast á nokkur hundruð mánaðargreiðsl- ur áratugi fram í tímann. Fréttir af hækkunum lána eru oftast næstum því réttar þótt þessar stóru tölur blekki fólk. En þegar vísitalan lækkar og lán heimilanna lækka um milljónir króna er slíkt sjaldan eða aldrei fréttaefni. Af hverju ekki? Gallinn er sá að stór hluti almennings misskilur fréttirnar um hækkanir lánanna og heldur ranglega að hækkanirnar séu að sliga heimilin með gífurlega auk- inni greiðslubyrði. Slíkur áróður glymur í eyrum okkar nærri dag- lega. Til dæmis eru margir framá- menn í þjóðfélaginu, þar með tald- ir alþingismenn og lögfræðingar sem hægt er að nafngreina, sem viðhalda þessum áróðri gegn verð- tryggingunni þótt þeir viti ekkert hvernig verðtryggð lán eru reikn- uð! Þeir fullyrða t.d. að verðtryggð lán heimilanna séu hærri vegna verðsamráðs olíufélaganna þótt sannleikurinn sé auðvitað sá að lánin eru lægri vegna verðsam- ráðsins sem var. Þeir bara þekkja ekki reikningsaðferð verðtryggðra lána og fjandskapast út í það sem þeir þekkja ekki og sem þeir nenna ekki að kynna sér. Svo skrökva þeir því líka að verðtryggð lán séu ekki til í nágrannalöndum okkar. Til að sýna hvernig fréttir um hækkun verðtryggðra langtíma- lána blekkja fólk langar mig að leggja til að fréttamenn birti fram- vegis fréttir svipaðs eðlis í hvert sinn þegar hópar launþega fá launahækkanir. Tökum dæmi: 15 þúsund manna hópur launþega, hver með 125 þús. á mánuði fær 4 prósenta launahækkun á einu ári sem er kr. 5.000 hækkun mánaðar- launa. Þetta lætur lítið yfir sér ef fréttin segir ekkert meira. En hve mikil hækkun er þetta á næstu 300 eða 480 mánuðum sem er sami tími og langtímalán? Það eru hvorki meira né minna en 22,5 milljarðar króna á 25 árum og 36 milljarðar á 40 árum! Þá gæti fréttin t.d. verið svona: „Laun hafa hækkað verulega á aðeins einu ári: HÆKKUN LAUNA UM TUGI MILLJARÐA – 15 þús- und launþegar, hver með kr. 125 þús. á mánuði hafa á örskömmum tíma fengið verulega launahækk- un, jafnvel svo nemur tugum millj- arða króna á 25 árum. Þessi eina hækkun nemur kr. 22,5 milljörðum á framangreindu tímabili. Hver launþegi fær hækkun um eina og hálfa milljón króna.“ Svona er hægt að blekkja með sannleik. Fréttamenn: Vinsamlegast hættið að þjóna skuldakóngunum sem þrá ekkert heitar en lög sem banna verðtryggingar og lög sem banna háa vexti til að þeir geti rakað inn gróða með óverðtryggð- um lánum á lágum vöxtum í bull- andi verðbólgu. Að blekkja með sannleik UMRÆÐAN VERÐTRYGGING CARL J. EIRÍKSSON RAFMAGNSVERKFRÆÐINGUR Til dæmis eru margir framá- menn í þjóðfélaginu, þar með taldir alþingismenn og lögfræðingar sem hægt er að nafngreina, sem viðhalda þessum áróðri gegn verðtrygg- ingunni þótt þeir viti ekkert hvernig verðtryggð lán eru reiknuð! 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.