Fréttablaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 86
54 8. júní 2006 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is Ármúla 11 - sími 568-1500 Lónsbakka - sími 461-1070 Handsláttuvélar Bumbubaninn víðfrægi Ármúla 11 - sími 568-1500 Lónsbakka - sími 461-1070 Greinakurlarar 2200 W öflugur mótor. Max 40 mm greinar Ármúla 11 - sími 568-1500 Lónsbakka - sími 461-1070 Laufsugur Fáanlegar með bensínmótor eða rafmótor. Ármúla 11 - sími 568-1500 Lónsbakka - sími 461-1070 Vélorf Tilvalin fyrir heimilið og sumarbústaðinn Vélorf með rafmagns- eða bensínmótor Ármúla 11 - sími 568-1500 Lónsbakka - sími 461-1070 fyrir garðinn Garðslöngur Slöngutengi Veltiúðarar Úðabrúsar LEIKMAÐUR UMFERÐARINN AR LIÐ UMFERÐARINNAR Peter Gravesen (3) Sigmundur Kristjánsson Davíð Þór Rúnarsson (2)Atli Viðar Björnsson Daniel Servino Daði Lárusson Davíð Þór Viðarsson Milos Glogovac Óðinn Árnason Viktor Bjarki Arnarsson (4) Ólafur Ingi Stígsson 3-5-2 FÓTBOLTI „Ég geri bara það sama og allir aðrir markmenn. Ég vel mér horn til að fara í og vona það besta,“ sagði Daði Lárusson, leik- maður fjórðu umferðar, en hann varði tvær vítaspyrnur í leik gegn Keflavík á mánudaginn. Önnur vítaspyrnan kom í uppbótartíma og fengu Keflvíkingar gullið tækifæri til að jafna metin en Daði sá til þess að það gerðist ekki og FH vann 3-2. Íslands- meistararnir eru með fullt hús stiga eftir fimm umferðir og eru strax komnir með sex stiga for- skot. „Maður gat vissulega ekki séð það fyrir að við næðum strax svona góðu forskoti í deildinni. Úrslitin hafa spilast okkur í hag, við siglt lygnan sjó meðan allir aðrir hafa unnið alla,“ sagði Daði en hann hefur aðeins fengið á sig þrjú mörk í fyrstu fimm umferð- unum. „Vörnin hefur verið mjög traust hjá okkur. Við erum vel settir með miðverði og ekki verið í vandræðum þrátt fyrir að hafa misst Auðun Helgason og Sverri Garðarsson. Þá hefur Tommy Nielsen ekki verið heill. Ármann Smári hefur verið hreint magnaður og átt eina óvæntustu endurkomu íslenska boltans.“ Þrátt fyrir að hafa misst marga góða menn frá því í fyrra virðist það ekki hafa komið niður á FH. „Við höfum bara breytt leikskipulaginu sam- hliða þessu. Nýju mennirnir hafa komið sterkir inn í þetta. Venni (Sigurvin Ólafsson) hefur verið að spila fantavel á miðjunni og Allan Dyring er duglegur og berst vel fyrir liðið. Svo höfum við endur- heimt leikmenn sem voru í láni síðasta sumar og þeir koma reynsl- unni ríkari inn í hópinn hjá okkur.“ Daði er 32 ára og hefur alla tíð spil- að með FH og búið lengi í Hafn- arfirði þó hann sé fæddur í Reykjavík. „Ég lít á mig sem Gaflara þó að hörð- ustu Gafl- ararnir geti kannski ekki samþykkt það. Ég stefni þó á að verða viðurkenndur sem Gafl- ari,“ sagði Daði í léttum tón. „Það hefur verið frábært að fá að taka þátt í því að vekja risann og upp- gangur liðsins hefur verið ótrú- legur síðustu ár. Stjórnin hefur staðið sig vel og þá hafa stuðn- ingsmenn okkar spilað ómetanlegt hlutverk og eiga hrós skilið.“ Stuðningsmenn FH hafa verið duglegir við að hrópa „Daða í landsliðið“ en sjálfur segist hann líta á það sem bónus ef hann nær því að komast þangað. „Mín stefna er bara að halda áfram að standa mig fyrir FH í öllum leikjum. Svo væri ekki leiðinlegt ef við næðum árangri í Evrópukeppnninni eftir vonbrigðin í fyrra þar sem við fengum drátt dauðans og lékum gegn liði frá Fjarskanistan. Það lið var mjög sterkt en vonandi verð- um við heppnari með dráttinn í ár,“ sagði Daði. elvar@frettabladid.is Vill verða viðurkenndur Gaflari Daði Lárusson, markvörður FH, hefur verið valinn leikmaður fimmtu umferðar af Fréttablaðinu. Daði hefur verið traustur milli stangana það sem af er leiktíð og var hetja liðsins gegn Keflavík á mánudag. TRAUSTUR Daði Lárusson hefur spilað lykilhlutverk í velgengni FH undanfarin ár. HANDBOLTI Unglingalandsliðsmað- urinn Arnór Gunnarsson hjá Þór er að öllum líkindum á leið til Vals. „Það er nánast pottþétt. Málið hefur þó tafist,“ sagði Arnór. Svo gæti farið að Þór sam- einist grönnum sínum í KA en ef af því verður mun samningur Arnórs falla niður og þá verður honum frjálst að ganga til liðs við hvaða lið sem er og það þarf ekk- ert að greiða fyrir hann. „Ég reikna nú með því að ef Þór og KA sameinist muni verða talað við mig. En hreint út sagt þá hef ég bara ekki áhuga á því að spila undir merki KA,“ sagði Arnór. Hann hyggst fara í nám í Reykjavík og þá er unnusta hans búsett á höfuðborgarsvæðinu og hugur hans leitar því þangað. Hann hefur útilokað alla aðra möguleika en Val. Axel Stefáns- son, sem þjálfaði Þórsara í vetur, er að taka við norska úrvalsdeild- arliðinu Elverum og bað hann Arnór um að koma með sér út. „Ég ákvað að neita því boði þar sem ég tel mig ekki vera tilbúinn að fara út. HK og Fram vildu einnig fá mig en ég gaf félögun- um afsvar,“ sagði Arnór. - egm Handboltamaðurinn Arnór Gunnarsson spilar væntanlega fyrir Valsmenn næsta vetur: Hef ekki áhuga á því að spila undir merki KA Knattspyrnumaðurinn Veigar Páll Gunnarsson hefur svo sannarlega staðið sig frábærlega á tímabilinu í Noregi og er hann markahæstur í úrvalsdeildinni með sjö mörk eftir ellefu umferðir. „Ég viðurkenni það að ég bjóst ekki við því fyrir fram að verða markahæstur á þessum tímapunkti. Það hefur gengið ótrúlega vel og það er allt öðruvísi að ganga inn á völlinn núna. Sjálfstraustið er í botni, ég æfði eins og vitleysingur fyrir tímabilið og er kominn í mjög gott form,“ sagði Veigar, en hann spilar fyrir Stabæk. Hann kom til liðsins fyrir tveimur árum en átti erfitt uppdráttar vegna meiðsla og Stabæk féll. Það vann sér síðan inn sæti í úrvalsdeildinni að nýju í fyrra og er nú í áttunda sæti. Á þriðjudaginn gerði liðið 2-2 jafntefli við Våler- enga en Veigar skoraði glæsilegt mark í leiknum framhjá landsliðs- markverðinum Árna Gauti Arasyni auk þess að leggja hitt markið upp. „Ég fékk boltann óvænt milli varnar og miðju. Enginn leikmaður var í mér svo ég náði að reka boltann aðeins áfram og þegar ég sá að enginn varnarmaður var á leiðinni í mig þá lét ég bara vaða. Ég hitti boltann mjög vel og Árni átti einfaldlega ekki möguleika,“ sagði Veigar sem var valinn í úrvalslið umferðarinnar fyrir frammistöðu sína í leiknum. Þegar Veigar er spurður út í persónuleg markmið segir hann að brátt sé tími til kominn að stíga næsta skref. „Ég ætla að halda áfram að standa mig hérna og svo ætla ég að reyna að komast í sterkari deild. Ég hef alltaf verið hrifinn af Hollandi og væri alveg til í að fara þangað sem dæmi. En ef ég fæ ekki tækifæri á að fara í sterkari deild verð ég bara að taka því og halda áfram að standa mig hér,“ sagði Veigar Páll Gunn- arsson, markahæsti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar. KNATTSPYRNUKAPPINN VEIGAR PÁLL GUNNARSSON: ER MARKAHÆSTUR Í NORSKU ÚRVALSDEILDINNI Allt öðruvísi að ganga inn á völlinn > Einar aftur til Minden Handknattleikskappinn Einar Örn Jónsson þarf að fara aftur til Minden í frekari læknisskoðanir hjá þýska úrvals- deildarfélaginu en Einar var í ítarlegum rannsóknum hjá félaginu á dögunum. Félagið teflir ekki á tvær hættur með hnémeiðsli leikmanna eftir að það samdi við Patrek Jóhannesson á sínum tíma en síðar kom í ljós að hnémeiðsli hans voru verri en í fyrstu var talið. Ef rann- sóknirnar ganga að óskum mun Einar skrifa undir samning við félagið í kjölfarið en hann hefur leikið með Torrevieja á Spáni í vetur. Nýr samningur við Visa Visa Ísland hefur framlengt samstarfs- samning sinn við Íþróttasamband fatlaðra um þrjú ár. Styrknum verður varið til undirbúnings fyrir Ólympíumót fatlaðra í Peking árið 2008. Íslenskt íþróttafólk hefur verið í fremstu röð á mótum fatlaðra undanfarin ár. HANDBOLTI HK sótti í gær um félagaskipti fyrir litháíska mark- vörðinn Egidijus Petkevicius. Hann stendur í deilu við Fram, sem ákvað að framlengja ekki launasamning hans en krefst engu að síður greiðslu fyrir hann þar sem eitt ár er eftir af leikmanna- samningi hans við félagið. Petkevicius sættir sig ekki við þessa hegðun Framara og vill ekki sjá að greitt verði fyrir sig. Hann er búinn að semja við HK og að undirlagi Petkeviciusar hefur HK sótt um félagaskipti fyrir mark- vörðinn á þeim forsendum að hann sé laus allra mála. „Nú bíðum við eftir svari frá forráðamönnum Fram og ef þeir neita að sleppa honum án greiðslu er ekkert annað í spilunum en að kæra málið en það er ósk Petja að við gerum það,“ sagði Hilmar Sigurgíslason, formaður hand- knattleiksdeildar HK, við Frétta- blaðið í gær. „Ég heyri ekki betur en Fram ætli ekki að sleppa honum og Petja vill ekki að það verði greitt fyrir sig. Við munum því keyra málið alla leið fyrir hönd Petja ef á þarf að halda því hann getur ekki rekið málið sjálfur. Ég held að það sé líka nauðsynlegt þar sem fleiri eru í þessari stöðu og við þurfum fordæmisgefandi mál svo línurn- ar verði alveg skýrar í framtíð- inni,” sagði Hilmar. - hbg Mál Egidijusar Petkeviciusar: HK sækir um félagaskipti PETKEVICIUS Mun fara með málið til EHF ef á þarf að halda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.