Fréttablaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 28
 8. júní 2006 FIMMTUDAGUR28 og fólk ? Urð og grjót - Upp í mót ... göngu- sumarsins garpa Fyrir ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 82 59 05 /2 00 5 Meindl Island Pro GTX Flokkun BC Heil tunga og vandaður frágangur Ótrúlega léttir! Þyngd: 830 g (stærð 42) Gore Tex vatnsvörn MFS fóður lagar sig að fætinum MultigriffVibram veltisóli með fjöðrun Mjög góður stuðningur við ökklann Einnig fáanlegir í dömustærðum (gráir) Verð 24.990 kr. Meindl Air Revolution 2 GTX Lady Flokkun B Hönnun sem miðar að hámarks öndun Ótrúlega léttir! Þyngd: 630 g (Stærð 37) Gore Tex vatnsvörn MultigriffVibram veltisóli með fjöðrun Einnig fáanlegur í herrastærðum, flokkun BC Verð 21.990 kr. Meindl Colorado Lady Flokkun B Nubuk leður Gore Tex vatnsvörn Vibram Multigriff sóli Þyngd: 750 g (stærð 42) Einnig til í herraútfærslu Tilboð 16.990 kr. Verð áður 19.990 kr. Meindl Main Mid GTX Flokkun AB Mjúkir og léttir Nubuk leður Gore Tex vatnsvörn Litur: Grár Þyngd: 520 g (stærð 42) Einng til í dömuútfærslu Verð 15.990 kr. TNF Adrenaline Gore Tex XCR Flokkun A Strigaskór á sterum!! Gore Tex XCR vatnsvörn Súperléttur gönguskór í léttari notkun Nubuk leður og nylon Til í dömuútfærslu Verð 11.990 kr. TNF Esker Ridge Mid Flokkun A Súperléttur gönguskór í léttari notkun Nubuk leður og nylon Til í dömuútfærslu Verð 8.990 kr. Við skiptum skónum hjá okkur í flokka eftir því í hvaða notkun þeir eru hugsaðir. A: Fyrir auðvelda göngu og daglega notkun • AB: Fyrir göngu á slóðum og láglendi • B: Fyrir lengri göngur og bakpokaferðalög • BC: Fyrir erfiðari göngur og fjallabrölt • C: Fyrir alpagöngur, kletta, ís og brodda SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 Vissir þú? að Þáttur frá Kirkjubæ átti 650 skráð afkvæmi. Rauðhetta frá Kirkjubæ fékk hæstu einkunn þeirra, 8,81 í aðaleinkunn. Önnur þekkt afkvæmi Þáttar eru Þrá frá Hólum og Kolfinnur frá Kvíarhóli. www.worldfengur.com Vafalaust verður hart barist í töltkeppninni á Landsmóti hestamanna sem hefst í lok mánað- arins. Þar etja kappi þrjátíu knapar og hestar sem hafa fengið hæstu einkunn í tölti yfir landið allt. Listinn tekur nokkrum breytingum í viku hverri eftir því sem fleiri mót bætast við og enn betri ein- kunnir líta dagsins ljós. Hins vegar er ólíklegt að þeir sem þegar eru komnir inn á topp tíu-listann í dag detti út fyrir landsmótið. Hér er listi yfir tíu efstu knapa eins og staðan var um helgina. ■ Ný staða á töltlista Snorri Dal og Hlýr frá Vatnsleysu vöktu mikla athygli í gæðingakeppni Sörla sem haldin var í Hafnarfirði um síðustu helgi. Þeir unnu B- flokk gæðinga með talsverðum yfirburðum og dómarar völdu Snorra knapa mótsins og Hlýr glæsilegasta gæðinginn. Mótið var jafnframt úrtökumót Sörla fyrir Lands- mót og eru þeir félagar því öruggir þangað inn. „Þetta sýnir kannski helst að maður er að uppskera það sem maður hefur sáð yfir veturinn,“ segir Snorri sem hefur haft Hlýr í sinni umsjá í fjögur ár. „Þetta er mikill gæðingur, aflmikill en blíður,“ lýsir Snorri hestinum sínum. Snorri mun hafa í nógu að snúast á Landsmóti hestamanna enda er Hlýr ekki eini hesturinn sem hann heldur með í það ferðalag. Eftir úrtökuna um helgina er hann kominn með þrjá hesta inn í B- flokk en fyrir utan Hlýr er hann með hryssurnar Dúkku frá Úlfsstöðum og Vöku frá Hafnar- firði. Þá er hann einnig kominn inn í A-flokk- inn með Lind frá Hofi. Þó allt þetta væri nóg bætist við að Snorri er ofarlega á stöðulistanum í tölti á hryss- unni Vöku frá Hafnarfirði sem einnig hefur unnið keppnisrétt í B-flokki. Snorri segir Landsmót án efa hafa breyst nokkuð eftir að byrjað var að halda það á tveggja ára fresti, en fyrir árið 2000 var það haldið á fjögurra ára fresti. „Þá var ennþá meiri eftirvænting að komast inn á mótið og sam- verkandi vonbrigði að komast ekki. Hins vegar finnst mér alltaf sama stemningin í kringum það,“ segir Snorri og vill meina að fyrirkomulag- ið eins og það er í dag geri meira fyrir sportið. Þrátt fyrir að mikill tími fari í þjálfun og tamningar reynir Snorri að finna tíma til að skella sér í hestaferðalag. Kannski ekki síst vegna keppnishestanna sem fá að koma með þótt þeim sé ekki mikið riðið og fái mest að hlaupa frjálsir. „Þetta hefur svakalega góð áhrif á þá,“ segir Snorri og líkir því við nokkurs konar andlega þjálfun þar sem þeir finni fyrir frelsinu á ný. HESTAMAÐURINN: SNORRI DAL Uppsker það sem hann hefur sáð 1. Hulda Gústafsdóttir og List frá Vakurstöðum með 8,23 2. Þorvaldur Á. Þorvaldsson og Blíða frá Flögu með 8,13 3. Viðar Ingólfsson og Tumi frá Stóra-Hofi með 7,87 4. Hinrik Bragason og Skúmur frá Neðri-Svertingsstöðum með 7,57 5. Sigurbjörn Bárðarson og Grunur frá Oddhóli með 7,57 6. Atli Guðmundsson og Mörður frá Miðhjáleigu með 7,43 7. Viðar Ingólfsson og Stemma frá Holtsmúla 1 með 7,43 8. Snorri Dal og Vaka frá Hafnarfirði með 7,40 9. Theodór Ómarsson og Greifi frá Garðshorni með 7,40 10. Sveinn Ragnarsson og Loftfari frá Laugavöllum með 7,37 Snorri og Katla Sif dóttir hans sem situr ljúflinginn Hlý Hann vefst oft fyrir mönnum munurinn á gæðingakeppni og íþróttakeppni. Hinu óþjálfaða auga áhugamannsins virðist munurinn lítill en sérfræðingar sjá mikinn mun þar á. Í tilefni þess að Landsmót hestamanna rennur upp von bráðar er ekki úr vegi að rifja upp hver munurinn á þessum tveimur keppnum er en Landsmótið er stærsta gæðingakeppnin á Íslandi og er haldin á tveggja ára fresti. „Fyrst og síðast er það frjálsræðið, afköst, vilji og fjör, meiri hraði og meiri afköst,“ segir Sigurður Emil Ævarsson gæðingadómari um það sem einkennir gæðingakeppnina. Þá tekur hann einnig fram að hesturinn sé keppand- inn en ekki knapinn og því fái karakter hestsins að njóta sín í keppninni. Töltið er dæmt nokkuð öðruvísi í gæðingakeppni en íþróttakeppni. Þar þarf aðeins að sýna hestinn á frjálsum hraða, það er, þeim hraða sem hestur- inn er bestur á. Ekki er gerð krafa um hægt eða yfirferðartölt í A-flokki. Taktur gangsins er þó mjög mikilvægt atriði í dómi. Honum þarf hins vegar að fylgja fjaður- magn og mýkt. „Svo þarf karakter hestsins að skína í gegnum allt sem hann gerir,“ segir Sigurður en játar að það geti verið erfitt að dæma útgeislun enda byggist það svolítið á huglægu mati hvers dómara. Hins vegar séu sumir hestar einfaldlega þannig að menn grípi andann á lofti þegar þeir koma í brautina. Sigurður segir mikilvægt að standa vörð um þessa séríslensku keppni. Það virðist ganga nokkuð vel enda er áhugi á henni að glæðast mjög erlendis. Hafa verið haldin nokkur námskeið fyrir gæðingadómara á öllum Norðurlöndum og í Þýska- landi. „Þeir vilja fara í þetta frjálsa form.“ Landsmótið er stærsta gæðingakeppni í heimi að sögn Sigurðar. Hann vill meina að þar megi sjá allt öðruvísi reiðmennsku, sem einkennist af frjálsræði og afköstum og það sé það sem dragi að fjölmarga útlendina sem komi aftur og aftur til Íslands til þess að fylgjast með Lands- móti. SÉRFRÆÐINGURINN: SIGURÐUR EMIL ÆVARSSON GÆÐINGADÓMARI Gæðingakeppni þýðir frjálsræði og afköst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.