Fréttablaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 41
FIMMTUDAGUR 8. júní 2006 9 Þegar sólin skín á gluggana sjást óhreinindin vel. Eitt af því sem eykur sumartil- finninguna eru hreinar rúður. Selta og óhreinindi sem sest hafa á gluggana í vetur víkja fyrir vatni og hreinsiefni. Gott er að nota örlítinn dreitil af uppþvottalegi út í vatnið þegar rúðurnar eru þvegn- ar og góður hreingerningaklútur eða gamalt handklæði nýtist ágæt- lega á skúringaskrúbbinn þegar rúður eru þvegnar að utanverðu en mæla má líka með kústum með svínshárum. Til eru örtrefjaklútar sem gagnast vel innanhúss og er svo fleygt í þvottavél eftir notkun. Rúðuskafa er svo ómissandi til að hreinsa burt vatn og sápu og þar með fara síðustu óhreinindin. Þegar búið er að þvo rúðurnar er gott að bera léttbón á þær. Það heldur þeim hreinum mun lengur og ætti fólk sem býr við sjávar- síðuna ekki síst að huga að því, þar sem seltan er versti óvinur glugg- anna. Einnig er hægt að nota Rain- x sem mikið er notað á bílrúður og jafnvel gleraugu. Það efni er tölu- vert dýrara en bón. Vissulega getur verið erfitt að komast að gluggum að utanverðu ef þeir eru mjög hátt uppi og má þá benda á að mörg fyrirtæki bjóða upp á gluggaþvott, bæði fyrir heimili og fyrirtæki. Spegilfagrar rúður Stundum þarf að grípa til stigans þegar gluggarnir eru þvegnir. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA húsráð} Margt sem leynist í eldhússkápunum kemur að góðum notum annars staðar en við eldamennskuna. Kartöflumjöl getur verið notadrjúgt ef blettir koma í teppi eða dúka, til dæmis rauðvíns- eða kaffiblettir. Þá er kartöflumjölið einfaldlega látið standa á blettunum meðan þeir eru enn blautir. Það ætti að draga úr litnum. Einnig má nota salt. Matarsódi er þarfaþing til að ná kaffi- og teskán úr bollum. Best er að fylla bollana af sjóðandi vatni og setja teskeið af sóda út í. Matarsóda má líka nota til að ná leiðindablettum úr gólf- dúk. Setjið sódann bara beint á blettina og bleytið aðeins upp í honum. Edik kemur að góðum notum þegar eyða þarf reykingalykt. Best er að láta edikið standa í skál í herberginu sem lyktar illa. Á einhvern furðulegan hátt hverfur lyktin eins og dögg fyrir sólu. Rakakrem geta ekki einungis gert húðina þína mýkri heldur einnig viðarhúsgögnin. Gömul og massíf viðarhúsgögn hafa ætíð verið mikil heimilis- prýði en eins og með annað hrörna þau með aldrinum og slitna. Til þess að verja slík húsgögn og gefa þeim nýtt líf eru þau oftast olíu- borin en hægt er að lífga aðeins upp á húsgögnin með einföldu ráði. Hægt er að fara reglulega yfir slík tréhúsgögn með rökum klút og blanda við hann smá raka- kremi. Það þarf ekki að vera dýr- asta rakakremið heldur má kaupa ódýrt rakakrem í stórum umbúð- um. Rakakremið hreinsar bæði og gefur húsgögnunum meiri gljáa. Þarf ekki mikla fyrirhöfn en árangur er alltaf sjáanlegur. - sha Rakakrem á viðinn Gömul húsgögn þurfa góða umönnun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.