Fréttablaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 18
 8. júní 2006 FIMMTUDAGUR18 nær og fjær Tollkvótar vegna innflutnings á blómum. Með vísan til 65. gr. og 65. gr. A laga nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum og með vísan til reglugerðar dags. 2. júní 2006, er hér með auglýst eftir um- sóknum um tollkvóta vegna innflutnings á blómum, fyrir tímabilið 1. júlí 2006 til 31. desember 2006. Nánari upplýsingar liggja frammi í ráðuneytinu á skrifstofutíma frá kl. 9:00 – 16:00. Skriflegar umsóknir skulu berast til landbúnaðarráðuneytisins, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík, fyrir kl. 15:00 föstudaginn 9. júní n.k. Landbúnaðarráðuneytinu, 2. júní 2006. Hjalti Kjartansson ákvað að taka af skarið og koma á fót starfsstöð fyrir óvirka vímuefnaneytendur. Hann bíður nú eftir fjármagni svo hann geti hafið starfsem- ina í rúmlega sex hundruð fermetra húsnæði sem hann hefur fest kaup á í Kópa- vogi. Starfsþjálfunin Ekron er tilbúin til starfa en markmið hennar er að aðstoða óvirka vímuefnaneytend- ur sem ekki eru á vinnumarkaði og hafa ekki gott aðgengi að vinnu. Starfsþjálfunin er til húsa að Smiðjuvegi 4b í Kópavogi og verð- ur hún opin frá 8 til 16. Á staðnum verður veitt aðstoð við atvinnuleit á almennum vinnumarkaði og eftirfylgni á nýjum vinnustað í samvinnu við atvinnurekanda. Hjalti Kjartansson, fram- kvæmdastjóri Ekron, segir hug- myndina hafa fæðst þegar hann var sjálfur í áfengismeðferð á Hlaðgerðarkoti fyrir tveimur og hálfu ári síðan. „Þarna sá ég fólk sem hafði farið í gegnum margar áfengismeðferðir, var dottið út af atvinnumarkaðnum og komið á örorku. Ég sá að það vantaði starfsþjálfun fyrir þennan hóp fólks með það að markmiði að koma því út í atvinnulífið og þannig varð hugmyndin til.“ Hjalti hefur nú fest kaup á rúmlega sex hundruð fermetra húsnæði og þróað dagskrá fyrir óvirka vímu- efnaneytendur og nú vantar aðeins fjármagn til að hægt verði að opna formlega. Hjalti skorar nú á opin- bera aðila að leggja þessu þarfa málefni lið. „Ég hef fengið fjölda umsókna og fyrirspurna bæði bréfleiðis og símleiðis og aðilar innan heilbrigð- is- og félagsmálakerfisins sem ég hef talað við segja brýna þörf á úrræði sem þessu. Hjá Ekron mun staða hvers einstaklings verða metin við komu og leitast verður við að byggja upp sjálfstraust hvers og eins með stuðningi og námskeiðum. Áfengis- og félags- ráðgjafar eru tilbúnir til starfa þegar Ekron opnar.“ Herdís Hjörleifsdóttir er í stjórn Ekron og hefur bæði starfað sem félagsráðgjafi og félagsmála- stjóri. Hún segist vita af fólki sem þurfi á úrræði á borð við þetta að halda og innan þess hóps séu meðal annars margir geðfatlaðir. Herdís segir hvern einstakling mikils virði og mikið í húfi að koma hverjum og einum út á vinnumarkaðinn á ný. Gert er ráð fyrir að starfsþjálf- un Ekron taki frá tveimur mánuð- um til tveggja ára og þar er pláss fyrir 24-36 einstaklinga í einu. Starfsþjálfun fyrir óvirka vímuefnaneytendur EKRON TILBÚIÐ TIL AÐ TAKA Á MÓTI VÍMUEFNANEYTENDUM Hjalti Kjartansson, framkvæmdastjóri Ekron, og Herdís Hjörleifsdóttir félags- ráðgjafi segja þjálfunarmiðstöðina úrræði sem vanti og nú þegar hafi borist umsóknir um starfsþjálfun. FRÉTTABLAÐIÐ/PJÉTUR Eyjólfur harmar hlutinn sinn „Sjómenn og útvegs- menn hafa greint frá ágætum afla og ég batt vonir við að Eyjólfur væri að hressast.“ EINAR K. GUÐFINNSSON SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA LÝSTI VONBRIGÐUM SÍNUM EFTIR AÐ SKÝRSLA HAFRÓ LÁ FYRIR EN ÞAR ER MÆLT MEÐ ELLEFU ÞÚSUND TONNA NIÐURSKURÐI Á NÆSTA FISKVEIÐIÁRI. FRÉTTABLAÐIÐ 7. JÚNÍ. Sú var tíðin „Ég minnist Finns sem mikils dugnaðarforks og öflugur var hann sem ráðherra. Ég hins vegar bjóst við því að það gæti verið flókið fyrir hann að koma inn á vettvang stjórnmálanna og hæpið að um það næðist alger samstaða en ég ætlaði ekkert að standa gegn því.“ GUÐNI ÁGÚSTSSON, VARAFORMAÐ- UR FRAMSÓKNARFLOKKSINS, UM HUGSANLEGA ENDURKOMU FINNS INGÓLFSSONAR. Heimalningur einn á bænum í Breiðavík, skammt frá Látra- bjargi, er afar frábrugðin öðrum kollegum sínum í sveitum lands- ins. Þetta er nefnilega kópurinn Rokkó sem fannst fyrir hálfum mánuði einn og yfirgefinn í fjör- unni svo Birna Mjöll Atladóttir og Keran Stueland Ólason fóru með hann heim. „Þar tók tíkin okkar, Trilla, við honum en hún var nýbú- in að eiga og sinnti kópnum jafn- vel betur en eigin afkvæmum,“ segir Birna Mjöll. „Rokkó reyndi hvað hann gat að sjúga tíkarspen- ann en það gekk ekki nógu vel. Svo er hann reyndar svolítið mislynd- ur og gat tekið þessum móðurtil- burðum Trillu illa svo við erum farin að skilja þau að.“ Það er dýrt að halda kópi uppi en til allrar lukku barst hjónunum óvæntur liðsauki. „Verkstjórinn í Odda hefur alveg bjargað okkur með því að færa okkur afskorinn fisk, annars hefðum við farið á hausinn.“ Öll svona ævintýri taka þó enda og ráðgera þau hjú að Rokkó hleypi heimdraganum þegar hann verður orðinn þrjátíu kíló að þyngd. Ekki er þó víst að Rokkó vilji yfirgefa fjörið í bráð en í Breiðuvík er ferðaþjónusta og því margt um manninn þar og verður kópnum ekki um sel í allri þeirri athygli sem hann fær frá þeim. Kópurinn Rokkó á tíkarspena ROKKÓ OG TÍKIN TRILLA Tíkin vildi ganga kópnum í móðurstað en Rokkó er mislynd- ur og gat verið pirraður við hana eftir að hann komast að því að spenar hennar eru erfiðir viðureignar en þeir eru mun stærri en á hinni líffræðilegu móður hans. Veðursveiflur hérlendis í maí síð- astliðnum fóru vafalaust framhjá fáum. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að þrátt fyrir þessar sveiflur, þar sem kuldakast leysti af mikil hlýindi, geti mánuðurinn varla talist óvenjulegur. „Þetta jafnaðist út og hitinn í Reykjavík var til að mynda nálægt meðal- lagi,“ segir hann. „Annars er meðaltalið svolítið blekkjandi, þar sem mánuðurinn var tíðindamikill. Í fyrsta lagi vegna hlýinda dagana 8.-9. maí, sem verða lengi í minn- um hafðir sökum reykjarmisturs. Þá voru mörg staðarhitamet sett, en hitinn fór hæst upp í 22 gráður. Síðan var það kuldakastið upp úr 20. maí sem er það mesta sem orðið hefur á þessum árstíma frá árinu 1979. Munurinn þarna á milli er sá að þá var mikill hafís úti fyrir Norðurlandi, en hann var hvergi sjáanlegur nú. Óvenjuleg snjóþyngsli voru á Norðurlandi miðju með mikilli ófærð. Í þriðja lagi var djúp lægð yfir landinu 3. maí. Þá fór loftþrýstingur á Stór- höfða niður í 968,1 hektópascal, sem er lægsti loftþrýstingur í maí sem mælst hefur í hálfa öld.“ Einar segir engar sérstakir orsak- ir vera fyrir þessum sviptingum. „Íslensk veðrátta er mjög breyti- leg og sveiflurnar voru einfald- lega meiri nú heldur en oft áður,“ segir hann. „Það hefur mikil umræða um meiri veðursveiflur átt sér stað úti í heimi, en erfitt er að segja hvort þetta helst í hend- ur.“ - re Eðlilegar sveiflur í veðrinu VORSNJÓR Eftir mikil hlýindi fyrri hluta maímánaðar skall á kuldakast seinni hlutann með þeim afleiðingum að ófært varð fyrir norðan. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „ORÐRÉTT“ „Ég var nú í miðjum draumi rétt í þessu,“ segir Valur Gunnarsson rithöfund- ur þegar blaðamaður hringir í hann snemma dags. „Mig dreymdi að við Ringo Starr værum að greiða skrá- setningargjöld í Háskóla Íslands sem endaði þannig að við vorum á fylleríi á einhverjum báti.“ Vera má að draumfarirnar séu í sam- hengi við framtíðaráætlanir Vals en hann er á leið til Finnlands og ætlar að búa þar í kofa við stöðuvatn. „Nú er að koma sér til Helsinki og beint í sánu, ég verð að komast í gufubað. Síðan held ég í skóg sem er fyrir utan verkamannaborg- ina Tampere, sem er höfuðborg finnsks kommúnisma, en íbúar borgarinnar börðust til síðasta manns við hvítliðana og voru lík þeirra skilin eftir á götunum sem víti til varnaðar,“ segir Valur fullur tilhlökkunar. „Ég verð í kofa þarna við eitt af hinum þúsund vötnum í sirka mánuð og stefni á að finna mér konu til að taka þátt í hinu árlega eiginkonuhlaupi, sem gengur út á að halda á kvenmanni og hlaupa með hann í kappi við önnur pör. Sigurparið hlýtur bjórverðlaun í þyngd konunnar. Því þyngra sem vífið er, því meiri bjór fær maður. Hún má ekki vera of létt á fæti, því þá er til lítils að vinna. Ég veit ekki hvort ég þarf að giftast henni en það er aldrei að vita hvað gerist í sigurvímu bjórsins,“ segir Valur og skellir upp úr. Eiginkonuhlaup þetta nýtur vinsælda í Finnlandi og Eistlandi og eru menn við æfingar allan ársins hring. „Það eru víst dæmi um að fólk hafi tekið saman vegna góðrar samvinnu í hlaupinu,“ heldur Valur áfram vongóður. „Svo er aldrei að vita nema maður skelli sér á Júróvisjón- tónleika með Lordi, en fyrst og fremst ætla ég mér að klára þessa blessuðu bók sem ég byrjaði að skrifa fyrir fimm árum í Finnlandi og hef þurft að fara þangað reglulega til að ljúka við hana. Það verður gaman að ljúka því og að fá loksins að fara til einhvers annars lands,“ segir Valur Gunnarsson en hann fer utan á föstudaginn. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? VALUR GUNNARSSON RITHÖFUNDUR Verð að komast í gufubað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.