Fréttablaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 65

Fréttablaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 65
FIMMTUDAGUR 8. júní 2006 33 AF NETINU Þegar sumarið loksins gengur í garð er um að gera að vera klár í að halda á vit ævintýranna á glæsilegum jeppa. Þess vegna efnum við nú til Jeppadaga á Bílaþingi Heklu og bjóðum mikið úrval á frábærum kjörum. Komdu og skoðaðu úrvalið á Bílaþingi Heklu. Allt frá því landamæri voru fundin upp hefur fólk ekki látið þau hindra sig í að heimsækja erlend ríki, ekki bara til að svala forvitni sinni held- ur einnig til að setjast að og leita sér að atvinnu. Oftar en ekki hefur þetta fólk tekið áhættu, staðráðið í að vinna bug á mótlæti í þágu betra lífs. Slíkar vonir hafa alltaf verið drifkraftur framfara mannkyns- ins. Sögulega séð hafa fólksflutn- ingar ekki aðeins aukið velmegun þeirra sem flutt hafa sig um set, heldur einnig mannkynsins í heild. Innnflytjendur auka hagvöxt Og þetta á enn við rök að styðjast. Í skýrslu sem ég hef kynnt á Alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna, hef ég dregið saman niðurstöður rannsókna sem sýna að, að minnsta kosti þegar best lætur, hagnist ekki aðeins aðkomumennirnir heldur einnig löndin sem þeir setjast að í og heimalönd þeirra. Hvernig má þetta vera? Í þeim löndum sem þeir setjast að í, taka innflytjendurnir að sér störf sem fólk sem fyrir er vill síður vinna. Þeir sinna að stór- um hluta þjónustu sem þjóðfélagið getur ekki verið án. Þeir sinna börnum, sjúkum og öldruðum, koma uppskeru í hús, sinna mats- eld og þrífa skrifstofur og heimili Og þeir stunda ekki aðeins lík- amleg störf. Nærri helmingur aðfluttra 25 ára og eldri í iðnríkjum á tíunda áratugnum, var á einhvern hátt sérhæft starfsfólk. Hvort sem fólkið býr yfir sérstökum hæfileik- um eða ekki eru innflytjendur oft athafnamenn sem hleypa af stokk- unum nýjum fyrirtækjum, allt frá kaupmanninum á horninu til upp- hafsmanna Google-leitarvélarinn- ar. Enn aðrir eru myndlistarmenn, tónlistarmenn eða rithöfundar sem hleypa nýju lífi menningar og sköp- unar í sína nýju heimabæi. Innflytjendurnir auka einnig eftirspurn eftir vörum og þjónustu, auka þjóðarframleiðslu og greiða almennt meira í skatta en þeir fá til baka í gegnum velferðarkerfið og aðra styrki. Og til dæmis í Evrópu þar sem fólki fjölgar mjög hægt, ef nokkuð, leggur ungt aðkomufólk fram sinn skerf til að leiðrétta halla á fjárvana lífeyrissjóðum. Þegar öllu er á botninn hvolft eru þau ríki sem taka á móti inn- flytjendum opnum örmum og tekst að aðlaga þá samfélaginu, með þeim öflugustu, efnahagslega, félagslega og menningarlega, í heimi. Heimalöndin njóta líka góðs Á sama tíma hagnast heimalöndin á því fé sem þetta fólk sendir heim en alls námu heimsendingar 232 milljörðum dala á síðasta ári. Þar af fóru 167 milljarðar til þróunar- landa en það er meira en öll sam- anlögð opinber þróunaraðstoð. Það eru ekki aðeins viðtakendur fjár- ins sem hagnast, heldur líka þeir sem útvega þá vöru og þjónustu sem keypt er fyrir þetta fé. Þetta hefur þau áhrif að þjóðartekjur aukast og fjárfesting eflist. Fjöl- skyldur sem státa af einum eða fleiri fjölskyldumeðlimum í vinnu erlendis, verja meira fé til mennt- unar og heilsugæslu heima fyrir. Ef fólkið er fátækt eins og í hinni sígildu mynd Le Mandat frá Senegal, kynnist fjölskyldan fjár- málaþjónustu eins og bönkum, sparisjóðum og smáfjármálastofn- unum við það að fá fé sent að utan. Ríkisstjórnir gera sér líka betur og betur grein fyrir því að brottfluttir borgarar geta nýst þróun heima fyrir og rækta tengls við þá. Margar ríkisstjórnir reyna að ýta undir þessi tengsl með því að leyfa tvöfaldan ríkisborgara- rétt, leyfa utankjörstaðaratkvæða- greiðslur erlendis, efla starfsemi ræðismanna og vinna með útflytj- endum við að efla þróun í heima- héruðum þeirra. Í sumum ríkjum hafa samtök innflytjenda tekið að sér að fjármagna þróunarverkefni í smáum stíl í heimahögunum. Innflytjendur sem hafa haslað sér völl á nýjum slóðum, fjárfesta oft í heimalöndum sínum og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama. Þar að auki njóta heimalöndin góðs af áunnum hæfileikum þeirra og tæknikunnáttu. Forritunariðnaður Indlands á að miklu leyti rætur að rekja til samskiptatengsla Ind- verja erlendis, innflytjenda sem snúið hafa heim og indverskra athafnamanna heima og erlendis. Að sama skapi hafa Albanir sem unnið hafa í Grikklandi, flutt með sér heim landbúnaðarþekkingu sem stuðlað hefur að auknum afköstum í landbúnaði. Og svona mætti lengi telja. Nýtt upphaf Já, vissulega eru slæmar hliðar á fólksflutningum á milli landa. Það er hins vegar kaldhæðnislegt að sum vandamálin eiga rætur að rekja til tilrauna til að hindra þá; þannig á fólk sem ekki hefur til- skylda pappíra mest á hættu að lenda í klóm ófyrirleitinna smygl- ara og verða ýmiss konar misnotk- un að bráð. Og vissulega er spenna á meðan rótgrónir íbúar og inn- flytjendur eru að venjast hverjir öðrum, ekki síst þegar trúarbrögð, siðir og menntunarstig eru mis- munandi. Og því er ekki að leyna að fátæk ríki líða fyrir það þegar hæfileikaríkasta fólkið, til dæmis heilbrigðisstarfsmenn í sunnan- verðri Afríku, sækjast eftir betri launum og aðstæðum erlendis. En ríki eru stöðugt að læra að taka á þessum vandamálum og það er auðveldara ef þau taka höndum saman og læra af reynslu hvers annars. Slíkt er einmitt markmið samræðna hátt settra ráðamanna um fólksflutninga og þróun á vettvangi Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna nú í sept- ember. Það er ekki ætlast til þess af neinu ríki að það hætti að gæta landamæra sinna eða framselji öðrum stefnumörkun sína. En öll ríki og ríkisstjórnir hagnast á því að ræða málin og skiptast á hug- myndum. Þess vegna vona ég að fundurinn í september marki nýtt upphaf. Svo lengi sem ríki eru til, mun fólk flytjast á milli ríkja. Hvað sem hverjum finnst eru fólksflutn- ingar staðreynd. Það er engin ástæða til að reyna að stöðva fólks- flutninga, heldur til að koma stjórn á þá og auka samvinnu og skilning af beggja hálfu. Fólksflutningar á milli ríkja geta verið öllum til góðs. Hnattrænar samræður um fólksflutninga eru tímabærar UMRÆÐAN FÓLKS- FLUTNINGAR KOFI A. ANNAN FRAMKVÆMDASTJÓRI SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA Þegar öllu er á botninn hvolft eru þau ríki sem taka á móti innflytjendum opnum örmum og tekst að aðlaga þá samfé- laginu, með þeim öflugustu, efnahagslega, félagslega og menningarlega, í heimi. Segir sína sögu Það er bæði hættulegt, með tilliti til lýð- ræðissjónarmiða og hefðbundinna arð- semis- eða hagvaxtarsjónarmiða, ef ráða- menn fjármagnsins nota það til að fjárfesta í pólitískum ítökum frekar en nýjum hug- myndum eða nýrri tækni. Það er ábyrgð- arhlutur þegar valdamiklir stjórnmálamenn eru sífellt að hvetja þá til þess með einum eða öðrum hætti [...] Halldór virðist sem betur fer hafa klúðrað þessari atburðarás, eins og mörgum fleirum, og það segir auðvitað sína sögu. En hin stórbrotna hug- mynd um endurkomu Finns [Ingólfssonar] er ekki bara pólitískur klaufaskapur, heldur sýnir hún líka að Halldór er til óþurftar í stjórnarráðinu og ekki sá maður sem við þurfum á að halda um þessar mundir. Guðmundur Rúnar Svansson á deiglan. com Holdið sækir að Neyslusamfélagið býr til og ýtir undir kynja- mismun, skapar staðlaðan dagsryþma og óöryggi. Að miklu leyti er búið að taka frá okkur frumkvæði og ábyrgð til þess að meta hvað sé rétt og rangt gagnvart sam- skiptum kynjanna og stöðu þeirra gagn- vart hvoru öðru. Fjölmiðlar, auglýsingar og poppmenning skipa þar stóran sess með því að þvinga upp á bæði kynin líkama konunnar sem söluvöru. Hold konunnar sækir alls staðar að: úr imbakassanum, tónlist, auglýsingaskiltum o.s.frv. Emil Hjörvar Petersen á murinn.is Muldur sem lekur Hvernig er hægt að klúðra sinni eigin afsögn? Sennilega er það áhugaverðasta spurningin eftir axarsköft síðustu daga, þar sem svo virðist sem enginn viðkomandi sé með fullu viti. Eftir meira en áratug af samstöðu í ríkisstjórn sem náð hefur ótal stjórnmálamarkmiðum í framkvæmd, þing- menn stjórnarinnar hinir samvinnufúsustu með örfáum undantekningum, aðkallandi vandamál ekki meiri en gerist og gengur - þá rennur forsætisráðherra, sem hafði lagt talsvert á sig að komast í þann stól, á aftur- endann og fer að muldra í trúnaði við ein- hverja menn um flótta sinn. Muldur sem lekur svo út hraðar en nokkur ræður við. Vefþjóðviljinn á andriki.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.