Fréttablaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 42
[ ] TANNLÆKNAR Réttarholtsveg 3 108 Reykjavík BROSTU ME‹ OKKUR Sigrí›ur Rósa Ví›isdóttir Tannlæknir :) María Elíasdóttir Tannlæknir :) Sigrí›ur Sólveig Ólafsdóttir Tannlæknir :) Erum fluttar á n‡jan og glæsilegan sta› sími:)553 6423 sími:)588 3030 sími:)588 3333 Tilkynning Erum enn á sama stað sími 561-2025 Reykingar eru ljótur ávani Af tilefni „Dags án tóbaks“ kom út bæklingurinn Hættu fyrir lífið en þar er að finna leiðbeiningar fyrir þá sem vilja hætta. Þeim fjölgar ört sem leggja stund á kajakróður enda íslensk náttúra vel til þess fallin að stunda íþróttina. Ásdís Björg Jóhannesdóttir er ein þeirra sem nýlega hefur uppgötvað íþróttina og segir hún hana henta öllum. Kajakróðri má skipta í tvo meg- inflokka. Annars vegar er það straumvatnsróður þar sem ræð- arar fara á litlum bátum niður ár og flúðir og hins vegar sjókaja- króður þar sem bátarnir eru tölu- vert lengri og hraðskreiðari. Hvort sem fólk kýs að þeytast niður jökulár með kalda gusuna í andlitinu eða róa meðfram strandlengjunni á kyrrlátu sum- arkvöldi, þá getur íþróttin hentað öllum sem hafa gaman af útivist. Ásdís Björg Jóhannesdóttir frístundaráðgjafi hjá ÍTR hefur síðastliðið ár fetað sig áfram af öryggi í íþróttinni. Í sumar starf- ar hún í Hvammsvík þar sem meðal annars er starfrækt kaja- kleiga og boðið upp á námskeið. „Ég er nú ekki búin að vera neitt rosalega lengi í þessu. Ég prófaði fyrst kajak í fyrrasumar og er búin að fara nokkuð reglu- lega út að róa síðan þá,“ segir Ásdís sem krækti sér í brons- verðlaun í þriggja kílómetra róðri í Reykjavíkurbikarnum nú fyrr í sumar. „Já það er ekki ama- legt að vera verðlaunaræðari,“ segir hún og hlær. Aðspurð hvers vegna hún fór að stunda íþróttina segir hún að kærastinn sinn sé á fullu í íþróttinni og hann hafi verið að koma henni hægt og rólega inn í þetta. „Ég er búin að prófa bæði straum og sjó og það er mjög ólíkt. Að róa á straum- vatnskajak er mikið adrenalíns- port en sjókajakinn er meira til þess að skoða umhverfi sitt og þá er líka hægt að fara rólega í þetta.“ Ásdís segir sjókajakinn mjög heillandi þótt hún játi sig ennþá vera byrjanda. „Það er svo róandi fyrir hugann að fara út á kvöldin og skoða náttúruna. Auk þess er þetta mjög líkamlegt. Það er gott að taka hraða spretti þar sem ég ræ af fullum krafti, það er mjög góð alhliða hreyfing.“ Sjókajakræðarar fá þó sinn skammt af adrenalíni því margir þeirra fara út í roki og miklum öldugangi til þess að takast á við brimið. Ásdís segist þó ekki vera orðin ein þeirra. „Síðan reyni ég líka að taka virkan þátt í klúbbstarfinu enda situr kærastinn minn í stjórn Kajakklúbbsins. Um síðustu helgi fórum við í Stykkishólm- inn á kajakmót Eiríks rauða. Það var alveg frábært, mjög glæsi- legt og fjölskylduvænt allt saman. Landhelgisgæslan var mætt með þyrlu á svæðið og þetta heppnaðist allt rosalega vel hjá þeim.“ Að lokum lék blaðamanni forvitni á að vita hvort kajakróður hentaði báðum kynjum jafn vel? „Já þetta hent- ar algjörlega jafnvel fyrir karla og konur, það geta allir fundið sig í þessari íþrótt,“ segir Ásdís. valgeir@frettabladid.is Frábært að róa út á kvöldin Kajakar í fjörunni í Stykkishólmi. Ásdís Björg Jóhannesdóttir Á erfiðum tímum fæðast fleiri stúlkur en drengir. Skýringin kann að vera sú að náttúran eyði veikburða drengfóstrum. Það hefur löngum verið fræði- mönnum mikil gáta hvernig á því stendur að á erfiðum tímum fæð- ast fleiri stúlkur en drengir. Dæmin sanna að í kjölfar stríðsátaka, nátt- úruhamfara, hungursneyðar eða annarra áfalla er mun líklegra að konur fæði stúlkubörn en drengi og þeir drengir sem fæðast eru sjaldan veikburða. Nú hafa banda- rískir fræðimenn komið fram með kenningu um fyrirbærið. Þeir telja að náttúran velji burt veikburða drengfóstur en leyfi sterkum drengjum frekar að lifa því á erfið- um tímum sé meiri þörf á hraust- um karlmönnum og þeir veiku geti hreinlega orðið til trafala. Ýmsar kenningar hafa komið fram í gegnum tíðina. Í umfangsmikilli rannsókn sem framkvæmd var í Svíþjóð kom í ljós að drengir sem fæddust á erfiðum tímum voru sterkari en venjulega og lifðu að meðaltali fimm mánuðum lengur en aðrir karlmenn. Ástæðan var ekki sú að drengirnir yrðu sterk- ari vegna erfiðra verkefna eða aðstæðna heldur var raunin sú að engir veikburða drengir fæddust. Margir telja að hér sé hormónum um að kenna. Þunguð kona sem upplifir mikið álag eykur fram- leiðslu á hormóninu kortisól og sumir telja að stúlkufóstur þoli hormóninn betur en drengir. Náttúran afskrifar drengi Það hefur löngum verið mönnum ráðgáta hvers vegna fleiri stúlkur fæðast í kjölfar ýmissa áfalla eða erfiðleika. FRÉTTABLAÐIÐ/NETIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.