Fréttablaðið - 08.06.2006, Side 80

Fréttablaðið - 08.06.2006, Side 80
 8. júní 2006 FIMMTUDAGUR48 Fyrsta hlutverk Kurt Russell var í Elvis Presley-mynd-inni It Happened at the World’s Fair árið 1963 en þá var leikarinn aðeins tíu ára. Sjálfur Walt Disney tók hann síðan upp á sína arma og gerði við hann tíu ára langan samning en þegar honum lauk einbeitti Russelll sér alfarið að hafnabolta. Árið 1979 sneri Russell aftur á hvíta tjaldið í hlutverki Elvis Presley og sló svo eftirminnilega í gegn sem Snake Plissken í Carpenter- myndinni Escape from New York. Á níunda áratugnum hélt hann áfram að leika hasarhetjur í myndum á borð við hina frábæru Big Trouble in Little China auk þess að standa uppi í hárinu á sjálfum Sylvester Stallone í Tango & Cash. Russell er að sjálfsögðu aðalhetjan í stórslysamyndinni Poseidon sem er endurgerð á myndinni The Poseidon Advent- ure frá árinu 1972 með Gene Hackman í aðalhlutverki. Þessi nýja útgáfa þýska leikstjórans Wolfgang Petersen (Das Boot, Outbreak, Air Force One, Perfect Storm, Troy og fleiri) er öllu alvarlegri og raunverulegri en fyrri myndin enda á hún það eitt sameiginlegt með forvera sínum að þær gerast báðar um borð í farþegaskipinu Poseidon, sem veltur eftir að brotalda skellur á því. Kurt sem pabbi Miðað við þá staðreynd að Kurt Russell er alveg jafn mikill töff- ari í eigin persónu og á hvíta tjaldinu er eins gott að passa sig á því að fá hann ekki upp á móti sér. Þrátt fyrir að reyna að tipla á tánum í kringum harðjaxlinn tókst mér engu að síður að móðga hann mjög snemma í viðtalinu, alveg óviljandi. Russell leikur mjög strangan pabba í myndinni sem kann ekk- ert sérstaklega vel að meta það að dóttir hans og kærasti hennar séu byrjuð að stunda kynlíf.„Ég er nú ekki eins harður pabbi og persóna mín í myndinni,“ svarar Kurt en dóttir hans er leikkonan Kate Hudson sem Russell ættleiddi eftir að hann gekk að eiga leik- konuna Goldie Hawn. „Kate er mjög sterkur persónuleiki og ég hef aldrei haft áhyggjur af henni. Ég hafði yfirleitt meiri áhyggjur af strákunum sem hún var að hitta,“ útskýrir Russell. Það hlýtur nú samt að vera hrikalegt að byrja að hitta stelpu og komast svo að því að pabbi hennar er harðjaxl úr Holly- wood? „Ég er nú ekki þannig gerður. En aftur á móti var einn strákur sem hún var að hitta þegar hún var ung. Ég vissi að hún var að hitta leikara sem lék með mér í Backdraft, ég nefni engin nöfn en viðurkenni að ég kvartaði eitt- hvað undan þessum ráðahag. Eitt kvöldið fer ég út um hliðið heima og þar eru þau í sleik. Þessi ungi maður horfði mjög vandræðalega til mín og ég starði á móti og sagði honum að það væri kominn tími til þess að fara heim. Þetta var í eina skiptið sem ég hef nokkurn tíma gert eitthvað í þessum dúr og þetta er enn brandari á heimil- inu,” segir Kurt og er greinilega skemmt af minningunni. Lifi eftir Slap Shot Þú ert svolítið út úr kú miðað við marga í Hollywood núna. Flestir þar virðast annað hvort vera í Vísindakirkjunni eða byrjaðir að stunda Kabballah trúarbrögð, en þú ert kaþólskur. Tekurðu það með í uppeldið? „Heldurðu að ég sá strangtrú- aður kaþólikki?“ spyr Russell á móti og ég viðurkenni að þetta séu bara upplýsingar sem ég hafi lesið um hann en þar stóð meðal annars að hann færi í kirkju á hverjum sunnudegi. „Vá, ég elska svona. Mig langar nánast bara ekki að svara þessu,“ segir Rus- sell og hlær. „Ég væri til í að ljúga og segja þér að ég færi í kirkju á hverjum sunnudegi. En það er bara bull og vitleysa. Ég hef ekki farið í kirkju í mörg ár.“ Honum verður svolítið heitt í hamsi og ég sest aftur í sætið og hlusta enda ekkert annað að gera .„Þetta minnir mig á frábært atriði í myndinni Slap Shot sem ég hef lifað lífi mínu eftir. Paul Newman leikur íshokkíþjálfara og í einu atriðinu er hann búinn að fá mótherjana vel upp á móti sér. Andstæðingur hans reynir að segja hvað sem hann getur til þess að reita Paul Newman til reiði. Eftir heljarinnar ræðu og nafnakallanir snýr Paul sér að andstæðing sínum og svarar; „Er þetta allt sem ég fæ?“. Þannig fer ég í gegnum lífið. Hvar sem þú hefur heyrt þetta þá er lítið til í þessu. Ég hef aldrei verið kaþ- ólskur og ég hef ekki farið í kirkju í ein 40 ár.” Ég stenst ekki mátið og spyr hvort hann sé þá ekki bara í Vís- indakirkjunni. „Það eina sem ég hef að segja um hana er að ég þekki bæði Tom Cruise og John Travolta sem eru í henni. Ég hef nú ekki talað mikið um trú þeirra við þá en þeir eiga fleiri flugvélar og peninga en ég. Auk þess hafa þeir verið með fleiri fallegum konum en ég. Hversu slæmt getur þetta verið?“ Er þetta undarlegasti orðróm- ur sem þú hefur heyrt um sjálfan þig? „Úff, hann er nú svolítið skrítinn. En ég hef farið umvaf- inn orðrómum í 45 ár.“ Verður auðveldara að takast á við þá með árunum? „Já, algjörlega. Þeir skipta mig engu máli. Ég held líka að það sé þess vegna sem ég hef alveg sloppið við það að verða skotmark fjölmiðla. Ég hef aldrei verið einn af þessum leikurum sem tímarit eða dagblöð taka fyrir. Ég held að það sé vegna þess að ég hef aldrei kvartað yfir neinu sem hefur verið skrifað um mig. Fyrr eða síðar mun alltaf einhver skrifa eitthvað bölvað rugl um þig.“ Drukknaði læknisfræðilega rétt Þegar þú varst beðinn um að leika í endurgerð The Poseidon Advent- ure, veltir þú því þá fyrir þér hvort það væri þess virði að reyna að toppa eldri myndina? „Fannst þér fyrri myndin virkilega góð?“ spyr Kurt eins og ég sé eitthvað skrítinn. „Mér finnst hún hálf slöpp, þannig að ég velti því ekki einu sinni fyrir mér. Ég vissi að Wolfgang myndi gera sína eigin útgáfu af þessari mynd. Í Hollywood er það hefð að gera nokkrar útgáfur af sömu hugmynd. Ef þetta hefði verið endurgerð af Casablanca þá hefði ég nú kannski afþakkað gott boð. Fyrri myndin er algjörlega úrelt, þó svo að ég hafi haft gaman af henni þegar hún kom út. Það er heldur ekkert mitt starf að segja til hvort framleiðendur eigi að endurgera myndir eða ekki. Það er mitt starf að ákveða hvort ég eigi að taka þátt í slíku. Ég hafði bara mínar ástæður. Ég er á þannig stað í lífi mínu að ég get hreinlega ákveðið hvort ég vilji vinna eða ekki. Ég hafði aldrei unnið með Wolfgang og mér datt í hug að það gæti orðið gaman. Mér hefur fundist margar mynda hans spennandi og ég vissi vel að hann myndi gera mun alvarlegri og raunverulegri mynd en sú eldri er. Þá fannst mér spennandi til- hugsun að fá að drukkna í kvik- mynd. Sumir lifa það af í mynd- inni, aðrir ekki. Svo þegar kom að mér, þá datt mér í hug að ég gæti gert svolítið sem ég hef aldrei séð áður. Það er að drukkna læknis- fræðilega rétt í kvikmynd. Ég las mér til um hvernig væri hægt að gera þetta og útskýrði fyrir Wolf- gang að ég ætlaði mér að anda að mér vatninu þegar kæmi að sen- unni.“ Var þá ekkert hættulegt að skjóta þá senu? „Jú, það sem við urðum að gera var að fá kafara til þess að koma á hárréttum tíma og gefa manni loft. Ef maður fær loft strax eftir að maður hleypir smá vatni í lung- un ætti allt að vera í lagi.” En hvernig tilfinning var það? „Í fyrstu var mjög erfitt að komast yfir ofsahræðsluna. Við skutum atriðið fyrst tvisvar en það mislukkaðist. Ég var nálægt því að hætta við en mundi svo eftir því að þetta hefði verið það sem ég ætlaði mér að gera. Ég treysti manninum sem átti að sjá um öryggi mitt. Ég sneri mér að honum, bað hann vinsamlegast um að klúðra þessu ekki og lét bara vaða.“ Sem betur fer heppnaðist atrið- ið fullkomlega því Kurt er enn í fullu fjöri og stekkur á fætur um leið og aðstoðarmaður hans kemur inn í herbergið til að til- kynna okkur að tíminn sé liðinn. „Gaman að spjalla við þig,” segir hann að lokum. „Afsakaðu, ég ætlaði ekki að móðga þig með þessu með kaþólsku spurninguna, ég vona að þú sért ekki strangtrú- aður,“ bætir hann við. Ég tek í höndina á Kurt og fullvissa leik- arann um að hann þurfi nú ekki að hafa miklar áhyggjur af því. biggi@frettabladid.is Umvafinn orðrómi í 45 ár HETJAN Í POSEIDON Robert Ramsey er strangur faðir en Kurt Russell segist sjálfur aldrei þurft að hafa miklar áhyggjur af börnunum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ / GETTY IMAGES. HARÐJAXL Kurt Russell hefur yfirleitt leikið hetjur í sínum myndum og hér er hann ásamt Chuck Norris og Don Johnson á leið í kappakstur. Í UPPHAFI FERILSINS Kurt Russell ásamt Veronicu Cartwright, Bob Denver, Bill Mumy og Jay Noan við upphaf ferils síns árið 1966 en þá lék hann í mynd með Elvis Presley sem hann lék reyndar seinna meir. ÓAÐSKILJANLEG Kurt Russell og Goldie Hawn hafa verið nánast óaðskiljanleg frá árinu 1983 og mæta nánast aldrei án hvors annars við opinberar athafnir. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES Kurt Russell hefur verið ótrúlega langlífur í Hollywood og er vafalítið undantekningin á þeirri reglu að barnastjörnur í kvikmyndaborginni fari yfirleitt til fjandans. Birgir Örn Steinarsson fór svo- lítið í taugarnar á leikaranum þegar þeir hittust í London í tilefni af frumsýningu stórslysamyndar- innar Poseidon. ÞEKKTUSTU MYNDIR KURT RUSSELL 1981 Escape from New York 1982 The Thing 1983 Silkwood 1986 Big Trouble in Little China 1988 Tequila Sunrise 1989 Tango & Cash 1991 Backdraft

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.