Fréttablaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 94
 8. júní 2006 FIMMTUDAGUR62 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Nýr humar, grillpinnar sólþurrkaður saltfiskur opið alla laugardaga 11-14 www.sturta.is allan sólarhringinn! Sími: 565-5566R e yk ja ví ku rv e g u r 6 4 , H af n ar fj ö rð u r. Þ ú ve rð u r b ar a lík a… Heimsmeistaramótið: Þeir sem eru með Sýn eru sjálfsagt þegar búnir að taka helgina frá til að fylgjast með fyrstu leikjum HM um helgina. Þeir sem ekki ná leikjunum hafa nú góða átyllu til að heimsækja vini og kunningja og glápa á HM, því það er auðvelt að smitast af æðinu og jafnvel antisportistar geta haft lúmskt gaman að. Hafnarhús: Carnegie Art Award- sýningin í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, endurspeglar það besta í norrænni samtímalist. Sýningin hefur ferðast um höfuðborgar allra Norðurlandanna auk Nice í Frakklandi og Lundúna og sýnir meðal annars verk Eggert Péturssonar sem hlaut önnur verðlaun Carnegie Art Award 2006. Súfistinn: Hvernig sem viðrar er nota- legt að eyða laugardeginum á kaffihúsi með stafla af blöðum og bókum. Gott kaffi, hábókmenntir eða léttmeti í formi slúðurblaða og útsýni yfir líflegan Lauga- veg er uppskrift að góðri stund. Omen: Hrollvekjan Omen kemur í bíóhús um helgina og blóðþyrstir ættu að skella sér á þessa nýjustu mynd leikstjórans John Moore, sem er reyndar endurgerð af myndinni frá 1976. Julia Stiles og Marshall Cupp fara með aðalhlutverk í myndinni sem foreldrar andkrists. Tapasbarinn: Suðræn stemning sem yljar manni um hjartaræturnar og góður matur sem gaman er að borða. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn: Bol- inn Guttormur er genginn, en garðurinn iðar engu að síður af lífi. Börnin elska að heilsa upp á dýrin og kíkja í tækin. Helgin okkar... HRÓSIÐ ... fær Sigur Rós fyrir að ætla að halda stórtónleika á Miklatúni í sumar sem verða opnir öllum. LÁRÉTT: 2 skipalægi 6 í röð 8 tala 9 fálm 11 hæð 12 sannfæringar 14 gnýr 16 ætíð 17 rangl 18 umhyggja 20 tveir eins 21 óhljóð. LÓÐRÉTT: 1 örverpi 3 mannþyrping 4 lögtak 5 á nefi 7 fiskur 10 ferð 13 drulla 15 þurrka út 16 verkfæri 19 númer. LAUSN: Þrír íslenskir vinir eru um þessar mundir á ferðalagi um Bandaríkin á ellefu metra löngum húsbíl. Flakka þeir á milli ríkja og taka viðtöl bæði við heimamenn og Íslendinga sem búa þar. Komust þeir í kynni við meirihluta fólksins í gegnum heimasíðuna Myspace. com sem hefur notið mikilla vin- sælda að undanförnu. Myndbrot úr ferðinni birta þeir síðan reglulega á heimasíðunni frankieleetv.com. „Okkur datt fyrst í hug að fara til Bandaríkj- anna og ferðast með rútu. Síðan ákváðum við að fara á húsbíl og sendum bandaríska sendiráðinu póst og sögðum því frá hugmynd- inni,“ segir Karl Hreinsson, einn af þremenningunum. Fólst hug- myndin í því að hafa myndband- stökuvél með í för og taka upp efni sem yrði síðan sett á netið. Um yrði að ræða gott tækifæri fyrir þá sem á horfðu til að kynnast betur hinu fjölmenningarlega samfélagi Bandaríkjamanna. „Það er varla hægt að fara á kaffihús á Íslandi án þess að heyra fordóma um Bandaríkjamenn; að þeir séu feitir og heimskir og þeim sé alveg sama um restina af heiminum. Við ákváðum að fara og athuga hvort það væri fótur fyrir þessum fordómum og raunin er að svo er ekki, langt í frá,“ segir Karl. „Þeir eru ekki svona einsleitir eins og fólk heldur. Ég er búinn að ferð- ast til nokkurra landa og hef aldrei séð svona mikla fjölbreytni.“ Þeir félagar hafa þegar ferðast til New York, séð heimili Elvis Presley í Graceland, skoðað sveita- borgina Nashville og hitt Amish- fólk í Pennsylvaniu. Engu að síður nefnir Karl ferð þeirra í smábæinn Rosedale í Mississippi sem þá eft- irminnilegustu til þessa. „Það var eins og að vera í Afríku því 98 pró- sent bæjarbúa eru svört nema að þar er hvítur bæjarstjóri,“ segir hann. „Hann bannaði okkur eigin- lega að fara í burtu og við vorum í viku hjá honum. Við sigldum með honum niður Mississippi-ána og fórum síðan með honum á nætur- klúbb sem hann átti. Þetta var hálfgerður „gangster“. Hann segist aldrei hafa orðið var við ræningja í ferðinni þrátt fyrir margar aðvaranir þess efnis. „Fólkið hérna er svo rólegt í tíð- inni. Enginn labbar framhjá þér án þess að heilsa þér og ég held að það væri gott fyrir Íslendinga að taka upp sömu siði. Ég hefði aldrei trúað því hversu almennilegir Bandaríkjamenn eru.“ Áður en þeir félagar halda heim á leið hinn 11. júlí ætla þeir meðal annars að heimsækja Dall- as, Mexíkó, Las Vegas, Los Angel- es og San Francisco. Leggja þeir engu að síður litla áherslu á skipu- lagningu. „Þegar við leggjum af stað erum við oft ekki búnir að ákveða áfangastaðinn. Við förum bara eitthvert og endum einhvers staðar, það fer bara eftir and- rúmsloftinu á hverjum stað fyrir sig. Þetta er meira svona spuna- ferð,“ segir Karl og er rokinn af stað til Dallas. freyr@frettabladid.is ÞRÍR ÍSLENSKIR VINIR: FERÐAST UM BANDARÍKIN Í HÚSBÍL Fordómalaus spunaferð Í VILLTA VESTRINU Karl Hreinsson, Theódór Kristjánsson og Hrafn Jóhannesson eru staddir í Bandaríkjunum um þessar mundir. Hafa þeir lent í ýmsum ævintýrum. LÁRÉTT: 2 höfn, 6 rs, 8 sjö, 9 pat, 11 ás, 12 trúar, 14 druna, 16 sí, 17 ráf, 18 önn, 20 mm, 21 garg. LÓÐRÉTT: 1 urpt, 3 ös, 4 fjárnám, 5 nös, 7 sardína, 10 túr, 13 aur, 15 afmá, 16 sög, 19 nr. Tónlistaverslunin 12 tónar og Ind- riði klæðskeri ætla að opna versl- anir sínar í Kaupmannahöfn í dag. Verslanirnar eru hlið við hlið á Fiolstrede, sem er þvergata af Strikinu í miðborg Kaupmanna- hafnar. Reyndar liggur gatan að gamla háskólanum þar sem íslenskir menntamenn drukku í sig danska menningu og mjöð en nú hefur dæmið hins vegar snúist við og gefst þessari fyrrum herra- þjóð okkar tækifæri til að kynnast öllu því besta sem gengur og ger- ist í íslenskri tónlist. „Þetta verð- ur bara tíska og rokk og ról,“ segir Lárus Jóhannesson hjá Tólf tónum, en hann var í óða önn að gera sig kláran fyrir brottför. „Megin- markmið okkar er að sjálfsögðu að kynna íslenska tónlist en einnig að taka virkan þátt í dönsku tón- listarlífi,“ bætir Lárus við. Fyrirmönnum úr dönsku tón- listar- og tískulífi hefur verið boðið í teitið og var Lárus að vonum bjartsýnn. „Við opnuðum reyndar dyrnar fyrir tíu dögum síðan og Danir hafa látið vel af þessu,“ útskýrir hann en Mugison spilaði á fyrstu tónleikunum á föstudaginn þar sem fjöldi fólks barði kappann augum. Meðal þeirra sem koma fram á opnunarhátíðinni eru Dikta og Johnny Sexual en hann vinnur að sinni fyrstu sólóskífu, sem kemur út á vegum 12 tóna. Aðspurður hvort Kim Larsen eða Margrét Danadrottning hefðu ekki örugglega fengið sín boðskort sagði Lárus að Kim nennti ekki lengur svona kynningarstússi. „Margrét er hins vegar komin uppá vegg auk síðasta konungsins yfir Íslandi, Kristjáni X,“ segir Lárus og því ekki laust við að danska þjóðernisástin kvikni í hjörtum þeirra sem koma inn í Tólf tóna. -fgg Rokk og tíska í Kaupmannahöfn LÁRUS JÓHANNESSON Formleg opnun 12 tóna í Kaupmannahöfn verður í dag en þar munu Dikta og Johnny Sexual troða upp fyrir helstu menningarpáfa Dana. FRÉTTABLAÐI/VILHELM FRÉTTIR AF FÓLKI Gestir á tónleikum Bubba Morthens í Laugardalshöll á þriðjudagskvöld skemmtu sér konunglega. Meðal gesta voru forsetahjónin, herra Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff, og tóku þau undir fagnaðarlæti gesta þar sem þau sátu við hlið Bjarna Ármanns- sonar, forstjóra Glitnis. Eftir því var tekið að klæðnaður forsetafrúarinn- ar var vel við hæfi tilefnisins, en Dorrit klæddist gallabux- um og leðurjakka þetta kvöld. Ekki vantaði þó upp á glæsileika forsetafrúar- innar, sem tók sig jafn vel út og alltaf. Rokksveitin Kimono hefur síðustu mánuði gert út frá Berlín. Meðlimir sveitarinnar fluttust allir út á síðasta ári og hafa verið duglegir við tónleikahald í Þýskalandi og reyndar víðar í Evrópu. Innan tíðar verða þó breytingar á búsetu meðlima sveitarinnar og munu fjórmenningarnir verða búsettir í þremur löndum. Söngvarinn Alex MacNeil ætlar að búa áfram í Berlín en Dóri bassa- leikari og Kjartan trommari ætla að snúa aftur til Íslands. Gítarleikarinn Gylfi Blöndal er svo búsettur á Írlandi ásamt þarlendri kærustu sinni. Þetta mun þó ekki stoppa sveitina í að halda áfram að semja og flytja tónlist sína og vinna við þriðju breið- skífu Kimono stendur nú yfir. Rappsöngvarinn Halldór Halldórs-son, betur þekktur sem Dóri DNA, ætlar að skipta um starfsvettvang á morgun. Halldór hefur starfað við blaðamennsku og sjónvarps- þáttagerð síðustu mánuði með- fram því að ljúka stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hann hefur nú ákveðið að gerast útvarpsmaður á rokkstöðinni X-inu 977 og mun standa vaktina frá 15-17 á virkum dögum af alkunnri snilld. - hdm 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.