Fréttablaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 8. júní 2006 Ályktanir um málefni framsóknarflokksins FÉLAG FRAMSÓKNARKVENNA Í REYKJAVÍK Stjórn Félags framsóknarkvenna í Reykjavík skorar á alla flokksmenn að nýta einstakt tækifæri, sem gefst á næsta flokks- þingi Framsókn- arflokksins, til að efla hlut kvenna í forystusveit hans. Við uppstokkun á ráðherraembættum verði hlutur kvenna hafður í heiðri. Stjórn félagsins óskar eindregið eftir því að flokksþingi verði flýtt og haft í lok júnímánaðar til að óvissunni um stjórn flokksins verði eytt sem fyrst. FRAMSÓKNAR- FÉLÖGIN Í REYKJAVÍK NORÐUR Stjórn kjördæmis- sambands fram- sóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi norður, stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkurkjör- dæmis norður og stjórn félags ungra framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi norður harma þá ákvörðun Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra að hverfa brátt af vettvangi stjórnmálanna eftir áratuga farsælt starf. Með þessari einstöku ákvörðun sinni hefur hann sýnt að hann er tilbúinn til að leggja allt í sölurnar til að efla frið innan flokksins. Það er mat stjórnanna að framlag Halldórs til friðar innan flokksins muni því aðeins ganga eftir ef aðrir æðstu forustumenn flokksins, Guðni Ágústsson varaformaður og Siv Friðleifsdóttir ritari, axli með sama hætti ábyrgð sína og víki til hliðar persónulegum hagsmun- um. Á næsta flokksþingi verður að velja nýja forystusveit sem ekki er bundin á klafa áralangrar togstreitu heldur megnar að skapa frið innan raða flokksmanna. FÉLAG UNGRA FRAMSÓKNARMANNA Í SKAGAFIRÐI Stjórn Félags ungra framsóknarmanna í Skagafirði ályktar að mikilvægt sé að forysta Framsóknarflokksins njóti trausts almennra flokksmanna. Stjórnin áréttar að samkvæmt flokkslögum skal varaformaður taka við ef formaður hverfur frá störfum áður en kjörtímabili lýkur. Stjórnin skorar á Guðna Ágústsson að taka að sér forystu Framsóknarflokksins fram að flokksþingi og bjóða sig þar fram til formennsku flokksins. Hann hefur sýnt það með störfum sínum og framkomu að honum er treystandi fyrir því mikilvæga starfi sem formennska flokksins er. FÉLAG UNGRA FRAMSÓKNAR- MANNA Í REYKJAVÍK SUÐUR Félag ungra framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi suður lýsir yfir fullum stuðningi við forystu flokksins og skorar á hana að sitja í embættum sínum til næsta flokksþings. FRAMSÓKNARFÉLAGIÐ Í DALASÝSLU Stjórn Framsóknarfélags Dalasýslu skorar á núverandi varaformann, Guðna Ágústsson, að taka við forystu Framsóknarflokksins fram að næsta flokksþingi. Stjórnin telur mikilvægt að farið verði að flokkslögum en samkvæmt þeim ber varaformanni að taka við af formanni, hverfi hann frá störfum áður en kjörtímabili lýkur. Stjórnin áréttar þann skýlausa rétt flokksmanna að velja eigin forystu og krefst þess að sá réttur verði virtur í hvívetna með því að kjör nýrrar forystu flokksins fari fram á flokksþingi en ekki miðstjórnarfundi. FRAMSÓKNARFÉLAG VESTMANNAEYJA Stjórn Framsóknarfélags Vestmannaeyja ályktar að mikilvægt sé að forysta Framsóknarflokksins njóti trausts almennra flokksmanna. Ótækt sé að fámennur hópur miðstjórnarmanna ákveði hver verði formaður Framsóknarflokksins og áréttar að samkvæmt flokkslögum skal varaformaður taka við ef formaður hverfur frá störfum áður en kjörtímabili lýkur. Stjórnin lýsir yfir stuðningi við Guðna Ágústsson og skorar á hann að taka að sér formennsku Framsóknarflokksins komi til þess að formaður flokksins segi af sér. Guðni hefur sýnt það með störfum sínum og framkomu sem varaformaður Framsókn- arflokksins að honum er treystandi fyrir því mikilvæga starfi sem formennska flokksins er. FRAMSÓKNARFÉLAGIÐ ÁRBORG Stjórn Framsóknarfélags Árborgar ályktar að mikilvægt sé að forysta Framsóknarflokksins njóti trausts almennra flokksmanna. Stjórnin áréttar að samkvæmt flokkslögum skal varaformaður taka við ef for- maður hverfur frá störfum áður en kjörtímabili lýkur. Stjórnin skorar á Guðna Ágústsson að taka að sér forystu Framsóknarflokksins fram að flokksþingi og bjóða sig þar fram til formennsku flokksins. Hann hefur sýnt það með störfum sínum og framkomu að honum er treystandi fyrir því mikilvæga starfi sem formennska flokksins er. RÚSSLAND, AP Fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna, Nóbelsverðlauna- hafinn Mikhaíl Gorbatsjov, hefur ásamt félaga sínum keypt 49 pró- senta hlut í rússneska dagblaðinu Novaya Gazeta fyrir óuppgefna upphæð. Blaðið verður að hans sögn ekki notað í pólitískum eða viðskipta- legum tilgangi, heldur er þetta leið hans til að ýta undir frjálsa fjölmiðlun í Rússlandi, en Vladi- mír Pútín, forseti landsins, hefur sætt gagnrýni vegna mikils taum- halds ríkisins á fjölmiðlum. Ritstjóri blaðsins fagnaði kaup- unum og sagði aðild Gorbatsjovs og félaga hans auðvelda ritstjórn- inni að vera opinská og sjálfstæð sem fyrr. Gorbatsjov er væntanlegur til Íslands í október og mun flytja fyrirlestur í Háskólabíói. - sgj Gorbatsjov kaupir dagblað MIKHAIL GORBATSJOV Gorbatsjov vonar að ritstjórnarlegt frelsi blaðsins muni aukast með kaupunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.