Fréttablaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 8
8 8. júní 2006 FIMMTUDAGUR Félagar í Vildarþjónustu fá 50% afslátt hjá Flugfélagi Íslands Skoðaðu sumartilboð Vildarþjónustu Sparisjóðsins á spar.isFí t o n / S Í A LETTLAND, AP Þing Lettlands sam- þykkti í gær að birt skyldu nöfn þeirra 4.500 manna sem grunaðir eru um að hafa verið uppljóstrarar KGB, leyniþjónustu Sovétmanna. Nöfnin eru fengin úr ófullgerð- um skýrslum sem leyniþjónustan skildi eftir sig árið 1992 og hefur lengi verið deilt um réttmæti þess að birta þau, enda fátt í skýrslunum sem bregður ljósi á hlutverk upp- ljóstraranna. Sumir þeirra gætu vel hafa verið nauðbeygðir til starf- ans, aðrir gætu verið sárasaklausir af öðru en að hafa verið á skrá. Þeim verður þó gefið færi á að sanna sakleysi sitt, sé það hægt. Síðustu tólf ár hafa einstakling- ar í Lettlandi fengið að skoða skýrsl- ur um sjálfa sig en ekki aðra. Þó hafa verið birtar skýrslur þeirra sem sækjast eftir opinberum emb- ættum. Í þeim tilfellum sem upp hefur komist um tengsl við KGB hafa frambjóðendur þurft að draga sig í hlé. Forseti landsins, Vaira Vike-Freiberga, þarf að samþykkja frumvarpið umdeilda áður en það tekur gildi, en hún hafnaði álíka frumvarpi fyrir tveimur árum. - kóþ Lettar gera upp fortíðina í samskiptum við Sovétríkin: Hulunni svipt af njósnurum RIGA Deilt er um nauðsyn nafnabirtinga. BORGARMÁL Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, verðandi borgarstjóri í Reykjavík, segist ekki útiloka það að gerðar verði breytingar á stjórnsýslu Reykjavíkurborgar eftir að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur taka við stjórnartaumunum í borginni. „Við sjálfstæðismenn vorum ósammála ýmsu sem gert var í tíð R-listans. Aðalmálið er að stjórn- sýslan virki vel og sé þjónustu- væn fyrir íbúa borgarinnar.“ Tólf sviðsstjórar starfa hjá Reykjavíkurborg. Hugsanlegt er, ef stjórnsýslubreytingarnar verða að veruleika, að mannabreytingar verði á störfum sviðsstjóra hjá Reykjavíkurborg en engar ákvarð- anir liggja fyrir um það hvaða breytingar verða gerðar. Sjálfstæðismenn mótmæltu því þegar embætti borgarlögmanns var lagt niður og segir Vilhjálmur koma til greina að koma því emb- ætti á fót á nýjan leik. „Það verður skoðað vandlega hvort ástæða sé til þess að endurvekja það emb- ætti, þar sem það var okkar stefna á sínum tíma að það væri rangt að leggja embætti borgarlögmanns niður.“ Ekki liggur enn fyrir að sögn Vilhjálms hvernig skipting verður milli Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks á einstökum emb- ættum, en kosið verður í embætti á borgarstjórnarfundi á þriðjudag næstkomandi. Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu hefur náðst sam- komulag um að sjálfstæðismenn taki við stjórn Orkuveitu Reykja- víkur en framsóknarmenn taki við Faxaflóahöfnum. Ekki hefur verið ákveðið ennþá hvort þessi skipting verður viðhöfð allt kjör- tímabilið. Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins, segist sammála Vilhjálmi í því að skipulagsbreytingar gætu verið gerðar á stjórnsýslu Reykjavíkur- borgar. „Ég tel að sumar breyting- arnar sem gerðar hafa verið á stjórnsýslu Reykjavíkurborgar hafi ekki verið til góðs. Ég tel að þær hafi gert stjórnsýsluna flókn- ari og þar með óskilvirkari. Það þarf þó enginn að óttast um að stjórnsýslu borgarinnar verði kollsteypt þegar við tökum við stjórnartaumunum.“ Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, segir stjórnsýslu Reykjavíkur- borgar vera skilvirka. „Það hafa verið gerðar breytingar á stjórn- sýslu Reykjavíkurborgar sem miða að því gera hana skilvirkari og ódýrari í rekstri. Það hefur tek- ist að mínu mati.“ Ekki náðist í Björn Inga Hrafns- son, borgarfulltrúa framsóknar- manna, í gær. magnus@frettabladid.is Vilja breyta stjórn- sýslu borgarinnar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, verðandi borgarstjóri, segir að embætti borgarlög- manns verði ef til vill endurvakið. Sjálfstæðismenn vildu ekki leggja það niður. RÁÐHÚS REYKJAVÍKUR Ef breytingar verða gerðar á stjórnsýslu Reykjavíkurborgar er hugs- anlegt að mannabreytingar á sviðstjórum hjá borginni verði óhjákvæmilegar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.