Fréttablaðið - 08.06.2006, Page 8

Fréttablaðið - 08.06.2006, Page 8
8 8. júní 2006 FIMMTUDAGUR Félagar í Vildarþjónustu fá 50% afslátt hjá Flugfélagi Íslands Skoðaðu sumartilboð Vildarþjónustu Sparisjóðsins á spar.isFí t o n / S Í A LETTLAND, AP Þing Lettlands sam- þykkti í gær að birt skyldu nöfn þeirra 4.500 manna sem grunaðir eru um að hafa verið uppljóstrarar KGB, leyniþjónustu Sovétmanna. Nöfnin eru fengin úr ófullgerð- um skýrslum sem leyniþjónustan skildi eftir sig árið 1992 og hefur lengi verið deilt um réttmæti þess að birta þau, enda fátt í skýrslunum sem bregður ljósi á hlutverk upp- ljóstraranna. Sumir þeirra gætu vel hafa verið nauðbeygðir til starf- ans, aðrir gætu verið sárasaklausir af öðru en að hafa verið á skrá. Þeim verður þó gefið færi á að sanna sakleysi sitt, sé það hægt. Síðustu tólf ár hafa einstakling- ar í Lettlandi fengið að skoða skýrsl- ur um sjálfa sig en ekki aðra. Þó hafa verið birtar skýrslur þeirra sem sækjast eftir opinberum emb- ættum. Í þeim tilfellum sem upp hefur komist um tengsl við KGB hafa frambjóðendur þurft að draga sig í hlé. Forseti landsins, Vaira Vike-Freiberga, þarf að samþykkja frumvarpið umdeilda áður en það tekur gildi, en hún hafnaði álíka frumvarpi fyrir tveimur árum. - kóþ Lettar gera upp fortíðina í samskiptum við Sovétríkin: Hulunni svipt af njósnurum RIGA Deilt er um nauðsyn nafnabirtinga. BORGARMÁL Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, verðandi borgarstjóri í Reykjavík, segist ekki útiloka það að gerðar verði breytingar á stjórnsýslu Reykjavíkurborgar eftir að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur taka við stjórnartaumunum í borginni. „Við sjálfstæðismenn vorum ósammála ýmsu sem gert var í tíð R-listans. Aðalmálið er að stjórn- sýslan virki vel og sé þjónustu- væn fyrir íbúa borgarinnar.“ Tólf sviðsstjórar starfa hjá Reykjavíkurborg. Hugsanlegt er, ef stjórnsýslubreytingarnar verða að veruleika, að mannabreytingar verði á störfum sviðsstjóra hjá Reykjavíkurborg en engar ákvarð- anir liggja fyrir um það hvaða breytingar verða gerðar. Sjálfstæðismenn mótmæltu því þegar embætti borgarlögmanns var lagt niður og segir Vilhjálmur koma til greina að koma því emb- ætti á fót á nýjan leik. „Það verður skoðað vandlega hvort ástæða sé til þess að endurvekja það emb- ætti, þar sem það var okkar stefna á sínum tíma að það væri rangt að leggja embætti borgarlögmanns niður.“ Ekki liggur enn fyrir að sögn Vilhjálms hvernig skipting verður milli Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks á einstökum emb- ættum, en kosið verður í embætti á borgarstjórnarfundi á þriðjudag næstkomandi. Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu hefur náðst sam- komulag um að sjálfstæðismenn taki við stjórn Orkuveitu Reykja- víkur en framsóknarmenn taki við Faxaflóahöfnum. Ekki hefur verið ákveðið ennþá hvort þessi skipting verður viðhöfð allt kjör- tímabilið. Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins, segist sammála Vilhjálmi í því að skipulagsbreytingar gætu verið gerðar á stjórnsýslu Reykjavíkur- borgar. „Ég tel að sumar breyting- arnar sem gerðar hafa verið á stjórnsýslu Reykjavíkurborgar hafi ekki verið til góðs. Ég tel að þær hafi gert stjórnsýsluna flókn- ari og þar með óskilvirkari. Það þarf þó enginn að óttast um að stjórnsýslu borgarinnar verði kollsteypt þegar við tökum við stjórnartaumunum.“ Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, segir stjórnsýslu Reykjavíkur- borgar vera skilvirka. „Það hafa verið gerðar breytingar á stjórn- sýslu Reykjavíkurborgar sem miða að því gera hana skilvirkari og ódýrari í rekstri. Það hefur tek- ist að mínu mati.“ Ekki náðist í Björn Inga Hrafns- son, borgarfulltrúa framsóknar- manna, í gær. magnus@frettabladid.is Vilja breyta stjórn- sýslu borgarinnar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, verðandi borgarstjóri, segir að embætti borgarlög- manns verði ef til vill endurvakið. Sjálfstæðismenn vildu ekki leggja það niður. RÁÐHÚS REYKJAVÍKUR Ef breytingar verða gerðar á stjórnsýslu Reykjavíkurborgar er hugs- anlegt að mannabreytingar á sviðstjórum hjá borginni verði óhjákvæmilegar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.