Fréttablaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 40
 8. júní 2006 FIMMTUDAGUR8 Í GARÐINUM HEIMA HAFSTEINN HAFLIÐASON SKRIFAR UM POTTAPLÖNTUR TILBOÐ pottasett frá WMF á ótrúlegu tilboði á aðeins 19.900kr náttúrulega Nú aukum við vöruúrvalið Sími 554 5333 • Opið alla virka daga frá 11-18, laugardaga 11-16 og sunnudaga frá 13-16 NEW YORK Þriggja sæta hægindasófi og tveir hægindastólar (3+1+1) með ektaTHICK SHINY leðri. Úrval af Chesterfield sófasettum, 3+1+1, og hornsófum. Eru til í hvítu og rauðbrúnu. Bjóðum uppá mikið úrval af gegnheilum tekk borðstofusettum. Erum að taka upp nýjar vörur sem undirstrika dekur og vellíðan. Allt náttúrulegt (Aroma Therapy). Einnig gufuskálar, ilmkerti og frábærar gjafir www.greenapple.is Verið velkomin að Dalvegi 18. Gallerí Húsgögn Mikið úrval af vörum sem undirstrika dekur og vellíðan. Allt náttúrulegt. (Aroma, Therapy). Einni ilmkerti og frábærar gjafir . r napple.is Málverkasýning Garðars Jökulsonar stendur yfir Frá fjallgörðunum umhverfis Adríahafið koma fjórar tegundir bláklukkna, hver með sitt svipmót og vaxtarlag en samt allar furðu líkar sé fljótt á litið. Þær eiga það sameiginlegt að hafa allar verið tekn- ar í ræktun sem pottablóm og sem slíkar orðið að gegna ýmsum kröfum blómavina. Frá Ítölsku Ölpunum kemur Betlehemstjarnan, Campanula isophylla, sem var mikið ræktuð og vinsæl sem stofujurt fyrir svo sem þrjátíu til fjörutíu árum, en sést sjaldnar nú orðið. Hér fæst hún þó af og til í blómaverslunum snemma á vorin. Blómin eru hvít eða blá. Urðaklukka Frá Dalmatíufjöllum kemur urða- klukka, Campanula portenschlagiana, afar nett og skriðul smáklukka sem líður best í hóflega rökum og grýttum kalkjarðvegi sem vel hripar úr. Hún er mikið notuð í steinhæðir og blómaker. Hér á landi er hún á mörk- um þess að vera fjölær garðjurt, en kemst þó sæmilega af yfir veturinn ef hún er höfð hátt í beði eða steinhæð og þess gætt að hún hafi grjót að skýla sér við og að aldrei standi vatn á henni. Að þessu fengnu launar hún fyrir sig með bláu blómahafi sem varir lengi þegar líða fer á sumar. Blóm hennar eru upprétt og minna á litlar skærbláar stjörnur. Urðaklukkan á það til að skríða töluvert og breið- ast út þar sem hún kann vel við sig á annað borð. Hjartaklukka Frá Karpatafjöllum barst svo hjarta- klukkan, Campanula carpatica, sem er brúskmyndandi og hefur fallega hjartalöguð blöð. Upprunalega tegundin er með fánabláum blómum á stærð við fingurbjörg, blómin eru upprétt og þekja plöntuna um blómgunartímann. Hjartaklukkan er ekki nægilega harðgerð til að standast íslenska vetur. En aftur á móti er hún mjög vinsælt og harðgert kerja- og svalakassablóm. Í ræktun eru einkum tvö afbrigði, Blue Clips, með fagurblá blóm og White Clips með hreinhvít. Stjörnuklukka Úr fjalladölum Serbíu er svo komin sú systirin sem mestra vinsælda nýtur um þessar mundir. Hún heitir stjörnuklukka, Campanula poschar- skyana, og skartar heiðbláum blómstjörnum stóran hluta sumars, eiginlega alveg látlaust frá júnímán- uði og fram til þess að haustfrostin fara að bíta. Stjörnuklukkan er mun stórvaxnari og meiri um sig á yfir- borðinu en hinar tegundirnar þrjár. Greinarnar eru langar og slútandi, hafi þær ekki stuðning af jörðinni. Það gerir hana eftirsóknarverða í alls kyns hengipotta og ker. Ýmist eina sér, ellegar með stærri og hávaxnari plöntum sem vel fara við í blómgerð og lit. Stjörnuklukka lifir ekki vetur- inn af hér utanhúss, en spjarar sig ágætlega í garðskýlum þar sem hún er varin fyrir harðfrosti og umhleyp- ingum. Þegar vorar á ný og um leið og hún fer að bæra á sér eftir vetrar- hvíldina þarf hún að fá stærri pott og nýja mold. Í stuttu máli Allar þessar bláklukkur eru fjallajurtir sem vanar eru svölu veðurfari. Þær þrífast ágætlega utandyra á Íslandi á sumrin. Hægt er að nota þær sem pottaplöntur innanhúss, en þá þarf að vera bjart og svalt á þeim. Best njóta þær sín samt sem kerjaplöntur utanhúss. Þeim líður betur þar sem eitthvað skyggir á miðdegissólina og muna þarf að vökva þær reglulega og gefa daufan áburðarskammt einu sinni í viku. Klípið sölnuð blóm burtu um leið og þau sjást, það þéttir plönturnar og eykur blómmyndun. Betlehemstjarna og bláklukkur fyrir potta og ker Þegar kemur að viðhaldi á heimil- inu lenda margir í vandræðum sökum skorts á búnaði. Fæstir sem eru að fara í minniháttar framkvæmdir vilja leggja út í þann kostnað að kaupa fyrirferð- armikla vinnupalla eða tröppur sem taka svo stórt pláss inni í bíl- skúr 364 daga ársins. Pallaleigan Stoð á Vagnhöfða býður upp á mikið úrval vinnupalla, trappa og annarra áhalda sem fólk þarf á að halda þegar framkvæmdir eru fram undan. Þó svo að þeir sem stórtækari eru festi kaup á slíkum pöllum vilja ekki allir fara út í það. Fyrir- tækið leigir út allar gerðir palla hvort sem gera á við þakkantinn eða mála háa veggi. Hægt er að leigja palla hjá fyrirtækinu sem ná allt upp í fimmtán metra hæð og eru þeir allir gæðavottaðir og smíðaðir samkvæmt kúnstarinnar reglum um öryggismál. Hinn almenni heimiliseigandi ætti því ekki að þurfa að kvíða öðru en smá lofthræðslu í mesta lagi. Fáðu lánað Hægt er að fá leigð ýmis tól og tæki sem þarf til framkvæmda. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES Það er skemmtilegt að setja upp fuglahús í garðinum. Ef þú vilt auka fuglalífið í garðin- um er tilvalið að setja upp lítið fuglahús. Það þarf ekki að vera flókin smíð og getur verið skemmtilegt föndur fyrir alla fjöl- skyldumeðlimi. Fuglahúsið má smíða með alls konar lagi og það má mála í fallegum litum. Fuglarnir eru fljótir að uppgötva þetta auða húsnæði og það er gaman að fylgjast með því hve langan tíma það tekur að fá íbúa í húsið. Yfir sumarið er síðan hægt að fylgjast með fuglafjölskyld- unni, sjá þegar fjölgar í hreiðrinu og ungamamma færir björg í bú. Þá er líka gaman að vita hvort sömu fuglar leggi undir sig húsið að ári. Heimili fyrir litla vini Smáfuglarnir eru fljótir að upp- götva fuglahúsin. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Stjörnuklukka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.