Fréttablaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 12
12 8. júní 2006 FIMMTUDAGUR ALÞJÓÐAMÁL Mikilvægt er að ríki Mið-Austurlanda auki hlut einka- geirans í efnahag ríkjanna og dragi úr hinum opinbera. Leggja þarf áherslu á að gera hagkerfi opnari og stöðugri. Með aukinni fjölbreytni í efnahag ríkja verða þau ekki jafn háð olíu og nú. Þetta er meðal þess sem kom fram í fyrirlestri Fadi A. Haddadin, hag- fræðings og ráðgjafa í málefnum Mið-Austurlanda, um stöðu efna- hagsmála í Mið-Austurlöndum í Háskóla Íslands í gær. Fyrirlest- urinn var á vegum Rannsóknar- miðstöðvar um samfélags- og efnahagsmál og Alþjóðamála- stofnunar Háskóla Íslands. Haddadin er stofnandi fyrstu óháðu hugveitu frjálshyggju í Arabalöndunum, The Lamp of Liberty. Að sögn Haddadins hefur hugveitan það að markmiði að fræða almenning í arabalöndun- um um forsendur hagvaxtar út frá frjálshyggjunni á borð við skýrt skilgreindan eignarétt, takmörk- un ríkisvalds, frjáls viðskipti og fleira. Hugveitan heldur úti vefsíðu í dag og áformað er að standa fyrir fundum og þýða bækur yfir á arabísku. „Fyrsta skref er að gera upplýsingar aðgengilegar á arab- ísku með þýðingum. Næsta skref yrði að arabar færu sjálfir að skrifa á eigin tungu um þessi mál til að koma af stað umræðu meðal araba.“ Hugveitan er tengd Cato-stofn- uninni í Bandaríkjunum og segir Haddadin til standa að koma á fót hugveitum víða um arabalönd. Haddadin er bjartsýnn á að slíkar hugveitur geti haft áhrif á stefnumótendur jafnt sem almenn- ing og stuðlað þannig að bættum efnahag í Mið-Austurlöndum. - sdg ÍSRAEL Átta áður óþekktar dýra- tegundir hafa fundist við námu- gröft í Ísrael, á milli Jerúsalem og Tel Aviv, þar af sjö sem eru á lífi. Dýrin eru hryggleysingjar og krabbadýr og fundust í 100 metra djúpum aflokuðum helli. Vísinda- menn telja að um fimm milljóna ára gamalt vistkerfi sé að ræða og það hafi verið algjörlega einangr- að frá umheiminum vegna kalk- steinslags sem hindrar aðgang næringarefna og regnvatns. Sjá má merki um náttúruval því dýrin hafa þróast á annan hátt en þekkt- ir ættingjar þeirra. Til að mynda eru öll dýrin augnalaus, en í hell- inum er ekkert ljós. Hellirinn er talinn hafa lokast í þá tíð er Miðjarðarhafið náði yfir hluta núverandi Ísraels og gæti fundurinn brugðið ljósi á þróun vatnakerfa á þessum slóðum. Vist- kerfið byggist á neðanjarðarstöðu- vatni sem er tengt þekktri vatns- æð í Ísrael, en hitastig og efnasamsetning stöðuvatnsins er þó annarrar gerðar en hennar. Fundist hafa bæði ferskvatns- og saltvatnskrabbadýr. Vísindamenn telja að mun fleiri dýrategundir eigi eftir að finnast, en hellirinn er alls um tveir og hálfur kílómetri að lengd. Hebreski háskólinn í Jerúsal- em kunngjörði þetta á heimasíðu sinni, en hann stjórnar rannsókn- inni. - kóþ Forsögulegt vistkerfi uppgötvað í lokuðum neðanjarðarhelli í Ísrael: Hvítir sporðdrekar finnast NÝUPPGÖTVAÐUR SPORÐDREKI Dýrin hafa sérhæfst og breyst í áranna rás. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FINNLAND Stærsta gullnáma Evr- ópu verður fljótlega opnuð í Lapp- landi í Finnlandi. Kanadíska fyrirtækið Agnico-Eagle ætlar að byrja að vinna þar gull og eru framkvæmdir þegar hafnar. Í sumar verður byrjað að byggja gullhreinsunarstöð á staðnum. Tilraunaboranir eftir gulli hafa verið á staðnum frá árinu 1998, að sögn vefútgáfu Helsing- in Sanomat. Talið er að minnst þrjár milljónir únsa af hreinu gulli séu á staðnum og jafnvel meira á enn meira dýpi. Búist er við að náman skapi tvö hundruð störf næstu þrettán árin. - ghs Eðalmálmur í Lapplandi: Stærsta gull- náma Evrópu KOSNINGAR Frambjóðendur C-lista í Grímsnes- og Grafningshreppi hafa kært framkvæmd utankjör- fundaratkvæðagreiðslu á Sólheim- um til sýslumanns og hefur sýslu- maður skipað nefnd sem sér um að fara yfir kæruna og málsatvik. Niðurstöðu er að vænta í næstu viku. Gunnar Þorgeirsson, oddviti C- lista, segir að framkvæmd kosn- inganna hafi verið mjög vafasöm og K-listamenn hafi viðhaft mis- jöfn vinnubrögð. Á Sólheimum búa tuttugu og níu kjörgengir menn en einungis fimm atkvæði skildu á milli listanna tveggja í kosningunum. Komist nefndin að þeirri niður- stöðu að galli hafi verið á fram- kvæmdinni má því búast við að endurtaka þurfi kosninguna. - sh Kosningarnar á Sólheimum: Niðurstaða í næstu viku BÓLUSETNING Hann varð ógurlega reiður, þessi drengur, þegar hann var bólusettur í Indónesíu í gær. Heilbrigðisyfirvöld bólu- setja nú yfir 1,5 milljónir manna til þess að koma í veg fyrir sjúkdóma í kjölfar jarð- skjálftans mannskæða sem skók Indónesíu í síðasta mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FADI A. HADDADIN Haddadin starfar meðal annars sem ráðgjafi Alþjóðabankans í málefnum Mið-Austurlanda. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Stofnandi hugveitu í Jórdaníu ræðir stöðu efnahagsmála í Mið-Austurlöndum: Einkageiri eflist í arabaríkjum DÓMSMÁL Tveir ungir menn hafa verið dæmdir í Héraðsdómi Norð- urlands eystra í skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára. Þeir sitja inni í annars vegar 45 daga og hins vegar í mánuð rjúfi þeir skilorðið. Þeir eru dæmdir fyrir að ráðast í sameiningu að bílstjóra sem ætl- aði að skutla þeim úr miðbæ Akur- eyrar og upp að Kristjánsbakaríi við Hrísalund. Hann ákvað hins vegar með félaga sínum að skilja þá ungu eftir í Hlíðarfjalli. Þar réðust þeir að bílstjóranum og spörkuðu í hann þar til hann missti meðvitund. Hann nefbrotnaði og tönn brotnaði. Annar þeirra ungu barði einnig félaga bílstjórans tvisvar í andlitið. Refsing mannanna lækkar þar sem voru sviptir frelsi og vegna ungs aldurs. - gag Átök fjögurra í Hlíðarfjalli: Átök eftir frelsissviptingu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.