Fréttablaðið - 08.06.2006, Side 12

Fréttablaðið - 08.06.2006, Side 12
12 8. júní 2006 FIMMTUDAGUR ALÞJÓÐAMÁL Mikilvægt er að ríki Mið-Austurlanda auki hlut einka- geirans í efnahag ríkjanna og dragi úr hinum opinbera. Leggja þarf áherslu á að gera hagkerfi opnari og stöðugri. Með aukinni fjölbreytni í efnahag ríkja verða þau ekki jafn háð olíu og nú. Þetta er meðal þess sem kom fram í fyrirlestri Fadi A. Haddadin, hag- fræðings og ráðgjafa í málefnum Mið-Austurlanda, um stöðu efna- hagsmála í Mið-Austurlöndum í Háskóla Íslands í gær. Fyrirlest- urinn var á vegum Rannsóknar- miðstöðvar um samfélags- og efnahagsmál og Alþjóðamála- stofnunar Háskóla Íslands. Haddadin er stofnandi fyrstu óháðu hugveitu frjálshyggju í Arabalöndunum, The Lamp of Liberty. Að sögn Haddadins hefur hugveitan það að markmiði að fræða almenning í arabalöndun- um um forsendur hagvaxtar út frá frjálshyggjunni á borð við skýrt skilgreindan eignarétt, takmörk- un ríkisvalds, frjáls viðskipti og fleira. Hugveitan heldur úti vefsíðu í dag og áformað er að standa fyrir fundum og þýða bækur yfir á arabísku. „Fyrsta skref er að gera upplýsingar aðgengilegar á arab- ísku með þýðingum. Næsta skref yrði að arabar færu sjálfir að skrifa á eigin tungu um þessi mál til að koma af stað umræðu meðal araba.“ Hugveitan er tengd Cato-stofn- uninni í Bandaríkjunum og segir Haddadin til standa að koma á fót hugveitum víða um arabalönd. Haddadin er bjartsýnn á að slíkar hugveitur geti haft áhrif á stefnumótendur jafnt sem almenn- ing og stuðlað þannig að bættum efnahag í Mið-Austurlöndum. - sdg ÍSRAEL Átta áður óþekktar dýra- tegundir hafa fundist við námu- gröft í Ísrael, á milli Jerúsalem og Tel Aviv, þar af sjö sem eru á lífi. Dýrin eru hryggleysingjar og krabbadýr og fundust í 100 metra djúpum aflokuðum helli. Vísinda- menn telja að um fimm milljóna ára gamalt vistkerfi sé að ræða og það hafi verið algjörlega einangr- að frá umheiminum vegna kalk- steinslags sem hindrar aðgang næringarefna og regnvatns. Sjá má merki um náttúruval því dýrin hafa þróast á annan hátt en þekkt- ir ættingjar þeirra. Til að mynda eru öll dýrin augnalaus, en í hell- inum er ekkert ljós. Hellirinn er talinn hafa lokast í þá tíð er Miðjarðarhafið náði yfir hluta núverandi Ísraels og gæti fundurinn brugðið ljósi á þróun vatnakerfa á þessum slóðum. Vist- kerfið byggist á neðanjarðarstöðu- vatni sem er tengt þekktri vatns- æð í Ísrael, en hitastig og efnasamsetning stöðuvatnsins er þó annarrar gerðar en hennar. Fundist hafa bæði ferskvatns- og saltvatnskrabbadýr. Vísindamenn telja að mun fleiri dýrategundir eigi eftir að finnast, en hellirinn er alls um tveir og hálfur kílómetri að lengd. Hebreski háskólinn í Jerúsal- em kunngjörði þetta á heimasíðu sinni, en hann stjórnar rannsókn- inni. - kóþ Forsögulegt vistkerfi uppgötvað í lokuðum neðanjarðarhelli í Ísrael: Hvítir sporðdrekar finnast NÝUPPGÖTVAÐUR SPORÐDREKI Dýrin hafa sérhæfst og breyst í áranna rás. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FINNLAND Stærsta gullnáma Evr- ópu verður fljótlega opnuð í Lapp- landi í Finnlandi. Kanadíska fyrirtækið Agnico-Eagle ætlar að byrja að vinna þar gull og eru framkvæmdir þegar hafnar. Í sumar verður byrjað að byggja gullhreinsunarstöð á staðnum. Tilraunaboranir eftir gulli hafa verið á staðnum frá árinu 1998, að sögn vefútgáfu Helsing- in Sanomat. Talið er að minnst þrjár milljónir únsa af hreinu gulli séu á staðnum og jafnvel meira á enn meira dýpi. Búist er við að náman skapi tvö hundruð störf næstu þrettán árin. - ghs Eðalmálmur í Lapplandi: Stærsta gull- náma Evrópu KOSNINGAR Frambjóðendur C-lista í Grímsnes- og Grafningshreppi hafa kært framkvæmd utankjör- fundaratkvæðagreiðslu á Sólheim- um til sýslumanns og hefur sýslu- maður skipað nefnd sem sér um að fara yfir kæruna og málsatvik. Niðurstöðu er að vænta í næstu viku. Gunnar Þorgeirsson, oddviti C- lista, segir að framkvæmd kosn- inganna hafi verið mjög vafasöm og K-listamenn hafi viðhaft mis- jöfn vinnubrögð. Á Sólheimum búa tuttugu og níu kjörgengir menn en einungis fimm atkvæði skildu á milli listanna tveggja í kosningunum. Komist nefndin að þeirri niður- stöðu að galli hafi verið á fram- kvæmdinni má því búast við að endurtaka þurfi kosninguna. - sh Kosningarnar á Sólheimum: Niðurstaða í næstu viku BÓLUSETNING Hann varð ógurlega reiður, þessi drengur, þegar hann var bólusettur í Indónesíu í gær. Heilbrigðisyfirvöld bólu- setja nú yfir 1,5 milljónir manna til þess að koma í veg fyrir sjúkdóma í kjölfar jarð- skjálftans mannskæða sem skók Indónesíu í síðasta mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FADI A. HADDADIN Haddadin starfar meðal annars sem ráðgjafi Alþjóðabankans í málefnum Mið-Austurlanda. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Stofnandi hugveitu í Jórdaníu ræðir stöðu efnahagsmála í Mið-Austurlöndum: Einkageiri eflist í arabaríkjum DÓMSMÁL Tveir ungir menn hafa verið dæmdir í Héraðsdómi Norð- urlands eystra í skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára. Þeir sitja inni í annars vegar 45 daga og hins vegar í mánuð rjúfi þeir skilorðið. Þeir eru dæmdir fyrir að ráðast í sameiningu að bílstjóra sem ætl- aði að skutla þeim úr miðbæ Akur- eyrar og upp að Kristjánsbakaríi við Hrísalund. Hann ákvað hins vegar með félaga sínum að skilja þá ungu eftir í Hlíðarfjalli. Þar réðust þeir að bílstjóranum og spörkuðu í hann þar til hann missti meðvitund. Hann nefbrotnaði og tönn brotnaði. Annar þeirra ungu barði einnig félaga bílstjórans tvisvar í andlitið. Refsing mannanna lækkar þar sem voru sviptir frelsi og vegna ungs aldurs. - gag Átök fjögurra í Hlíðarfjalli: Átök eftir frelsissviptingu

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.