Fréttablaðið - 08.06.2006, Side 41

Fréttablaðið - 08.06.2006, Side 41
FIMMTUDAGUR 8. júní 2006 9 Þegar sólin skín á gluggana sjást óhreinindin vel. Eitt af því sem eykur sumartil- finninguna eru hreinar rúður. Selta og óhreinindi sem sest hafa á gluggana í vetur víkja fyrir vatni og hreinsiefni. Gott er að nota örlítinn dreitil af uppþvottalegi út í vatnið þegar rúðurnar eru þvegn- ar og góður hreingerningaklútur eða gamalt handklæði nýtist ágæt- lega á skúringaskrúbbinn þegar rúður eru þvegnar að utanverðu en mæla má líka með kústum með svínshárum. Til eru örtrefjaklútar sem gagnast vel innanhúss og er svo fleygt í þvottavél eftir notkun. Rúðuskafa er svo ómissandi til að hreinsa burt vatn og sápu og þar með fara síðustu óhreinindin. Þegar búið er að þvo rúðurnar er gott að bera léttbón á þær. Það heldur þeim hreinum mun lengur og ætti fólk sem býr við sjávar- síðuna ekki síst að huga að því, þar sem seltan er versti óvinur glugg- anna. Einnig er hægt að nota Rain- x sem mikið er notað á bílrúður og jafnvel gleraugu. Það efni er tölu- vert dýrara en bón. Vissulega getur verið erfitt að komast að gluggum að utanverðu ef þeir eru mjög hátt uppi og má þá benda á að mörg fyrirtæki bjóða upp á gluggaþvott, bæði fyrir heimili og fyrirtæki. Spegilfagrar rúður Stundum þarf að grípa til stigans þegar gluggarnir eru þvegnir. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA húsráð} Margt sem leynist í eldhússkápunum kemur að góðum notum annars staðar en við eldamennskuna. Kartöflumjöl getur verið notadrjúgt ef blettir koma í teppi eða dúka, til dæmis rauðvíns- eða kaffiblettir. Þá er kartöflumjölið einfaldlega látið standa á blettunum meðan þeir eru enn blautir. Það ætti að draga úr litnum. Einnig má nota salt. Matarsódi er þarfaþing til að ná kaffi- og teskán úr bollum. Best er að fylla bollana af sjóðandi vatni og setja teskeið af sóda út í. Matarsóda má líka nota til að ná leiðindablettum úr gólf- dúk. Setjið sódann bara beint á blettina og bleytið aðeins upp í honum. Edik kemur að góðum notum þegar eyða þarf reykingalykt. Best er að láta edikið standa í skál í herberginu sem lyktar illa. Á einhvern furðulegan hátt hverfur lyktin eins og dögg fyrir sólu. Rakakrem geta ekki einungis gert húðina þína mýkri heldur einnig viðarhúsgögnin. Gömul og massíf viðarhúsgögn hafa ætíð verið mikil heimilis- prýði en eins og með annað hrörna þau með aldrinum og slitna. Til þess að verja slík húsgögn og gefa þeim nýtt líf eru þau oftast olíu- borin en hægt er að lífga aðeins upp á húsgögnin með einföldu ráði. Hægt er að fara reglulega yfir slík tréhúsgögn með rökum klút og blanda við hann smá raka- kremi. Það þarf ekki að vera dýr- asta rakakremið heldur má kaupa ódýrt rakakrem í stórum umbúð- um. Rakakremið hreinsar bæði og gefur húsgögnunum meiri gljáa. Þarf ekki mikla fyrirhöfn en árangur er alltaf sjáanlegur. - sha Rakakrem á viðinn Gömul húsgögn þurfa góða umönnun.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.