Fréttablaðið - 08.06.2006, Page 6

Fréttablaðið - 08.06.2006, Page 6
6 8. júní 2006 FIMMTUDAGUR Allar nánari upplýsingar í Þjónustuveri Hafnarfjarðar, Strandgötu 6 Sími 585 5500 - www.hafnarfjordur.is ���������������� - Rativ - Tungur í leikhúsi - Míkróveröld og morgunstemningar Ljóð í lauginni - Leikskólalist - Sumarlestur - Brynja og börnin Aðgangur ókeypis á viðburði nema annað sé tekið fram �� �� �� �� � �� �� �� � ��� ����� 1.-10. júní 20068. júní Kl. 14:00 Opið hús í Hraunseli. Skemmtidagskrá eldri borgara. Hljómsveit Hjörleifs Valssonar, samkvæmisdansar og fl. � ��������������������� Kl. 17:15 Leiðsögn um útilistaverk fimm listnema við Listaháskóla Íslands. Listnemarnir Eva Ísleifsdóttir, Katrín Inga Jónsdóttir, Logi Bjarnason, Svala Ragnarsdóttir og Una Björk Sigurðardóttir segja frá verkum sínum. - Lagt af stað frá Firði. Kl. 18:00 Á Dökkumiðum/Krás á köldu svelli. Tónleikar Ingólfs Steinssonar og félaga í Bókasafni Hafnarfjarðar. Með Ingólfi leika Steingrímur Guðmundsson, Sunna Ingólfsdóttir og Arnljótur Sigurðsson. Kl. 20:00 Ljóðakvöld í Gamla bókasafninu. Ungskáld frá Nýhil koma fram. Lay Low spilar á milli. Kl. 21:00 Jazzað við sjóndeildarhringinn Kvintett Jakobsson og Möller í Golfskála Keilis. Á efnisskránni eru bæði þekkt jazzlög og frumsamið efni. ����������������������� Lista- og menningarhátíð Hafnarfjarðar � � � EFNAHAGSMÁL Ásgeir Jónsson, lekt- or við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, segir að mat Standard & Poor‘s hafi ekki komið mjög á óvart. Hvað hinn almenna neytanda varðar telur Ásgeir að áhrifin komi fram í lækkun á gengi íslensku krónunnar. „Aðal- áhrfin eru í lækkandi gengi sem getur hækkað verðbólgu ef það verður varanlegt,“ segir Ásgeir. Gengislækkun veldur því að utanlandsferðir almennings verða dýrari. Aukin verðbólga hefur áhrif á öll heimili landsins, sér- staklega þau sem skulda mikið. Matsfyrirtækið Standard & Poor‘s telur að aukin hætta sé á harðari lendingu íslenska hag- kerfisins eftir mikla útlána- og fjárfestingarþenslu undanfarin misseri. Í febrúar á þessu ári breytti matsfyrirtækið Fitch einnig horf- um sínum úr stöðugum í neikvæð- ar en það kom af stað mikilli gengislækkun og lækkun á íslenska hlutabréfamarkaðnum. Ljóst er að áhrifin verða minni núna vegna þess að markaðurinn er nær jafnvægi en hann var í febrúar. - gþg Breyttar horfur um lánshæfismat ríkissjóðs: Gengi krónunnar veikist ÁSGEIR JÓNSSON Telur að krónan veikist en það getur valdið hærri verðbólgu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KJÖRKASSINN Finnst þér að boða eigi til þing- kosninga vegna hræringa innan ríkisstjórnarinnar? Já 80% Nei 20% SPURNING DAGSINS Í DAG Ætlarðu að fylgjast með HM í fótbolta? Segðu þína skoðun á visir.is PARÍS, AP Svissneski þingmaðurinn Dick Marty, sem stýrði rannsókn á vegum Evrópuráðsins á ásökunum um meint leyni- flug og leyni- fangelsi á vegum bandarísku leyniþjónust- unnar í Evrópu, sagðist í gær hafa orðið þess vísari að stjórn- völd í fjórtán Evrópulöndum hefðu verið í vit- orði með hinum bandarísku útsend- urum í „kóngulóarvef mannrétt- indabrota“. Nefndi hann sérstaklega Pólland og Rúmeníu í þessu sam- bandi er hann kynnti niðurstöður rannsóknarinnar í París í gær. Marty nefndi herflugvelli í Rúmeníu og Póllandi sem líklega staði sem leynilegir fangaflutning- ar hefðu farið um. Pólski forsætis- ráðherrann Kazimierz Marcinki- ewicz vísaði ásökunum þessum á bug í samtali við fréttamenn fyrir brottför sína til Íslands í gær. Sagði hann þær „tóman róg“. Í 67 síðna skýrslu sinni um niðurstöður rann- sóknarinnar leggur Marty ekki fram beinharðar sannanir fyrir ályktunum sínum, en hann sagði það hafa valdið sér vonbrigðum að flestar ríkisstjórnir í Evrópu „virt- ust ekki sérlega áfram um að kom- ast að staðreyndum málsins“. „Jafnvel þótt beinharðar sann- anir, í sígildum skilningi þess hug- taks, liggi ekki fyrir að svo komnu máli benda margar og samverk- andi vísbendingar til þess að slík leynileg fangelsi hafi í raun verið til í Evrópu,“ segir í skýrslunni. Hann sakar yfirvöld í fjórtán lönd- um – Bretlandi, Þýskalandi, Ítalíu, Svíþjóð, Bosníu, Makedóníu, Tyrk- landi, Spáni, Kýpur, Írlandi, Grikk- landi, Portúgal, Rúmeníu og Pól- landi – um samsekt í „ólöglegum flutningi fólks milli landa“. Meginheimildir Martys eru flugdagbækur sem evrópska flug- umferðarmiðstöðin Eurocontrol lét honum í té, vitnisburður fólks sem segist hafa verið numið á brott af bandarískum leyniþjónustu- mönnum og rannsóknir á sams konar ásökunum sem gerðar voru á vegum þjóðþinga í hinum ýmsu löndum Evrópu. Marty segist hafa komist að því að í sumum löndum hafi útsendur- um CIA verið leyft að nema á brott einstaklinga sem dvöldust í viðkom- andi löndum. Í öðrum hafi þeim verið leyft að fljúga um lofthelgi landsins eða stjórnvöld látið sem þau vissu ekki af starfsemi erlendr- ar leyniþjónustu á yfirráðasvæði þeirra. audunn@frettabladid.is Evrópuríki sögð samsek Í niðurstöðum rannsóknar Evrópuráðsins á ásökunum um fangaflug og leynifangelsi CIA í Evrópu eru yfirvöld í fjórtán Evrópulöndum sögð samsek útsendurum Bandaríkjanna um mannréttindabrot. DICK MARTY ÍRAN, AP Stórveldi heims eru reiðu- búin að hverfa frá þeirri kröfu að Íranar skuldbindi sig til þess að auðga ekki úran og biðja þá nú aðeins um að hætta þeirri starf- semi tímabundið á meðan frekari viðræður um framtíð kjarnorku- áætlunar Írana fara fram. Ónafn- greindir erindrekar sem þátt eiga í sáttaumleitununum við Írana tjáðu AP-fréttastofunni þetta. Írönum hefur enn fremur verið boðin sú tilslökun að þeir megi halda áfram umbreytingu úrans, það er efnaferli sem er forstig auðgunar, ef þeir fallast á fjölhliða viðræður. Slíkar tilslakanir gefa til kynna að forsvarsmenn alþjóðasam- félagsins séu reiðubúnir að fallast á takmarkaða kjarnorkustarfsemi í Íran, þrátt fyrir áhyggjur af því að hún kunni að verða misnotuð til að framleiða efni í kjarnorku- sprengjur. Frá því að slitnaði upp úr viðræðum Evrópuveldanna þriggja, Breta, Frakka og Þjóð- verja, við Írana í ágúst í fyrra hefur opinber afstaða þeirra og Bandaríkjanna verið sú að for- senda fyrir endurupptöku við- ræðna sé að Íranar skuldbindi sig til langtímabanns við tilraunum með auðgun úrans. - aa Breytt stefna í viðræðum um kjarnorkuáætlun Írana: Slakað á banni SOLANA KYNNIR VIÐRÆÐUR Javier Solana, utanríkismálastjóri ESB, ásamt þýska kanslar- anum Angelu Merkel í Berlín í gær. Hann ræddi sáttatilboð stórveldanna við ráðamenn í Teheran fyrri part vikunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KJARAMÁL Læknanemar sem standa í kjaradeilu við Landspítalann hafa ákveðið að efna til mótmælasetu í anddyri spítalans við Hringbraut í hádeginu í dag. Í tilkynningu sem þeir sendu frá sér í gær segir að lítið hafi þok- ast í samningsátt og að þeir voni að ekki þurfi að koma til þess að öryggi sjúklinga sé stefnt í hættu. Þeir harma jafnframt það aukna álag á starfsfólk sem af þessu hlýst. Að gefnu tilefni benda þeir á að læknanemar séu „ekki að berj- ast fyrir auknum réttindum eða launahækkunum, heldur að halda þeim réttindum sem þeir hafa áður haft.“ - sh Læknanemar í kjarabaráttu: Mótmælaseta á spítalanum SAMFÉLAGSMÁL Svavar Sigurðsson, ellilífeyrisþegi frá Reykjavík, færði lögreglunni á Akranesi höfð- inglega gjöf í gær. Um er að ræða tækjabúnað sem nýtist lögreglu við rannsóknir brotamála og þá sérstaklega fíkniefnamála. Svavar hefur helgað líf sitt bar- áttu gegn fíkniefnavandanum um ellefu ára skeið og lagt lögreglu, tollgæslu og ýmsu forvarnarstarfi lið með gjöfum. Í upphafi lagði Svavar til fjármuni sem hann átti sjálfur en síðustu árin hefur hann fjármagnað baráttuna með fram- lögum frá fyrirtækjum og stofn- unum. - shá Lögreglan á Akranesi: Berst gegn fíkniefnavánni KOSNINGAR Skipuð var kærunefnd í gær sem ætlað er að skera úr um réttmæti kæru sem borist hefur sýslumannsembættinu í Reykja- vík vegna framkvæmdar sveitar- stjórnarkosninganna í lok maí. Nefndina skipa hæstaréttarlög- mennirnir Þorsteinn Einarsson, formaður, Viðar Lúðvíksson og Kristinn Bjarnason. Að sögn Ólafs Hannibalssonar, talsmanns Þjóðarhreyfingarinnar, sem kært hefur framkvæmd kosn- inganna, hefur nefndin viku til þess að leita umsagnar yfirkjör- stjórnar í Reykjavík og aðra viku til þess að skila niðurstöðu sinni. - jh Kosningarnar í Reykjavík: Nefnd skipuð ÞAKKAÐ FYRIR Ólafur Þór Hauksson, sýslu- maður á Akranesi, tekur hér við gjöfinni úr hendi Svavars Sigurðssonar. MYND/JSÓ Bæjarlistamaður Óperusöngkonan Elín Ósk Óskarsdóttir var útnefnd bæj- arlistamaður Hafnarfjarðar við setningu listahátíðarinnar Bjartir dagar á fimmtu- dag. Auður Vésteinsdóttir myndlistar- maður og Eyrún Ósk Jónsdóttir, leikstjóri og leikskáld, hlutu hvatningarstyrki. HAFNARFJÖRÐUR FRÁ HERFLUGVELLI Í RÚMENÍU Flugdagbækur benda til þess að Rúmenía sé eitt þeirra fjórtán Evrópulanda sem svissneski þingmaður- inn Dick Marty hefur grunuð um að hafa verið samsek CIA um meint leyniflug og leynifangelsi á vegum bandarísku leyniþjónustunnar í Evrópu. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL Aðalmeðferð í meiðyrða- máli Friðriks Þórs Guðmundsson- ar á hendur Sigurði Líndal vegna ummæla um Skerjafjarðarskýrsl- una svokölluðu fór fram í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær. Sigurður var formaður nefndar sem kannaði rannsókn flugslyss- ins í Skerjafirði á sínum tíma og vann skýrslu um málið. Greint var frá efni skýrslunnar í fréttum Stöðvar 2 tveimur dögum áður en kynna átti hana fyrir fjölmiðlum á blaðamannafundi. Sigurður aflýsti fundinum og sakaði Friðrik Þór um að hafa lekið skýrslunni. Frið- rik neitaði því og höfðaði meið- yrðamál á hendur Sigurði. - sh Meiðyrðamál í Héraðsdómi: Neitar leka

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.