Fréttablaðið - 16.08.2006, Side 10

Fréttablaðið - 16.08.2006, Side 10
 16. ágúst 2006 MIÐVIKUDAGUR Ekki gleyma ab-mjólkinni frá MS … þessari nýju léttu með eplum og gulrótum NYJUNG! Án viðbættssykurs JAPAN, AP Junichiro Koizumi, for- sætisráðherra Japans, stóð í gær við kosningaloforð sitt frá árinu 2001 um að heimsækja Yasukuni- hofið umdeilda á Uppgjafardag- inn 15. ágúst, en á þeim degi gáfust Japanar upp í seinni heimsstyrj- öldinni. Í hofinu er minning þeirra 2,5 milljóna Japana sem fallið hafa í styrjöldum heiðruð, þar á meðal dæmdra stríðsglæpamanna úr seinna stríði. Þetta var sjötta heimsókn Koiz- umis í hofið í forsætisráðherratíð sinni, en sú fyrsta á þessum tákn- þrungna degi sem Japanar minn- ast með hryggð en er fagnað sem frelsunardegi í grannríkjunum. Með heimsókninni hellti hann olíu á eld milliríkjaerja við grannríkin sem verst urðu fyrir barðinu á útþenslustefnu Japana á fyrri hluta 20. aldar, einkum og sér í lagi Kína og Suður-Kóreu. Koiz- umi lætur af embætti eftir mánuð. Heimsóknin í gær varð æstum mótmælendum tilefni til að safn- ast saman í Seúl, höfuðborg Suður- Kóreu, og í nokkrum borgum Kína. Suður-kóreski forsætisráðherrann Roh Moo-hyun skoraði á Japans- stjórn að „sanna að hún hafi ekki í hyggju að endurtaka“ yfirgangs- stefnu fyrri tíma. Hann kallaði japanska sendiherrann fyrir til að koma á framfæri formlegum mót- mælum. Mótmælendur söfnuðust saman fyrir utan japanska sendiráðið í Peking, veifuðu kínverskum fánum og hrópuðu and-japönsk vígorð. Kínverska utanríkisráðu- neytið sendi frá sér yfirlýsingu þar sem heimsóknin var sögð „traðka á mannlegri samvisku“. Koizumi varði heimsóknina með því að segja að hann færi í Yasukuni-hofið til að biðja fyrir friði og heiðra fallna hermenn, ekki upphefja hernaðarstefnu. Samkvæmt fréttaskeytum heimsóttu einnig um fimmtíu jap- anskir þingmenn hofið í gær, þar á meðal tveir aðrir ráðherrar í ríkis- stjórninni. Koizumi sakaði ráðamenn í Kína og Suður-Kóreu um að nota málið til að beita Japan óeðlilegum þrýstingi. Ráðamenn bæði í Kína og Suður-Kóreu hafa neitað að eiga leiðtogafundi með Koizumi nema hann hætti heimsóknunum. Í ávarpi sem Koizumi flutti síðar í gær við minnismerki í Tókýó um uppgjöfina fyrir 61 ári ítrekaði hann að þjóð sín harmaði þær þján- ingar sem hún olli öðrum í stríðum fyrri tíma. audunn@frettabladid.is Heimsókn Koizumis í hof veldur uppnámi Japanski forsætisráðherrann Koizumi heimsótti í gær hið umdeilda Yasukuni-hof og hellti þar með olíu á eld versnandi samskipta við grannríki. Hann segist biðja fyrir friði og segir ásakanir um að hann upphefji hernaðarstefnu ómaklegar. FRIÐARDÚFUM SLEPPT Japanskir gestir í Yasukuni-hofinu sleppa hvítum dúfum þar í gær, um það leyti sem Koizumi forsætisráðherra var þar. Rétt 61 ár var í gær frá uppgjöf Japana í heimsstyrjöldinni síðari. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÁLYKTUN BSRB hefur sent frá sér ályktun þar sem samtökin mót- mæla einkavæðingu öryggisgæslu á Keflavíkurflugvelli og krefjast þess að hún verði færð strax aftur í hendur opinberra löggæsluaðila. Í ályktuninni segir að öryggis- gæslan hljóti að falla undir starf- semi opinberra löggæsluyfirvalda og strangar kröfur séu gerðar „til opinberra embættismanna á sviði löggæslu er varðar fagmennsku, menntun og hæfni“. Einkarekin fyrirtæki hafi það að meginmarkmiði að skila hagn- aði og hætt sé við að þau sjónar- mið ráði för hjá öryggisfyrirtækj- unum. - sh BSRB ósátt við einkavæðingu: Vilja opinbera öryggisgæslu FASTEIGNIR Fjöldi þinglýstra kaup- samninga á fasteignum á höfuð- borgarsvæðinu var í síðustu viku sá minnsti síðan í lok árs árið 2003. Samningarnir voru alls 67 talsins, en til samanburðar var meðaltals- fjöldi slíkra samninga undanfarn- ar tólf vikur 126 á viku og í sömu viku í fyrra var 174 samningum þinglýst. Karl Gunnarsson, fasteignasali hjá Lundi, segir að þeir hafi fundið fyrir fækkuninni. „Það hefur verið mjög rólegt hjá okkur núna eftir verslunarmannahelgi. Reyndar verður að taka tillit til þess að þetta er almennt mjög rólegur árs- tími í fasteignaviðskiptum.“ Karl segir að fækkunina megi rekja til þess hversu erfitt nýjum kaupendum er gert að koma inn á fasteignamarkaðinn. „Við erum að upplifa afleiðinguna af því að það sé búið að gjörbreyta öllu lánaumhverfi á landinu til verri vegar á sama tíma og fasteigna- verð er að hækka mikið.“ Hann sér ekki fram á að mik- inn kipp í bráð. „Ekki fyrr en fólk fer að efna kosningaloforðin sín og gera fólki auðveldara fyrir að kaupa í fyrsta sinn.“ Hann tekur fram að ástandið hafi verið orðið mjög gott fyrir innkomu bank- anna á húsnæðislánamarkaðinn. - sh Fasteignasali telur lánakjör gera fólki of erfitt fyrir: Fáir kaupsamningar Heimsferðir bjóða síðustu sætin í sólina í september á ótrúlegu verði. Tryggðu þér sumarauka á einum besta tíma ársins á ein- hverjum af fjölmörgum áfangastöðum okkar. Rimini frá kr. 39.990 6. sept. 4 sæti 13. sept. Nokkur sæti 20. sept. Örfá sæti Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í viku. Stökktu tilboð, 20. sept. Fuerteventura frá kr. 39.990 12. sept. Örfá sæti 19. sept. Nokkur sæti Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í viku. Stökktu tilboð 12. eða 19. sept. Mallorca frá kr. 39.990 31. ágúst Örfá sæti 7. sept. 13 sæti 14. sept. 19 sæti Netverð á mann m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í viku. Stökktu tilboð 31. ágúst, 7. eða 14. sept. Costa del Sol frá kr. 39.990 7. sept. Nokkur sæti 14. sept. 21 sæti 21. sept. Örfá sæti 28. sept. Nokkur sæti Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára. Stökktu tilboð í viku 14. sept. Brottför 7. sept. kr. 5.000 aukalega. Króatía frá kr. 39.990 6. sept. Uppselt 13. sept. 28 sæti 20. sept. Örfá sæti Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í viku. Stökktu tilboð 30. ágúst eða 20. sept. Benidorm frá kr. 39.990 7. sept. Nokkur sæti 14. sept. Örfá sæti 21. sept. Nokkur sæti Frá kr. 39.990 Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í viku. Stökktu tilboð 7. og 14. sept. Síðustu sætin í september frá kr. 39.990

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.