Fréttablaðið - 16.08.2006, Side 24

Fréttablaðið - 16.08.2006, Side 24
[ ] Jónas Þorsteinsson stendur fyrir skipulögðum ferðum um Reykjavík undir yfirskriftinni „Haunted walks“. Á leiðinni eru álfar, huldufólk og aftur- göngur sóttar heim. „Það er mikill draugagangur í Reykjavík,“ byrjar Jónas á að fullvissa blaðamann um, senni- legast vegna þess að hann er vanur því að fólk sé fullt efa- semda um andaheiminn og dular- fulla íbúa hans. „Ferðirnar voru skipulagðar út frá upplifun fjögurra miðla, hvaðanæva að úr heiminum, frá svæðum þar sem reimleika hafði orðið vart en þeir ekki haft hug- mynd um,“ heldur hann áfram. „Við fórum síðan með vitnisburð miðlanna til sagnfræðinga svo hægt væri að skera úr um hverjir hinir framliðnu væru. Ferðirnar byggjum við síðan á þeim niður- stöðum, það er frásögnum miðl- anna í bland við sagnfræðilegan fróðleik,“ útskýrir hann. Að sögn Jónasar fer leiðsögu- maður íklæddur íslenskri lopa- peysu fyrir hópnum, sem hefur meðal annars viðkomu í Tryggva- garði við Alþingishúsið til að skoða lágmynd með áletruninni „griðastaður dýranna“, sem er talin sýna að garðurinn sé fullur af álfum og huldufólki. „Við Ráð- húsið er síðan sagt frá þeim öfgum sem þjóðtrúin getur farið út í, en til marks um það eru til hvorki meira né minna en 61 íslenskt heiti yfir djöfulinn,“ bætir hann við. Með göngunni er ætlunin meðal annars að kanna dekkri hliðar Reykjavíkur, en þar ber sjálfsagt hæst frásögn af Sigvart Bruun, yfirmanni fangelsis, sem er talinn bera ábyrgð á dauða yfir 60 manns eins og fram kemur í Sögustað við Sund. „Steinunn frá Sjöundá á að vera meðal fórnar- lamba hans, en um hana er fjall- að í bókinni Svartfugl eftir Gunn- ar Gunnarsson,“ segir Jónas og tekur undir þau orð blaðamanns að Sigvart hljóti samkvæmt þessu að vera í hópi fárra raðmorðingja Íslandssögunnar. En hefur drauga og annarra vætta orðið vart á þessum ferð- um? Jónas segir ferðamenn telja sig sjá hurð á steini í Grjótaþorp- inu sem liggi að öðrum heimi. „Aðrir eru þess fullvissir að íbúar kirkjugarðsins við Suður- götu láti á sér kræla á meðan á heimsókn stendur og svona mætti halda áfram,“ bætir hann við. Í raun skiptir það kannski ekki máli hvort menn trúa á drauga og aðra vætti eða ekki. Göngurnar hafa sagnfræðilegt gildi og svo hafa tímaritadómar um þær verið lofsamlegir. Nú er bara um að gera að slást með í för um undir- heima Reykjavíkur, þar sem það eru jafnvel líkur á því að rekast á álfa, huldufólk eða afturgengna morðingja. Allar nánari upplýs- ingar eru á www.hauntediceland. com. roald@frettabladid.is Margt býr í myrkrinu Jónas rak áður sérhæfða ferðaþjónustu í Danmörku, Norður-Ameríku og Kanada, sem tengdist indjánum og víkingum. Honum finnst tilhugsunin spennandi að takast á við íslenska kynjaverur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Leiðsögumaður íklæddur lopapeysu stiklar á ýmsum sögulegum staðreyndum sem ljá ferðinni skemmtilegan blæ. MYND/ÓLAFUR TH. ÓLAFSSON Það er rómantískt að fara í litla ferð með elskunni og fá sér humar í kvöldsólinni. Það er gott úrval af humarstöðum fyrir austan fjall, til að mynda á Stokkseyri, Eyrarbakka og við ósa Ölfusár. Tímaritið Útivera hefur hleypt af stokkunum ferðasögusam- keppni og heitir veglegum verðlaunum fyrir bestu sögurn- ar og myndirnar. Að sögn Jóns Gauta Jóns- sonar, ritstjóra Útiveru hefur það ávallt verið mark- mið ritstjórnarinnar að birta áhugaverðar og fróðlegar sögur af ferðum fólks, enda reki alltaf eitthvað forvitni- legt á fjörur ferðalanga. Því efnir hann nú til samkeppni um sögur og dregur ekki dul á að aðalmarkmiðið sé að fá vandað og skemmtilegt efni til birtingar, að höfðu sam- ráði við höfundana. Góð verðlaun eru líka í boði fyrir þrjár bestu sögurnar og þeim þurfa að fylgja skemmtilegar myndir. Auk þess fá allir höfundar og ljós- myndarar sem birt verður eftir, áskrift að Útiveru. Sögurnar í samkeppninni mega gerast hvar sem er í heim- inum en síðasti skila- dagur þeirra er 1. okt- óber. Þær þurfa að vera á tölvutæku formi og mega vera allt að 18.000 slög að lengd. Í dómnefndinni eru meðal annarra Kristín Helga Gunnarsdóttir og Andri Snær Magna- son en bæði hafa þau skrifað greinar í Úti- veru. Ferðasagan þín Nýi Íslandsatlasinn er meðal verðlauna- gripa. Náttúra og sagnir FEGURÐ MANNLÍFS OG NÁTTÚRU VERÐUR VIÐFANGSEFNI GÖNGU UM DJÚPADAL Í EYJAFIRÐI NÆSTA LAUGARDAG. Þjóðsögur um reimleika munu rifjast upp þegar gengið verður að Saurbæjarseli í Djúpadal í Eyjafirði næsta laugardag en dalurinn er í um 25 kílómetra fjarlægð frá Akur- eyri. Fleiri sögur og sagnir ölast þar eflaust líf í sínu rétta umhverfi því í dalnum eru mörg sel og eyðibýli. Meðal annars verða býlin Kambfell og Strúgsá skoðuð. Þór Sigurðsson frá Minjasafninu á Akureyri mun leiða gönguna sem er nánast öll á jafnsléttu og tekur um fjórar klukkustundir. Lagt verður af stað kl. 13 frá Litladal en þangað kemur fólk á eigin vegum. Þátttaka er ókeypis og þarf að tilkynna fyrir kl.15 á föstudag í síma 462 4162. 18. - 20.8. Snæfellsjökull Snæfellsjökull hefur löngum verið sveipaður dulúð og dregur að sér áhugafólk um náttúruna og þá krafta sem í henni búa. Gott tækifæri fyrir þá sem vilja upplifa hæfilega jöklagöngu og njóta útsýnis af þessum einstaka tindi. Gisting 2 nætur í Arnarstapa, 2ja manna herbergi í svefnpokaplássi. Farið á eigin bílum. Verð 7200/8400 kr. EKKERT GERVIGRAS! NÝTT OG BETRA GRAS! WWW.GRAS.IS Allar nýjustu upplýsingar og fréttir á ensku á vefnum reykjavik.com og í blaðinu Reykjavikmag Nýjar upplýsingaveitur á ensku:

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.