Fréttablaðið - 16.08.2006, Side 26
[ ]
Sparar pláss og sameinar lykil-
atriði út við hjól.
Rafrásaheilarnir hjá Siemens VDO
eru duglegir að finna sér eitthvað
til dundurs. Nú eru þeir að fást við
kerfi sem sameinar drifrás, stýr-
ingu, dempara og bremsur og verð-
ur staðsett inni í hjólum bifreiða.
Kerfið er kallað eCorner, sem
ætla má að standi fyrir þátt raf-
magns í því að beygja bílnum, og
felst meðal annars í því að skipta
út hefðbundnum hreyfanlegum
hlutum í bílum, eins og kúplings-
barka, fyrir rafmagnsvíra.
Grúskararnir hjá VDO Siemens
verða þó að halda vel á spöðunum,
því kollegar þeirra hjá Mitsubishi
eru einnig að vinna að svipuðu
kerfi sem þegar hefur verið sett í
nokkra hugmyndabíla. Enn einn
kostur þess háttar útbúnaðar er að
hönnuðir bíla eru ekki lengur
bundnir af hefðbundinni uppbygg-
ingu sem núverandi búnaður kall-
ar á.
Stefnuljós eru mikilvæg hjálpartæki í umferðinni. Verum tillit-
söm og komum í veg fyrir misskilning með því að nota stefnuljós.
Nýjasta mótorsportið á Íslandi
hentar jafnt fullorðnum mótor-
hjólamönnum, fimm ára krökk-
um og fimmtugum konum.
Við fyrstu sýn virðast mini-moto-
hjólin vera hálfgerður brandari,
fullorðið fólk sem brunar eftir
braut á alltof litlum mótorhjólum
sem líta út fyrir að vera smíðuð
fyrir fjögurra ára börn. Krist-
mundur Birgisson segir að þau
séu þó að minnsta kosti jafn
skemmtileg og stærri mótorhjól.
„Ég á Hondu CBR 1000-hjól
líka, það er ekkert síðra að fara út
á litla kvikindinu,“ segir Krist-
mundur. Til að gefa einhverja hug-
mynd um hversu lítil mini-moto-
hjólin eru, þá eru aðeins 40 cm frá
götu upp í sæti. Þau vega 23 kg
með fullan tank af bensíni og kom-
ast upp í 60 km hraða. Þau eru
ætluð í keppni og eru því á slétt-
um, mjúkum dekkjum með mikið
veggrip. Vélarnar eru 49 rúm-
sentimetra tvígengisvélar sem
toga 4,5 Nm á 15.000 snúningum.
„Maður þarf enga reynslu af
öðrum hjólum til að ráða við þessi.
Það getur auðvitað ekki gert annað
en að hjálpa, en er ekki nauðsyn-
legt. Við höfum verið að hjóla niðri
við Klettagarða og allir sem hafa
komið þangað og viljað prófa hafa
fengið að prófa, meira að segja
fimmtugar konur sem höfðu
gaman af,“ segir Kristmundur
sem flutti sjálfur inn fyrsta hjólið
fyrir um það bil ári.
„Þá lenti ég í veseni við tollinn
því hjólið var ekki með fastanúm-
eri og því ekki hægt að skrá það.
Ég hafði samband við framleið-
andann og bað hann um að setja
fastanúmer á þau og síðan hefur
innflutningurinn gengið vel.“
Kristmundur byrjaði í mótor-
sportinu á stórum amerískum
bílum í kringum 1986 og segir
mini-moto-hjólin skemmtilegri að
mörgu leyti. „Þetta er líka miklu
ódýrara og tekur mikið minna
pláss í skúrnum. Svo er hægt að
henda hjólinu í skottið og fara með
það hvert sem er.“
Í sumar verða haldin tvö mót
fyrir mini-moto en næsta sumar
verður haldin mótaröð undir
merkjum GP-Ísland. Til þess að
vera löglegur í keppni þarf öku-
maður að vera 12 ára eða eldri.
Kristmundur segir þó að börn frá
5 ára aldri ráði vel við hjólin. Og
það þarf ekki að kosta mjög mikið
að byrja í sportinu. „Hjólin kosta
69.000 kr. í vefverslun okkar á
fingrafar.is,“ segir Kristmundur.
„Svo þarf að vera í góðum galla
eða með góðar hlífar og með
þokkalegan hjálm. Maður kemst
af með 100.000 krónur sem er ekki
mikið í mótorsporti.“
Kristmundur og félagar hjóla
flest góðviðriskvöld á milli Sindra
og vélaverkstæðis Heklu í Kletta-
görðum. Áhugasömum er bent á
að leggja leið sína þangað til að
prófa.
einareli@frettabladid.is
Vegur aðeins 23 kíló
Fimm ára mótorhjólatöffari, Óðinn Kristjánsson, fékk að hjóla í fyrsta sinn fyrir tveimur
vikum og hefur vart fengist til að stoppa síðan.
Kristmundur Birgisson (til vinstri) og Kristj-
án Hafliðason við mini-moto-hjólin sín.
Kristmundur segir ekkert síðra að hjóla á
þeim en stórum og kraftmiklum hjólum.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Rafrænt drifkerfi
Svona lítur hluti af eCorner kerfinu út. Fyrir-
ferðin ætti ekki að þvælast fyrir neinum.
Þegar betur er gáð er eCorner flókið og
fullkomið kerfi.
Með því að nota rafmagnsvíra í stað öxla og
kapla aukast möguleikar í bifreiðahönnun.
• SUMARDEKK • HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA
• HEILSÁRSDEKK • RAFGEYMAÞJÓNUSTA
• OLÍS SMURSTÖÐ • BREMSUKLOSSAR
• BÓN OG ÞVOTTUR • PÚSTÞJÓNUSTA
ALLT Á EINUM STAÐ
SMUR- BÓN OG DEKKJAÞJÓNUSTAN
SÆTÚNI 4, SÍMI 562 6066