Fréttablaðið - 16.08.2006, Side 27

Fréttablaðið - 16.08.2006, Side 27
MIÐVIKUDAGUR 16. ágúst 2006 3 Tvenns konar tölur Fyrir fimmtíu árum skipti nánast engu máli hvað bílar eyddu miklu. Eldsneyti kostaði ósköp lítið og engum datt í hug að olíulindir jarðar gætu einhvern- tíma tæmst. Útblástursmengun var að kalla óþekkt hugtak og einfald- asta leiðin til að auka vélarafl var að stækka vélina og þar með eldsneytis- notkun hennar. Nú er öldin hinsvegar allt önnur, og ekki bara bókstaflega. Bílaframleið- endur leggja mikið á sig til að halda eyðslu og mengun niðri, enda verða nýir bílar, að minnsta kosti í Amer- íku og Evrópu, að standast strangar mengunarkröfur. Forsenda þess er hófleg eyðsla. Flestir vita að eyðsla er mæld í inn- anbæjar-, utanbæjar-, og blönduðum akstri. Færri vita hinsvegar að eyðslu- mælingum má líka skipta í mælingu eiganda og mælingu framleiðanda. Á þessum tveimur er oft verulegur munur. Mælingu eiganda er auðvelt að fram- kvæma. Næst þegar þú fyllir bílinn af eldsneyti skaltu núllstilla kílómetra- mælinn. Svo keyrir þú bílinn eins og venjulega þar til tími er kominn á aðra fyllingu. Þá berð þú saman lítrana sem fara á bílinn og ekna kílómetra. Með formúlunni lítrar / eknir kílómtrar X 100 færð þú meðaleyðslu síðasta tanks. Segjum að þú hafir ekið 620 km á 46 lítrum. 46 / 620 X 100 = 7,4 lítrar á hverja 100 km. Þú þarft reyndar að hafa hugfast hvort um var að ræða innanbæjar-, utanbæjar- eða bland- aðan akstur, því munurinn á eyðslu getur verið umtalsverður eftir aksturssvæði. Berir þú niðurstöðurnar saman við uppgefn- ar eyðslutölur frá framleiðanda munar líklegast töluverðu. Ástæðurnar eru nokkrar. Í fyrsta lagi skiptir aksturslag öllu máli. Í öðru lagi eyða vélar yfirleitt meiru í köldu loftslagi, sérstaklega fyrsta spölinn. Í þriðja lagi eru aðferðir fram- leiðanda við mælingar yfirleitt mjög frábrugðnar mælingum eiganda. Í Bandaríkjunum, og reyndar víðar, er stuðst við útblástursmælingu í stað raunverulegrar notkunar eldsneyt- is. Við það bætist að mælingin fer ekki fram í raunverulegri umferð eða á raunverulegum vegi, heldur á búnaði sem líkja má við hlaupabretti. Umhverfisáhrifa sem stuðla að aukinni eyðslu, eins og loftmótsstöðu, gætir því ekki. Formúlan sem notuð er til að reikna eyðslu út frá útblæstri var búin til árið 1972 og síðan hefur orðið mikil fram- þróun í vörnum við útblástursmengun. Niðurstöðurnar eiga því lítt skylt við veruleikann og dæmi eru um allt að 200% mun á uppgefinni og raunveru- legri eyðslu. Þó að hægt væri að taka upp aðrar mælingaaðferðir myndu raunsærri niðurstöður koma mjög illa út með tilliti til nýrra mengunar- og eyðslustaðla og því er sem er. Sem dæmi um eyðsluprófun er breska aðferðin sú að í innanbæjarmælingu er bíllinn keyrður í hermi sem sam- svarar 4 km leið. Hámarkshraðinn er 50 km/klst og meðalhraði 19 km/klst. Í utanbæjarmælingu er sami hermir notaður til að snúa hjólum bílsins sem samsvarar 7 km leið á 63 km meðal- hraða, að hámarki 120 km/klst. HVAÐ ER... MEÐALEYÐSLA Skiptar skoðanir eru á því hvaðan Kia Cee‘d er ættaður. Kia sendi nýlega frá sér fyrstu myndirnar af framleiðsluútgáfu Cee‘d hlaðbaksins. Bíllinn var fyrst sýndur sem hugmyndabíll í Genf fyrr á þessu ári. Hinu óvenjulega nafni mun ætlað að koma bílnum í umræð- una, auk þess að „vera stutt, kraft- mikið, ferskt, óhefðbundið og koma á óvart“. Ætli megi ekki full- yrða að það hafi tekist ágætlega. Nafnið er reyndar samsett úr „CE“ (Conformité Européenne), vegna þess að bíllinn er framleidd- ur í Evrópu og eftir evrópskum gæðakröfum, og „ED“ (European Design) vegna þess að hann er líka hannaður í Evrópu. Burtséð frá nafninu, sem er alls ekki eins og neitt annað, þykir mörgum að bíllinn sé endurtekið stef. Bent hefur verið á sameigin- leg einkenni með bílum á borð við Versa, Corolla, Legacy, Almera og Lexus IS. Kemur kannski ekki á óvart þar sem bílar 21. aldarinnar hafa óútskýranlega tilhneigingu til að líkjast hverjum öðrum. Hvað sem því líður verður gaman að sjá hvernig Cee‘d verður tekið hér- lendis. Nýtt nafn á kunnuglegu stefi Framsvipurinn minnir óneitan- lega aðeins á Nissan Almera, og gefur bílnum frísklegt yfirbragð. Cee‘d nafnið er tvítekin tilvísun í evrópskan uppruna bílsins og því ekki ólíklegt að hann hitti í mark þegar hann kemur á markað. Gott getur verið að hafa meðaleyðslu bifreiðar sinnar á hreinu, til dæmis ef skipuleggja á langferð. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.