Fréttablaðið - 16.08.2006, Side 28

Fréttablaðið - 16.08.2006, Side 28
[ ] N† VÖRU- OG fiJÓNUSTU- SKRÁ Á VISIR.IS/ALLT ... sem flig vantar í n‡ja húsnæ›i› Þótt veðurspáin sé ekki alltaf fullkomin ætti það ekki að hindra menn í að njóta sum- arsins. Regngallar og hlífðar- flíkur geta líka verið ansi töff. Mikið úrval er til af ýmiss konar regn- stökkum fyrir lítinn pening. Fréttablaðið kíkti í nokkrar verslanir og skoð- aði hvernig best er að verja sig fyrir hinni alræmdu íslensku regn- skúr. Hvort sem um er að ræða ódýra reddingu sem þarf að duga fram yfir helgi eða vandaða útivistarflík, þá er úrvalið mikið enda ekkert annað hægt á landi þar sem allra veðra er von. Vandaður léttur útivist- arjakki frá Cintamani. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Léttur vatnsheldur jakki frá Cintamani sem heitir Hilmir. Vandaður jakki í alla útivist. Það er smart að hafa margar hálsfestar og hálsmen í alls kyns lengdum og litum. Það gefur skemmtilegt hippaútlit og er sumarlegt. Hlífðarföt fyrir blautt sumar Pollagalli úr 66° North. Flott regnkápa úr 66° North fyrir konur. Regnstakkur úr Rúmfata- lagernum á aðeins nokkur hundruð krónur. Moss sú best klædda Í NÝJASTA HEFTI TÍMARITSINS VANITY FAIR ER BIRTUR LISTI YFIR BEST KLÆDDA FÓLK ÁRSINS. Kate Moss hefur heldur betur verið á milli tannanna á fólki undanfarin misseri eftir meinta eiturlyfjaneyslu. Hún hefur þó að mestu náð að hreinsa mannorð sitt og hefur hún náð hverjum risasamningnum á fætur öðrum að undanförnu. Nýjustu sönnunina um hversu mikið almenningsálitið hefur breyst á breska ofurmódelinu er að finna í nýjasta hefti tímaritsins Vanity Fair en þar var Moss kosin besta klædda kona ársins. Er þetta í 67. sinn sem Vanity Fair birtir þennan árlega lista sinn en aldrei áður hefur nokkur fengið eins mörg atkvæði og Moss fékk í ár. Aðrar „vel klæddar“ konur sem náðu inn á lista Vanity Fair eru til dæmis utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice og Renee Zellweger, Oprah Winfrey, Selma Blair, Sofia Coppola, Gwen Stefani og Rania, drottn- ing Jórdaníu. Á listanum yfir best klæddu karlmennina voru frægar tískulöggur á borð við Prince William, David Beckham, George Clooney og Kanye West á toppnum. -sha Það virðist alveg sama hverju Kate Moss klæðist, hún virðist alltaf vera jafn glæsileg. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES Góð flíspeysa frá Cintamani. Kælandi og róandi HAPPY LEGS GELIÐ FRÁ BIOTHERM ER KÆLANDI OG RÓANDI GEL FYRIR FÆTURNA. GELIÐ HENT- AR ÖLLUM HÚÐGERÐUM OG SAMANSTENDUR ILMURINN AF TEI, APPELSÍNU OG PERU. Þegar gelið er borið á húðina örvar það blóðrásina í allt að klukkutíma. Það veitir samstundis róandi áhrif og verða fæturnir léttari og þreytu- tilfinningin hverfur. Gelið inniheldur plöntuseyði og virk innihaldsefni með kælandi áhrifum sem örva blóðrásina og hafa vatnslosandi áhrif. Einnig inniheldur gelið magnesíum og aspartic-sýru sem eru efni sem vinna á þreytu. Gelið er selt í 150 ml túpum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.