Fréttablaðið - 16.08.2006, Síða 38

Fréttablaðið - 16.08.2006, Síða 38
MARKAÐURINN Í febrúar mörkuðu stjórnendur Marel nýja og metnaðarfulla stefnu um vöxt þess á komandi misserum, sem fól í sér að veltan yrði þrefölduð á næstu þremur til fimm árum með kraftmiklum innri sem ytri vexti. Þótt aðeins hálft ár sé liðið frá því að markmiðin voru kynnt er Marel nú komið í þá stöðu að sterkur innri vöxtur myndi duga því að ná í restina, miðað við þá fjárfestingu sem fyrirtækið leggur í vöruþróun og markaðsstarf. Þar er vísað til þess að velta félagsins hafi tvöfaldast á árinu 2006 vegna kaupa á samkeppnis- aðilunum AEW Delford í Bretlandi og Scanvægt í Árósum, Danmörku. Hingað til hefur Marel vaxið fyrst og fremst á eigin vexti en félagið hefur stækkað að meðaltali um 26 prósent á ári sem er að stærstum hluta að þakka miklum innri vexti. Þetta er mjög mikill vöxtur þegar haft er í huga að sjálfur iðnaðurinn vex um 5,5 pró- sent árlega. MARGIR TIL SÖLU EN FÁIR ÚTVALDIR Hörður Arnarson, forstjóri Marels, sagði á afkomu- og kynningarfundi í síð- ustu viku að útrás Marels á síðustu mánuðum hafi ekki verið byggð á einnar nætur vinnu en fyrirtæki í geiranum og markaður- inn sjálfur voru kortlögð í þaula. Marel fór fyrr á árinu í sex milljarða skuldabréfaútboð til að undirbúa fyrirtækið undir ytri vöxt og yfirtökur. „Margir hafa bankað á dyrnar og boðið fyrirtæki til sölu sem eru ekki á þessum lista. Við höfum yfirleitt vísað þeim frá okkur.“ Höfuðáherslan, að sögn Harðar, er að kaupa réttu fyrirtækin sem falla inn í framtíðarsýn Marels en ekki endilega ódýrustu félögin. „Við fórum af stað og skoðuðum 140 fyrirtæki og völdum úr sex til átta fyrirtæki sem við töldum myndu styrkja okkur mest að ná leiðandi stöðu. Við höfum farið mjög ákveðið í viðræður með góða fjármögnun þannig að við hefð- um slagkraft og trúverðugleika og keyptum þessi tvö fyrir- tæki.“ Í byrjun sumars var greint frá kaupum þess á AEW Delford fyrir 1,8 milljarða króna og var svokallaður EV/ EBITDA margfaldari 6,8. Kaupin á Scanvægt f a r a fram á töluvert hærri margfaldara, eða tólfföldum. Stjórnendur Marels réttlæta hærra verð á Scanvægt en AEW Delford með því að mikil samlegðaráhrif hljótist með kaupunum, auk þess sem frumkvæðið hafi komið frá Marel, sem gerir verðið kannski hærra en ella. Hörður segir það vera mikilvægt að líta á þessi kaup með hliðsjón af þeirri stefnu sem kynnt var í febrúar. GRUNDTVIG-FJÖLSKYLDAN HAGNAST Marel kaupir Scanvægt skuldlaust fyrir 109 milljónir evra eða tæpa tíu millj- arða króna. Félagið rekur verksmiðjur í Árósum, Borgundarhólmi og einingu í Brasilíu. Greiðsla fer annars vegar fram með því að Marel tekur yfir vaxtaberandi skuldir félagsins og greiðir með pening- um og hins vegar fá seljendur greitt í nýjum hlutabréfum í Marel sem gefin eru út á genginu 72. Hluthafar í Scanvægt, sem er fjölskyldu- fyrirtæki undir for- ystu Lars Grundtvig, barnabarns stofnanda fyrirtækisins og mikils frumkvöðuls í grein- inni, fá sem samsvarar sautján prósentum útgefins hlutafjár. Þeir geta vel við unað því gengi Marels hefur hækkað skarpt eftir kaupin og stóð í 81,5 krónum á hlut á mánudaginn. „Ég held að það sé nokkuð langt síðan að íslenskt fyrirtæki hefur í þessu magni notað sitt hluta- fé á markaðsverði til þess að kaupa erlent fyrirtæki,“ segir Hörður. Á síðasta reikningsári, sem lauk í apríl, velti Scanvægt 8,3 milljörð- um króna og skilaði um 550 milljóna króna rekstrarhagnaði fyrir afskriftir (EBITDA) sem var nokkru lægri upphæð en árið áður. Scanvægt hefur vaxið mun hægar en Marel, eða um eitt prósent á ári. Þó verður að hafa það í huga að félagið hefur selt frá sér einingar og þá hefur mikil samkeppni við Marel dregið úr arðsemi þess. Hörður segir að áætlanir núverandi starfsárs geri ráð fyrir helmingi meiri „EBITDA“ en árið áður, en verkefnastaða Scanvægt var góð í byrjun árs. Hörður er þeirrar skoðunar að sú framtíðarsýn sem stjórnendur Marels hafa falli vel að hugmyndum seljenda um vöxt og viðgang Scanvægt. Hörður vonar að Marel og Scanvægt vaxi hraðar sameiginlega en í sitt hvoru lagi. STYRKJA SIG Í FULLVINNSLU Með áðurnefndum yfirtökum styrkir Marel sig á öllum sviðum virðiskeðjunnar en einkum þó á seinni stigum hennar, það er nær pökkuninni þar sem mesti vöxtur- inn hefur átt sér stað. Miklar breytingar hafa orðið í framleiðslu á matvælum sem hefur verið að færast úr eldhúsum í verk- smiðjur. Marel hefur þess vegna viljað vaxa meira á sviði fullvinnslu og ber að skoða yfirtökur félagsins á árinu í því ljósi. „Það gerir það að verkum að þarna eru miklu meiri fjárfestingar en sem nemur hagvexti,“ bendir forstjórinn á. Auk þess hefur Carnitech, dóttur- félag Marels, styrkt sig í fullvinnslu fyrir kjötiðnaðinn. Meginhagræði sem fæst með þessum samruna við Scanvægt felst í því að vöruþróunarstarf félaganna styrk- ist og nýjar vörur komast hraðar inn á markað. „Fyrirtækin hafa þótt mikið vera að þróa sömu vörurnar. Með því að sameina hópana teljum við okkur geta náð miklu meira út úr vöruþróun- inni,“ bætir Hörður við. Forstjórinn tekur það skýrt fram að engar áætlanir séu á borðinu um að draga úr vöruþróun og áfram verði varið fimmtán til sautján milljónum evra á ári til slíkra verkefna. Þá sér hann fram á tækifæri til að efla þjónustustigið og auka þjónustutekjur. Scanvægt er framar en Marel í því að skapa þjónustutekjur. Með stærðinni næst fram hagræðing í framleiðslu og mögu- leikar á að setja á fót verksmiðjur í Asíu og Suður-Ameríku opnast. Þá bendir Hörður á að félögin geti selt framleiðslu í gegnum sölu- og dreifikerfi hvors annars og gerir víðfemt dreifikerfi Scanvægt fyrirtækið enn betra. Fyrirtækin reka hvort um sig fimmtán til tuttugu dótturfyrirtæki og þar sem þau eru í sömu löndum þá megi samnýta ýmsa þætti án þess að það bitni á þjónustu eða sölu. „Þá eru einnig veru- legir möguleikar í innkaupum og einnig í föstum kostnaði, þá sérstaklega í föstum kostnaði dreifikerfa.“ SAMRUNI KEPPINAUTA Það er ekki ólíklegt að samkeppnisaðilar Marels og Scanvægt bregðist við sam- runanum með því þjappa sér saman. Stjórnendur Marels hafa þá sýn að sam- þjöppun muni einkenna iðnaðinn á næstu árum og tvö til þrjú fyrirtæki verði leiðandi fyrirtæki. Stærstu fyrirtækin í framleiðslu á bún- aði fyrir matvælavinnslu eru með mark- aðshlutdeild á bilinu átta til níu prósent. Það er ætlun stjórnenda Marels að félag- ið verði með markaðshlutdeild á bilinu fimmtán til tuttugu prósent og má reikna fastlega með því að félagið hafi fleiri fyrirtæki í sigtinu, enda hefur stjórn félagsins óskað eftir heimild til að auka hlutafé félagsins um allt að sjötíu prósent, sem meðal annars verði nýtt til kaupa á öðrum félögum. Þá hafa í liðinni viku orðið breytingar á hluthafahópnum. Eyrir Invest er orðinn stærsti eigandinn eftir að hann keypti fjögurra prósenta hlut af Landsbankanum á genginu 85, sem var vel yfir markaðs- gengi. Þegar hlutafé félagsins eykst á næstunni munu Eyrir og Landsbankinn fara með 25-26 prósent hlutafjár. 16. ÁGÚST 2006 MIÐVIKUDAGUR8 F R É T T A S K Ý R I N G Marel tekur forystuna í kapphlaupinu Markmið Marels um að þrefalda veltu á næstu þremur til fimm árum eru á góðri leið með að nást eftir kaup þess á Scanvægt. Með tveimur stórum yfirtökum á þessu ári styrkist Marel á seinni stigum virðiskeðjunnar þar sem mesti vöxturinn liggur. Framleiðsla á hátæknibúnaði fyrir matvælaiðnað vex hraðar en almennur hagvöxtur og Marel er langt umfram þann vöxt. Eggert Þór Aðalsteinsson kynnti sér framtíðarsýn Marels. T Í U S T Æ R S T U H L U T H A F A R M A R E L S Þ A N N 1 4 . Á G Ú S T * Hluthafi Eignarhlutur í % Eyrir Invest 33,49% Landsbanki Íslands 32,62% Ingunn Sigurðardóttir 1,98% Helga Sigurðardóttir 1,98% Súsanna Sigurðardóttir 1,96% Tryggingamiðstöðin 1,73% Egill Vilhjálmur Sigurðsson 1,58% Traustfang ehf. 1,44% Eignarhaldsfélag Hörpu ehf. 1,39% Líftryggingafélag Íslands hf. 1,06% * Samþykki hluthafar aukningu hlutafjár fá seljendur Scanvægt 17 prósenta hlut og hlutur annarra minnkar sem því nemur. HÖRÐUR ARNARSON, FORSTJÓRI MARELS, KYNNIR UPPGJÖR MARELS OG KAUP FÉLAGSINS Á SCANVÆGT. VIÐ HLIÐ HANS SITUR ÁRNI ODDUR ÞÓRÐARSON, STJÓRNARFOR- MAÐUR MARELS OG FORSTJÓRI EYRIS, SEM ER STÆRSTI HLUTHAFINN. Útrás Marels er byggð á mikilli forvinnu en ekki tilviljunum. „Margir hafa bankað á dyrnar og boðið fyrirtæki til sölu sem eru ekki á þessum lista. Við höfum yfirleitt vísað þeim frá okkur,” segir forstjórinn. MARKAÐURINN/GVA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.