Fréttablaðið - 16.08.2006, Side 43

Fréttablaðið - 16.08.2006, Side 43
MARKAÐURINN 13MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 2006 S K O Ð U N S P Á K A U P M A Ð U R I N N Á öðrum ársfjórðungi þessa árs uxu hagkerfi evrusvæðisins að meðaltali um 0,9 prósent frá fyrri ársfjórðungi, heldur meira en á þeim fyrsta þegar vöxtur á milli ársfjórðunga var 0,6 prósent. Miðað við sama tíma í fyrra er hagvöxturinn á tímabilinu 2,4 prósent. Að sögn greiningar- deildar Kaupþings banka er hag- vöxturinn sá mesti sem mælst hefur á evrusvæðinu í sex ár og í þeim mæli að ýti stoðum undir þá skoðun að frekari vaxtahækk- ana sé að vænta. „Á sama tíma og þessi mikli vöxtur einkennir evrusvæðið auka hærri vextir, hátt olíuverð og sterkt gengi evrunnar hættuna á hægari vexti seinna á þessu ári og fram á það næsta. Aukinn hagvöxt má að miklu leyti rekja til þess að vöxtur í Þýskalandi, stærsta hagkerfis Evrópu, hefur verið talsvert umfram væntingar. Jafnframt jókst hagvöxtur í Frakklandi og á Spáni á fjórðungnum. Að því er fram kemur hjá greiningardeildinni náðu vænt- ingar Evrópubúa til efnahagslífs- ins fimm ára hámarki í síðasta mánuði. Greiningardeildin bendir jafnframt á að framleiðsluvöxtur á evrusvæðinu sé nú nálægt sex ára hámarki og hafi framleiðsla aukist þrettán mánuði í röð. Á sama tíma sé atvinnuleysi á evru- svæðinu í fimm ára lágmarki. „Verðbólga í júlí mældist enn yfir verðbólgumarkmiði evrópska seðlabankans eða 2,5 prósent, en markmið bankans er að halda verðbólgunni í kringum tvö pró- sent. Síðustu átján mánuði hefur verðbólga á evrusvæðinu mælst yfir verðbólgumarkmiði bank- ans og eru helstu áhrifavaldar hækkandi olíuverð ásamt aukinni eftirspurn.“ Þannig er evrópski Seðlabankinn sagður vera í nokkuð erfiðri stöðu og þurfa að taka til þess afstöðu hvort herða beri enn tökin á efna- hagslífinu með hækkun vaxta til að ná niður verðbólgu í álfunni, eða bíða með frekari vaxtahækkanir til þess að varðveita hagvöxtinn. „Evrópski Seðlabankinn tilkynnti um stýrivaxtahækkun 3. ágúst síðastliðinn og standa vextir nú í þrem prósentum. Markaðsaðilar gera almennt ráð fyrir að vextir verði komnir í 3,5 prósent fyrir lok árs. Hækkun vaxta á evrusvæð- inu mun að öllum líkindum koma verulega við kaunin á Íslendingum enda er evran atkvæðamest í erlendu skuldasafni íslenska þjóðarbúsins.“ - óká SEÐLABANKI EVRÓPU Vaxtahækkanir í Evrópu geta haft haft nokkur áhrif hér enda vegur evran einna þyngst í erlendu skulda- safni þjóðarbúsins. MARKAÐURINN/AFP Vaxtahækkanir í Evrópu snerta Ísland Þ J Ó Ð A R B Ú S K A P U R I N N Jæja, loksins er maður kominn í bæinn. Það var farið að vera hálfleiðinlegt að hanga í öllum þessum laxveiðitúrum í boði KB banka og Lansans. Ég var farinn að líta út eins og viðrini þar sem það gekk svo erfiðlega að fylla stangirnar. Ætli maður taki samt ekki nokkra túra í við- bót þegar strákarnir í markaðs- viðskiptunum hringja í mig. Það er svo sem fátt um fína drætti á markaðnum. Þótt ég segi sjálfur frá þá er ég fengsæll í veiðinni sem og í fjárfestingum. Innlendu hlutabréfin þurfa nefnilega ekki að vera alvond. Þetta hefur sannast síðustu daga þar sem framleiðslufyrirtækin hafa verið að gera það gott. Ég keypti smáslatta í Marel eftir að félagið sagði frá kaupum á erkifjendunum í Scanvægt. Þetta var bara svo gargandi kauptækifæri. Maður hefði svo sem getað sagt sér það sjálfur að Marel færi í þessa yfirtöku. Stjórnendur Scanvægt voru ekki að fara lengra með fyrir- tækið og Marel tilbúið að kaupa gott félag á háu verði. Þetta er sko ekki í fyrsta skipti sem ég tek stöðu í Marel. Ein besta fjárfesting mín frá upphafi var þegar ég keypti í þeim á þrettán árið 1996 og seldi aftur í 58 árið 2000, rétt áður en bréfin féllu harkalega. Ég náði þarna í 350 prósenta ávöxtun. Á sama tíma voru vinir og vandamenn að kaupa í deCode, Netverk, Oz og Íshug þrátt fyrir varnaðarorð mín. Alltént hugsaði ég mér gott til glóðarinnar og stökk hæð mína í fullum herklæðum þegar til- kynnt var um að Eyrisfeðgar og aðrir stórir hluthafar í Marel, að Lansanum undanskildum, höfðu verið að bæta við sig bréfum. Það voru góðar fréttir, enda hélt gengið áfram að hækka. Mér skilst að Eyrisfeðgar hafi keypt á genginu 85 þannig að maður á von á meiri hækkunum og eflaust meiri fréttum. Maður getur alveg elt Árna Odd og Þórð Magg í ljósi fyrri fjárfest- inga. Nú ætlar Marel að auka hlutafé í þremur skömmtum og fá inn nýja fjárfesta til liðs við sig. Ætlunin er að ráðast í fleiri yfirtökur. Ég veit ekki hvað er að ger- ast þarna í Garðabænum. Það mætti bara halda að hallarbylt- ing hafi orðið í Marel, að fjár- festarnir hafi tekið völdin af teknókrötunum. Nú spái ég því að einhver greiningardeildin komi fljót- lega með suddalegt verðmat á Marel og kæmi mér ekki á óvart að sjá verðmatsgengi á bilinu 90-100. Spákaupmaðurinn á horninu. Fengsæll veiðimaður DRAUMAL ITIR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.