Fréttablaðið - 16.08.2006, Síða 46

Fréttablaðið - 16.08.2006, Síða 46
MARKAÐURINN Nýverið var undirritaður samn- ingur milli Viðskiptaháskólans á Bifröst og fjármálafyrirtækjanna Glitnis og Straums-Burðaráss um styrk fyrirtækjanna við meist- aranám í bankastarfsemi, fjár- málum og alþjóðaviðskiptum. Fyrirtækin leggja hvort um sig fram tvær og hálfa milljón á ári í þrjú ár, eða samtals 15 millj- ónir króna, sem varið verður til þess að styrkja prófessorsstöðu í bankaviðskiptum við viðskipta- deild skólans. Í fréttatilkynningu frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst segir að gert sé ráð fyrir að MS- nám í bankastarfsemi, fjármál- um og alþjóðaviðskiptum verði mjög stefnumiðað nám sem eink- um muni höfða til þeirra sem hafa áhuga á að starfa í fjármála- fyrirtækjum eða við fjármál í fyrirtækjum í miklum alþjóða- viðskiptum. Við ákvörðun um innihald námsins hafi verið litið til sambærilegs náms við erlenda háskóla, enda um alþjóðlega atvinnugrein að ræða í eðli sínu. Mun töluverður hluti kennslunn- ar fara fram á ensku og áhersla lögð á að fá öfluga erlenda kenn- ara. Þar má helst nefna kenn- ara frá Edinborgarháskóla og State University of New York. Einnig eru fengnir kennarar frá þekktum erlendum fjármálafyr- irtækjum, svo sem Bear Stearns fjárfestingabankanum og Dow Jones Corporation en einnig munu að sjálfsögðu sérfræðingar íslenskra fjármála- og ráðgjafa- fyrirtækja koma að náminu. - hhs 16. ÁGÚST 2006 MIÐVIKUDAGUR16 H É Ð A N O G Þ A Ð A N Styðja við meistaranám VIÐ UNDIRRITUN SAMNINGS Benedikt Gíslason frá Straumi-Burðarási, Bernhard Þór Bernhardsson, forseti viðskiptadeildar, og Haukur Oddsson frá Glitni við undirritun sam- starfssamningsins. Fyrsta skóflustungan í nýjum höfuðstöðvum R. Sigmundssonar var tekin fyrir skömmu en hús- næðið mun hýsa R. Sigmundsson, Vélasöluna og Radíómiðun. Við sama tækifæri skrifuðu Sævar Freyr Þráinsson, Haraldur Úlfarsson framkvæmdastjóri R. Sigmundssonar og Einar Óskarsson, stjórnarformaður R. Sigmundssonar, undir samstarfs- samning um Radíómiðun ehf. sem verður í eigu Símans og R. Sigmundssonar. Radíómiðun ehf. mun sérhæfa sig í fjarskiptalausnum fyrir sjáv- arútveginn og verður staðsett í húsakynnum R. Sigmundssonar. Fyrirtækin hafa í gegnum árin unnið mikið saman og styrkja það samstarf enn frekar með stofnun Radíómiðunar. R. Sigmunds- son og Síminn í samstarf GLAÐIR Á GÓÐRI STUNDU Haraldur Úlfarsson, framkvæmdastjóri R. Sigmundssonar, Sævar Freyr Þráinsson, framkvæmdastjóri hjá Símanum, og Einar Óskarsson, stjórnarformaður R. Sigmundssonar. Skógarhlí› 12 • 105 Reykjavík • Sími 520 4700 Fax 520 4701 • www.hagvangur.is - vi› rá›um Umsóknir óskast fylltar út á www. hagvangur.is fyrir 19. ágúst nk. Númer starfs er 5796. Ferilskrá ásamt skrá yfir verkefni vi› mannvirkjager› fylgi umsókninni. Uppl‡singar veitir fiórir fiorvar›arson. Netfang: thorir@hagvangur.is Totus, dótturfélag Eignarhaldsfélagsins Portusar, ver›andi eigandi og byggingara›ili tónlistarhúss og rá›stefnumi›stö›var vi› Austurhöfnina í Reykjavík óskar eftir a› rá›a framkvæmdastjóra. Framkvæmdastjóri Starfssvi› Ábyrg›, yfirumsjón, framkvæmdastjórn og verkefnastjórnun vi› byggingu tónlistarhússins og rá›stefnumi›stö›varinnar. Í flví felst m.a. samskipti vi› opinbera a›ila, verktaka, hönnu›i, eigendur o.fl. Menntunar- og hæfniskröfur Byggingaverkfræ›i. Einungis fleir koma til greina sem hafa umfangsmikla reynslu af stjórnun verklegra framkvæmda vi› stór mannvirki.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.