Fréttablaðið - 16.08.2006, Síða 74
16. ágúst 2006 MIÐVIKUDAGUR38
„Mamma er mín fyrirmynd!“
Foreldrar eru bestir í forvörnum
Barnavernd Reykjavíkur
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
H
BS
3
37
04
0
8/
20
06
Virðing
Réttlæti
Þeir sem fá greidd laun skv. kjarasamningi VR
og SA eiga rétt á orlofsuppbót að upphæð
16.900 kr. miðað við fullt starf, annars miðað
við starfstíma og starfshlutfall á orlofsárinu.
Orlofsuppbótina á að greiða við upphaf
orlofstöku og í síðasta lagi 15. ágúst.
Nánar á www.vr.is
Hefurðu fengið orlofsuppbótina greidda?
Gleðilegt sumar!
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS
ÍSLENSKA LIÐIÐ
ÁRNI GAUTUR ARASON 7
Hélt hreinu, varði nokkrum sinnum mjög vel og
í raun yfir litlu að kvarta um hans frammistöðu.
GRÉTAR RAFN STEINSSON 7
Stóð vel vaktina í vörninni, gaf aldrei tommu
eftir en hefði mátt láta meira til sín taka
framar á vellinum.
ÍVAR INGIMARSSON 8
Öryggið uppmálað og virðist búa yfir miklu
sjálfstrausti. Steig vart feilspor, fann sig vel
með Hermanni sem er ánægjulegt og von-
andi ná þeir áfram vel saman.
HERMANN HREIÐARSSON 8
Stýrði vörninni með sóma og myndaði öfl-
ugt teymi með Ívari. Steig ekki feilspor frekar
en Ívar og báðu skiluðu þeir boltanum skyn-
samlega af sér.
INDRIÐI SIGURÐSSON 7
Yfirvegaður, rólegur og öruggur. Tefldi ekki á tvær
hættur og stóð varnarvaktina vel. Hefði mátt fara
oftar framar á völlinn rétt eins og Grétar.
KÁRI ÁRNASON 7
Skilaði sínu ágætlega en hefði mátt sækja
framar. Átti fáar hættulegar sendingar en
þekkir vel sín takmörk og þar liggur að miklu
leyti hans styrkleiki.
JÓHANNES KARL GUÐJÓNSSON 8
Lék með fyrstu 45 mínúturnar og var besti
maður vallarins á þeim tíma. Dreifði spilinu vel
og hélt Reina við efnið með frábærum skot-
tilraunum.
(46. Ólafur Ingi Skúlason 4)
Náði engum takti við leikinn og var alltaf að elta.
ARNAR ÞÓR VIÐARSSON 4
Var með viljann að vopni, lagði sig allan
fram en var oftar en ekki skrefi á eftir og
virkaði oft á tíðum númeri of lítill.
(85. Sigurvin Ólafsson)
HANNES Þ. SIGURÐSSON 7
Gríðarlega duglegur, vann vel fram og til
baka. Tapaði fáum einvígjum og átti nokkr-
ar ágætar sendingar í fyrri hálfleiknum. Fín
frammistaða og viðhorfið til fyrirmyndar.
(79. Hjálmar Jónsson)
HEIÐAR HELGUSON 3
Enn á ný kom ekkert út úr Heiðari. Hann
var ekkert í boltanum og vann engin einvígi.
Það fer að verða erfitt að réttlæta sæti hans
í byrjunarliði Íslands.
(60. Veigar Páll Gunnarrson 6)
Átti fína spretti, hristi upp í sóknarleiknum
og hefði mátt koma fyrr af bekknum.
GUNNAR HEIÐAR ÞORVALDSSON 8
Átti mjög fínan leik. Sótti boltann, hélt
honum og skilaði honum oftar en ekki mjög
vel af sér. Átti fínar stungusendingar en hafði
úr engum færum að moða.
FÓTBOLTI Eyjólfur Gjafar Sverris-
son stillti upp í leikkerfinu 4-4-2.
Heiðar og Gunnar Heiðar í fremstu
víglínu en Kári og Hannes á könt-
unum á meðan Arnar og Jóhannes
Karl voru í baráttunni inni á miðj-
unni miðri. Spánverjar stilltu upp
þremur mönnum í fremstu víg-
línu, Villa, Torres og Luis Garcia,
á meðan Raúl var fyrir aftan í
frekar frjálsri stöðu. Fyrir aftan
hann voru Fabregas og Albelda
frekar djúpir.
Leikurinn fór frekar rólega af
stað en eftir um tíu mínútna leik
opnaðist leikurinn nokkuð og það
voru Íslendingar sem þjörmuðu í
tvígang að marki Spánverja. Fyrst
var Hermann með fínan skalla og
síðan Jóhannes Karl með glæsi-
legt skot af um 60 metra færi en
Reina mátti hafa sig allan við að
verja skotið.
Luis Garcia slapp einn í gegn
þremur mínútum síðar en Árni
Gautur bjargaði með góðu
úthlaupi. Árni bjargaði aftur vel
eftir um hálftíma leik þegar Spán-
verjar fengu aukaspyrnu á hættu-
legum stað.
Síðustu tíu mínútur fyrri hálf-
leiks voru frekar tíðindalitlar en
Ísland réð ferðinni í leiknum en
spænsku leikmennirnir virtust
hálfáhugalausir um verkefnið.
Þeir voru staðir, spiluðu hægt og
örugg vörn Íslands lenti aldrei í
vandræðum í hálfleiknum. Jóhann-
es Karl var langbesti maður fyrri
hálfleiksins og synd að hann skuli
hafa yfirgefið völlinn í leikhléi.
Fyrir vikið missti Ísland algjör-
lega völdin á miðsvæðinu en að
sama skapi kom mikið meira líf í
sóknarleik spænska liðsins með
innkomu Reyes en hann kom með
hraða í sóknarleik þeirra sem sár-
lega vantaði í fyrri hálfleik.
Þótt Spánverjar hafi stýrt
umferðinni þá gekk þeim illa að
opna íslensku vörnina sem stóð
vaktina vel en allt púður var úr
sóknarleik íslenska liðsins sem
komst vart fram fyrir miðju vall-
arins. Ástandið batnaði aðeins
þegar Veigar Páll leysti Heiðar af
hólmi en Veigar og Gunnar Heiðar
vantaði sárlega stuðning frá
miðjumönnum liðsins.
Spánverjar misstu móðinn eftir
því sem leið á hálfleikinn og sann-
gjarnt markalaust jafntefli því
niðurstaðan. Spánverjar eflaust
svekktir með það en þeir virtust
aldrei hafa verulegan áhuga á að
klára leikinn af fullum krafti.
Frammistaða íslenska liðsins
lofar nokkuð góðu um framhaldið.
Vörnin hefur ekki litið svona vel
út lengi og með hana í lagi er von á
stigi í næstu leikjum. Jóhannes
Karl virkar í fantaformi sem og
Gunnar Heiðar. Sóknin mun eðli-
lega batna mikið með tilkomu Eiðs
Smára og þá er liðið vonandi klárt
í slaginn og fátt sem bendir til
annars miðað við þennan leik að
hagstæð úrslit eigi að geta náðst í
Belfast. henry@frettabladid.is
Í STRANGRI GÆSLU David Villa er hér umkringdur þeim Hermanni Hreiðarssyni, Ólafi Inga
Skúlasyni og Grétari Rafni Steinssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
FYRIRLIÐINN Hermann Hreiðarsson stóð
vaktina vel í íslensku vörninni.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
GUNNAR HEIÐAR ÖFLUGUR Sergio Ramos á hér fullt í fangi með að halda aftur af Gunnari Heiðari Þorvaldssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Sanngjarnt jafntefli gegn Spáni
Íslenska landsliðið í knattspyrnu bauð upp á fínan varnarleik en takmarkaðan sóknarleik gegn stórliði
Spánar á fullum Laugardalsvelli í gær. Niðurstaðan var sanngjarnt jafntefli.