Fréttablaðið - 24.08.2006, Síða 2

Fréttablaðið - 24.08.2006, Síða 2
2 24. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val á réttri dýnu alla fimmtudaga á milli kl. 16 og 18. Opið virka daga: 10-18 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 FJARSKIPTI Ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan hafa sent dómsmála- og samgönguráðuneytinu bréf þar sem gerð er grein fyrir þeirri skoðun, að réttast væri að kveða „skýrt á um það í lögum að fjar- skiptafyrirtækjum sé skylt að veita upplýsingar um rekjanleika símtala og tryggja að upplýsingar um staðsetningu séu aðgengileg- ar,“ eins og segir orðrétt í bréfinu til ráðuneytanna. Undir bréfið rita héraðsdómslögmennirninr Arnar Þór Jónsson og Tómas Árnason, en þeir vinna að framgangi málsins fyrir hönd Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar. Í samtali við Fréttablaðið sagð- ist Arnar Þór vonast til þess að tekið yrði tillit til sjónarmiða lög- reglu og Neyðarlínu þegar endan- legar ákvarðanir um fjarskipta- mál yrðu tengdar. Í bréfinu lýsa forsvarsmenn Neyðarlínunnar sig reiðubúna til samstarfs við „gagnaöflun og annað sem getur horft til fram- gangs þessa máls“. Eins og greint var frá í Frétta- blaðinu fyrr í sumar vísaði úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála frá kæru Ríkislögreglu- stjóra og Neyðarlínunnar vegna bráðabirgðaákvörðunar Póst- og fjarskiptastofnunar frá 8. maí. Með henni var Síminn hf. skyldað- ur til þess að flytja símanúmer í almennri talsímaþjónustu yfir í netsímaþjónu Atlassíma ehf., ef eftir því er óskað. Í kærunni sagði meðal annars að „mjög yrði höggvið í þann árangur sem náðst hefur við upp- byggingu fjarskiptamiðstöðvar lögreglu“, þar sem það væri vand- kvæðum bundið að staðsetja sím- töl í netsímaþjónustu. Bréfin hafa verið send til ráðu- neytanna til þess að fylgja eftir áhersluatriðum sem fram koma í kærunni, en er bent á mikilvægi þess að koma á lögum sem auð- velda Neyðarlínunni að fylgja eftir „lögbundnu hlutverki sínu“. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra sagði bréfið hafa borist til ráðuneytisins en það væri sam- gönguráðuneytisins að svara fyrir um efnisatriði þess þar sem fjar- skiptalöggjöfin fellur undir sam- gönguráðuneytið. Haft var eftir Birni í Frétta- blaðinu að hann undraðist frávís- unina á kæru Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar, þar sem „það kæmi sér á óvart, að ekki mætti gera þær kröfur sem eru nauðsyn- legar til að tryggja sem best öryggi borgaranna, þrátt fyrir að þeir nýti sér nýja símatækni“. Ekki náðist í Sturlu Böðvarsson samgönguráðhera þegar leitað var eftir viðtali við hann í gær, eða Bergþór Ólason aðstoðarmann hans. magnush@frettabladid.is Vilja lagabreytingar til að auðvelda störf Send hafa verið bréf til dómsmála- og samgönguráðuneyta þar sem óskað er eftir lagabreytingum til auðvelda störf lögreglu og Neyðarlínunnar. Mikilvægt að breyta lögum svo að hægt sé að sinna lögbundnu hlutverki, segir í bréfinu. NEYÐARLÍNAN Talsmenn Neyðarlínunnar og Ríkislögreglustjóra vilja vinna að framgangi lagabreytinga sem miða að því að tryggja sem best öryggi almennings.FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA BJÖRN BJARNASON Undraðist frávísun á stjórnsýslukæru Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar.FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR SPURNING DAGSINS Eggert, verða Danirnir ekki látnir sitja í biluðu sætunum á Laugardalsvellinum? „Danirnir verða vonandi látnir lúta í gras á Laugardalsvellinum.“ Þúsund sæti hafa verið tekin frá fyrir danska áhorfendur vegna landsleiks Íslands og Danmerkur á Laugardalsvellinum þann 6. september næstkomandi. Einungis 4.500 miðar fóru í almenna sölu fyrir leikinn. Ein- hver sæti reyndust gölluð á síðasta landsleik Íslands. ÍRAN, AP Íransstjórn hvatti ráða- menn í Evrópu til að veita athygli þeim „jákvæðu og skýru skilaboð- um“ sem hún bjóði upp á í skrif- legu svari sínu við tilboði sex stór- velda um ýmsan ávinning fyrir Írana gegn því að þeir fallist á að skilvirkt eftirlit verði haft með kjarnorkuáætlun þeirra. Aftur á móti lýstu talsmenn Bandaríkjastjórnar því yfir í gær að tilboð Íransstjórnar uppfyllti ekki skilyrði ályktunar öryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna um málið. Það yrði þó skoðað ítarlega. Stjórnvöld í Kína og Rússlandi gáfu til kynna vilja til að semja við Írana á þeim forsendum sem þeir kynna í svari sínu, en ráðamenn í Frakklandi og Þýskalandi ítrek- uðu að stöðvun tilrauna með auðg- un úrans væri forsenda viðræðna. Í höfuðborgum stórveldanna – Rússlands, Kína, Frakklands, Bretlands, Þýskalands og Banda- ríkjanna – voru ráðamenn enn að yfirfara svar Íransstjórnar frá því í fyrradag. Engin einstök atriði svarsins hafa komið fram opin- berlega enn sem komið er. Af því sem vitað er virðist ljóst að Íranar bjóði upp á nýjar viðræður, án þess að stöðva auðgun úrans, sem þó er lykilkrafan í ályktun örygg- isráðs Sameinuðu þjóðanna um málið. Í ályktuninni segir afdrátt- arlaust að stöðvi Íranar ekki auðg- un úrans fyrir ágústlok eigi þeir yfir höfði sér alþjóðlegar þving- unaraðgerðir. Hvað sem því líður reyndu tals- menn Íransstjórnar í gær að lýsa gagntilboðinu sem stóru skrefi í átt til lausnar deilunni, svo stóru að taka ætti hótunina um refsiað- gerðir út af borðinu. Frýjunarorð Írana til ráða- manna Evrópuveldanna virtust til þess hugsuð að fá þá, ásamt Kínverjum og Rússum, til að fall- ast á að ákvörðun um refsiaðgerð- ir verði frestað um óákveðinn tíma á meðan ný atlaga yrði gerð að því að leysa málið með samn- ingum. Vitað er að Bandaríkja- stjórn vill ekki heyra á slíkt minnst nema Íranar uppfylli fyrst í einu og öllu ákvæði ályktunar öryggisráðsins. - aa DEILT UM EFTIRLIT Ný gervihnattamynd af Natanz-kjarnorkutilraunastöð Írana. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Íransstjórn hvetur stórveldin til að taka gagntilboði hennar vel: Reyna að rjúfa samstöðuna AFGANISTAN, AP Að minnsta kosti 36 skæruliðar talibana féllu í skærum og loftárásum NATO í suðurhluta Afganistans í gær. Einn NATO-her- maður féll og fimm aðrir særðust í árásum skæruliða, að því er tals- menn NATO-liðsins greindu frá. Sprengjur í vegkanti bönuðu einnig þremur óbreyttum Afgönum í Daman-sýslu við Kandahar. Upp- reisnarmenn talibana hafa haldið úti stöðugum árásum gegn afgönsk- um stjórnarhermönnum og NATO- herliðinu allan ágústmánuð. - aa Átökin í Afganistan: Loftárásir og bardagar í suðri VÍGREIFIR TALIBANAR Skæruliðar talibana biðjast fyrir í Herat í A-Afganistan í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLUMÁL Ferðalangar sem reyndu að smygla inn umtalsverðu magni af örvandi efnum á mánu- dag sitja nú í gæsluvarðhaldi, samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins. Þeir voru stöðvaðir á Keflavíkurflugvelli við komuna til landsins þar sem efnin fundust í fórum þeirra. Lögreglan verst allra frétta þar sem rannsókn sé á frumstigi og vill hvorki tjá sig um tegund né magn efnanna né fjölda þeirra ein- staklinga sem sitja inni. Auk þessara nýteknu sitja nú ellefu manns í gæsluvarðhaldi vegna tilrauna til stórfellds smygls í þremur málum. - jss Keflavíkurflugvöllur: Tveir teknir með fíkniefni FANGELSI Haldið var upp á afmæli tveggja ára gamallar stúlku í fang- elsinu í Kópavogi fyrir skemmstu. Stúlkan hefur dvalið hjá móður sinni í fangelsinu frá fæðingu. Guðmundur Gíslason, forstöðu- maður fangelsanna á höfuðborg- arsvæðinu, segir að börnum hafi nokkrum sinnum verið leyft að vera hjá móður sinni í fangelsinu. „Börn geta dvalið hjá mæðrum sínum í fangelsinu ef þannig stendur á og ef barnaverndaryfir- völd heimila það.“ Miðað er við að börnin séu mjög ung, ekki eldri en tveggja og hálfs árs, þegar þau búa í fangelsinu, til að vistin hafi ekki óæskileg áhrif á þau. „Að vísu er nú ekki margt í Kópavogs- fangelsi sem minnir á að það sé fangelsi og í þessu tilviki þá fer barnið til dæmis á hverjum degi á barnaheimili,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir afmælis- veisluna hafa verið mjög gleði- lega. „Fangaverðir komu og fang- arnir tóku þátt. Það var bara reynt að gleðja barnið eins og hægt var við þessar aðstæður. Við bökuðum köku og reyndum að hafa þetta sem líkast eðlilegu afmæli. En eins og gefur að skilja voru nú ekki mörg börn á staðnum.“ Konan, sem er frá Sierra Leone, var ófrísk þegar hún var handtek- in og fæddi barnið á meðan á fangavistinni stóð. Hún mun ljúka afplánun innan skamms og verður dóttirin hjá henni þangað til. - sh Tveggja ára gömul stúlka hefur búið í fangelsi hjá móður sinni frá fæðingu: Barnaafmæli fagnað í fangelsi FANGELSIÐ Í KÓPAVOGI Börn geta dvalið hjá mæðrum sínum í fangelsinu. LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Reykja- vík stöðvaði í gær ökumann á 73 kílómetra hraða skammt frá grunnskóla í Reykjavík en hámarkshraði á götunni er 30 kíló- metra hraði á klukkustund. Pilturinn fékk ökuréttindi í síð- asta mánuði en hefur á þeim skamma tíma verið tekinn þrisvar fyrir hraðakstur. Þetta síðasta skipti gerir það að verkum að hann verður sviptur ökuréttindum. - mh Hraðakstur í Reykjavík: Á 73 þar sem hámarkið er 30 Rán í Kringlunni Starfsmaður veit- ingastaðarins Dominos á Stjörnutorgi Kringlunnar var rændur síðdegis í gær er hann var á leið í banka í Kringlunni með peninga í tösku. Þjófurinn hrifsaði töskuna af starfsmanninum og komst undan á hlaupum. LÖGREGLUMÁL Eldur á Grundartanga Eldur kom upp í álverinu á Grundartanga í gær þegar ál flæddi út úr keri og þaðan niður í kjallara þar undir. Álið flæddi út úr kerskálanum og niður í rafmagns- stokka. Slökkvilið Akraness fór á staðinn en óskaði eftir aðstoð slökkviliðsins í Reykjavík til að aðstoða við reykræst- ingu en töluverðar skemmdir urðu. SLÖKKVILIÐ ÍBÚÐAVERÐ Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 303,6 stig í júlí og lækkaði um 1,7 prósent frá fyrra mánuði. Samkvæmt upplýs- ingum Fasteignamats ríkisins lækk- aði vísitalan um 1,3 prósent síðast- liðna þrjá mánuði en síðastliðna sex mánuði hefur hún hækkað um 3,5 prósent. Hækkun vísitölunnar síð- astliðna tólf mánuði var 7,5 pró- sent. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborg- arsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs. - hs Vísitala íbúðaverðs lækkar: Lækkun um 1,7 prósent LUNDÚNUM, AP Íranar hafa meiri áhrif í Írak en Bandaríkjamenn og ráðamenn í Teheran hafa fest sig í sessi sem aðalkeppinautar banda- rískra stjórnvalda um ítök í Mið- austurlöndum. Þetta er fullyrt í nýrri skýrslu virtrar rannsóknar- stofnunar í Lundúnum, Chatham House. Í skýrslunni er því lýst hvernig áhrif og ítök Írana hafa farið vax- andi í Miðausturlöndum og Afgan- istan. Þessi þróun er helst rakin til árangursríkrar utanríkisstefnu og til brotthvarfs tveggja helstu keppinauta Írana um völd og áhrif í heimshlutanum, stjórnar Sadd- ams Hussein í Írak og talibana í Afganistan. - aa Ný bresk rannsóknarskýrsla: Ítök Írana sögð fara vaxandi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.