Fréttablaðið - 24.08.2006, Side 6

Fréttablaðið - 24.08.2006, Side 6
6 24. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR STJÓRNMÁL Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokks, er nýr formaður fjárlaganefndar Alþingis. Hann tekur við starfinu af Magnúsi Stefánssyni sem varð félagsmálaráðherra í sumar. Framsóknarmenn gengu frá nýrri skipan í nefndir þingsins á þriðju- dagskvöld vegna breytinganna sem urðu á þingliði flokksins í júní. „Ég hef átt sæti í nefndinni allt þetta kjörtímabil og er því orðinn nokkuð kunnugur störfum henn- ar,“ sagði Birkir Jón í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann sagði stefnubreytingu á störfum nefndarinnar ekki liggja fyrir, nefnd- armenn eigi eftir að setj- ast niður og ræða hvern- ig vinnunni verði háttað í haust. Guðjón Ólafur Jóns- son, sem tók sæti Árna Magnússonar á þingi, tekur við formennsku í heilbrigðis- og trygginga- nefnd af Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra. Guðjón verð- ur einnig varaformaður allsherjarnefndar auk þess að setjast í fjárlaga- nefnd og sjávarútvegs- nefnd. Sæunn Stefáns- dóttir tekur sæti í fjórum fastanefndum þingsins, þar á meðal efnhags- og viðskiptanefnd og utan- ríkismálanefnd. Jón Kristjánsson, fyrrverandi ráðherra, verður varafor- maður utanríkismála- nefndar en sest einnig í samgöngu- nefnd auk forsætisnefndar. - bþs Framsóknarmenn skipa í nefndir Alþingis eftir breytingar í þingflokknum: Birkir Jón stýrir fjárlaganefnd BIRKIR JÓN JÓNSSON Nýr formaður fjárlaga- nefndar Alþingis. STJÓRNMÁL „Það liggur fyrir ákveð- ið samkomulag um hlutina sem ég tel að eigi eftir að klára,“ sagði Kristinn H. Gunnarsson, þingmað- ur Framsóknarflokksins, í samtali við Fréttablaðið þegar ljóst varð hvernig þingflokkur framsóknar- manna hagar skipan í nefndir Alþingis í vetur. Kristni er ekki ætluð nefndaformennska en er varaformaður þriggja nefnda. Hjálmar Árnason, formaður þingflokksins, segist ekki skilja hvað vaki fyrir Kristni. „Ég botna ekkert í honum því hann veit betur. Þegar hann fullyrðir að hann hafi átt að fá formennsku þá fer hann ekki með rétt mál,“ sagði Hjálmar í samtali við Fréttablaðið í gær. Þingflokkurinn vék Kristni úr nefndum þingsins árið 2004 en í febrúar 2005 náðust sættir á sögu- legum kvöldverðarfundi þing- flokksins á veitingastaðnum Við tjörnina. Kristinn fullyrðir að í samkomulaginu hafi falist að hann yrði nefndarformaður á ný en hann fór áður með formennsku í iðnaðarnefnd. „Það var ekkert víst að ég færi í sömu nefndir, bara að ég hefði sams konar stöðu, það er að segja færi með for- mennsku í nefnd,“ sagði Kristinn í gær. Hjálmar segir nefndasetum Kristins fjölgað, hann sé í þremur nefndum og gegni varaformennsku í þeim öllum. „Í því felast ákveðin skilaboð,“ segir Hjálmar. Eftir sáttafundinn 2005 settist Kristinn í tvær þingnefndir og bjóst þá við að breytingar yrðu gerðar á nefndaskipan um haust- ið. Af því varð ekki. Á þriðjudags- kvöld var svo gengið frá nefnda- skipan vetrarins í kjölfar nýlegra breytinga í þingliði flokksins. Kristinn segist vilja hafa það fyrir sjálfan sig hvort niðurstaða þing- flokksins komi sér á óvart, en hann sat ekki fundinn. Hins vegar segir hann menn hafa gengið frá flokksþingi um helgina með það að markmiði að jafna ágreining. Hjálmar vísar einnig til sáttatóns flokksþingsins. „Ég hélt að hann, eins og allir aðrir framsóknar- menn, ætlaði að sitja á friðar- stóli.“ bjorn@frettabladid.is Kristinn H. segir samkomulag brotið Kristinn H. Gunnarsson segist hafa gert samkomulag við Hjálmar Árnason um að verða aftur formaður í einni af nefndum þingsins. Það hafi ekki verið efnt. Hjálmar segir Kristin ekki fara rétt með og skilur ekki hvað vakir fyrir honum. KÓLOMBÓ, AP Alþjóðlegi Rauði krossinn ætlar að senda ferju frá Jaffna á norðurhluta Srí Lanka til þess að flytja á brott þá útlend- inga sem enn eru á svæðinu. Far- þegar verða erlendir hjálpar- starfsmenn og annað fólk með erlend vegabréf, en þeirra á meðal eru Bretar, Kanadamenn og tamíl- ar með norsk vegabréf. Ferjan tekur hundrað og fimmtíu far- þega, en vitað er af fleiri útlend- ingum sem sendiráð ýmissa landa vilja koma á brott. Morð og mannrán eru nú dag- legt brauð á Jaffna-skaga, þrátt fyrir tuttugu og tveggja tíma dag- legt útgöngubann og varðstöðu þúsunda hermanna á götum borga og við þjóðvegi. Ákvörðun Rauða krossins var tilkynnt í kjölfar þess að kaþólsk- ur prestur týndist. Sá varð vitni að því er fimmtán manns létust þegar stjórnarherinn lét skotum rigna yfir kirkju eina á Kyats-eyju fyrr í mánuðinum. Presturinn hafði krafist opinberrar rannsóknar á atvikinu, þegar hann hvarf skyndi- lega. Mannréttindasamtök óttast um afdrif hans, en talsmaður lögregl- unnar sagði rannsókn á hvarfi prestsins í undirbúningi. Síðast sást til hans við eftirlitsstöð stjórn- arhersins. - kóþ Rauði krossinn herðir öryggiskröfur á Srí Lanka: Allir útlendingar fluttir burt EINSKISMANNSLAND Biðröð Srí Lanka- manna sem voru strandaglópar á land- svæði tamíla. Stjórnarherinn og Tígrarnir lokuðu helsta þjóðveginum frá Jaffna-skag- anum fyrr í mánuðinum.FRÉTTABLAÐIÐ/AP Á FLOKKSÞINGI FRAMSÓKNARFLOKKSINS Kristni H. Gunnarssyni, þingmanni Framsóknarflokks, er ekki ætluð nefndarformennska á vegum Alþingis í vetur. Hann telur sig hafa gert samkomulag þess efnis við Hjálmar Árnason, formann þingflokksins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI LÖGREGLA Lögregla útilokar ekki að maðurinn sem virðist hafa verið ráðist á á Kárahnjúkum aðfaranótt sunnudags hafi veitt sér áverkana sjálfur. Þetta kom fram í kvöldfréttum NFS í gær- kvöldi. Áverkarnir reyndust ekki eins alvarlegir og í fyrstu var talið og er talið að hurðin að herbergi mannsins hafi verið læst innan frá. Sjálfur heldur hann því fram að grímuklæddir menn hafi ráð- ist á hann. Kínverjinn var yfirheyrður í gær en til stendur að hann fari í skýrslutöku hjá lögreglunni á Egilstöðum fljótlega. - shá Líkamsárásin á Kárahnjúkum: Hugsanlega sjálfsáverkar KJÖRKASSINN Á Menningarnótt að vera á sunnudegi? Já 40% Nei 60% SPURNING DAGSINS Í DAG: Eru íslenskir háskólar nægilega góðir? Segðu skoðun þína á vísir.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.